Mandelson veldur taugatitringi með evru-ummælum 13. júní 2009 11:07 Mandelson lávarður, viðskiptaráðherra Bretlands hefur valdið miklum taugatitringi innan ríkisstjórnar sinnar og Verkamannaflokksins eftir að hann lýsti því yfir í Berlín í gærdag að Bretar ættu að taka upp evruna. Í umfjöllunDaily Mail um málið segir að ummælin verði að skoða í því ljósi að Mandelson er nú næstvaldamesti ráðherrann í stjórninni eftir nýlega uppstokkun. Og yfirlýsing viðskiptaráðherrans gengur þvert gegn skoðunum Gordon Brown forsætisráðherra í málinu. Blaðið nefnir einnig til sögunnar að þetta sé í fyrsta skipti í fjögur ár að ráðherra í stjórn Bretlands ræðir um evruna sem æskilegri valkost en pundið sem gjaldmiðil landsins. Mandelson, sem var í opinberri heimsókn í Berlín, sagði m.a. að það væri mikilvægt að Bretlandi stefni að því að taka upp sama gjaldmiðil og gilti á þeim sameiginlega markaði sem landið tilheyrði. „Af augljósum ástæðum," eins ráðherrann orðaði það en benti jafnframt á að þetta væri verkefni framtíðarinnar og að ákvörðunina yrði að taka við „réttar kringumstæður." Hinsvegar sagði Mandelson að það væri algerlega ljóst að evran hefði verið árangursríkt akkeri í brotsjóum fjármálakreppunnar fyrir meðlimi evrusvæðisins. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mandelson lávarður, viðskiptaráðherra Bretlands hefur valdið miklum taugatitringi innan ríkisstjórnar sinnar og Verkamannaflokksins eftir að hann lýsti því yfir í Berlín í gærdag að Bretar ættu að taka upp evruna. Í umfjöllunDaily Mail um málið segir að ummælin verði að skoða í því ljósi að Mandelson er nú næstvaldamesti ráðherrann í stjórninni eftir nýlega uppstokkun. Og yfirlýsing viðskiptaráðherrans gengur þvert gegn skoðunum Gordon Brown forsætisráðherra í málinu. Blaðið nefnir einnig til sögunnar að þetta sé í fyrsta skipti í fjögur ár að ráðherra í stjórn Bretlands ræðir um evruna sem æskilegri valkost en pundið sem gjaldmiðil landsins. Mandelson, sem var í opinberri heimsókn í Berlín, sagði m.a. að það væri mikilvægt að Bretlandi stefni að því að taka upp sama gjaldmiðil og gilti á þeim sameiginlega markaði sem landið tilheyrði. „Af augljósum ástæðum," eins ráðherrann orðaði það en benti jafnframt á að þetta væri verkefni framtíðarinnar og að ákvörðunina yrði að taka við „réttar kringumstæður." Hinsvegar sagði Mandelson að það væri algerlega ljóst að evran hefði verið árangursríkt akkeri í brotsjóum fjármálakreppunnar fyrir meðlimi evrusvæðisins.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira