Viðskipti erlent

Danske Bank hefur afskrifað yfir 500 milljarða á árinu

Danske Bank hefur neyðst til að afskrifa 20,7 milljarða danskra kr., eða ríflega 500 milljarða kr., á fyrstu níu mánuðum ársins. Bankinn skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðung en hann fær samt þungt högg við opnun markaðarins í Kaupmannahöfn í morgun og hafa hlutir í honum lækkað um 5%.

Hagnaður Danske Bank á þriðja ársfjórðungi nam 583 milljónum danskra kr. eða um 14,4 milljörðum kr. Hinsvegar neyddist bankinn til að afskrifa útlánatöp upp á 6,1 milljarða danskra kr. sem er um 400 milljónum danskra kr, meir en sérfræðingar áttu von á. Þessar miklu afskriftir valda því að gengi hluta í bankanum lækkar í dag, að því er segir á dönskum vefmiðlum.

Afskriftirnar lækka aðeins milli ársfjórðunga en á þær námu 6,5 milljörðum danskra kr. á öðrum ársfjórðungi.

Peter Straarup forstjóri bankans segir að uppgjörið fyrir þriðja ársfjórðung, sem og fyrstu níu mánuði ársins, sé ekki ánægjulegt en ásættanlegt í ljósi efnahagsþrenginganna í Danmörku á þessu ári. „Við sjáum nú fram á að stöðuleiki er að komast á í samfélaginu," segir Straarup.

Heildarhagnaður Danske Banka á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 1,3 milljörðum danskra kr. Til samanburðar nam hagnaður bankans á sama tímabili í fyrra 6,9 milljörðum danskra kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×