Fótbolti

Þjálfari Hoffenheim skammar leikmenn sína

AFP

Ralf Rangnick, þjálfari nýliða Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni, húðskammaði leikmenn sína í viðtali við staðarblöð eftir helgina.

Hoffenheim hefur verið sannkallað öskubuskuævintýri í vetur og var í efsta sæti þegar vetrarhlé var gert á deildinni.

Eftir áramót hefur liðið hinsvegar stigið aftur til jarðar og steinlá 4-1 á heimavelli fyrir Leverkusen á föstudaginn.

"Leikmenn mínir eru búnir að vera lesa um það hvað þeir séu æðislegir í blöðunum síðustu vikur og mánuði. Komið hefur verið fram við þá eins og poppstjörnur, þeir hafa verið myndaðir eins og fyrirsætur og skyndilega eru töskur unnusta þeirra farnar að skipta meira máli en knattspyrnan," sagði þjálfarinn.

"Leikmennirnir verða ða einbeita sér að því að gera það sem gerði liðið svona gott á fyrri helmingi leiktíðarinnar, því ef þeir spila eins og þeir gerðu gegn Leverkusen - eiga þeir ekki skilið að enda á topp fimm," sagði Rangnick.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×