Fótbolti

Bayern fékk á sig tvö mörk í lokin

Franck Ribery og félagar þurftu að sætta sig við jafntefli í dag
Franck Ribery og félagar þurftu að sætta sig við jafntefli í dag NordicPhotos/GettyImages

Útlitið dökknar enn hjá stórliðinu Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni. Lærisveinar Jurgen Klinsmann máttu gera sér að góðu 3-3 jafntefli á heimavelli gegn Bochum í dag eftir að hafa verið yfir 3-1 þegar sex mínútur voru til leiksloka.

Bayern er nú í neðri helmingi deildarinnar og ljóst að pressan eykst á Klinsmann þjálfara sem hefur verið gagnrýndur harðlega. Bayern hefur hlotið aðeins níu stig úr fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni og situr í 10. sætinu.

Hinum toppliðunum í Þýskalandi gekk ekki sérlega vel í dag heldur. Bremen steinlá 4-1 úti gegn Stuttgart og Leverkusen tapaði 1-0 heima fyrir Hertha Berlin.

Hoffenheim situr á toppi deildarinnar með 13 stig eftir 2-1 sigur á Frankfurt, en Stuttgart er í öðru sæti með sama stigafjölda en lakari markatölu.

Hamburg er einnig með 13 stig en getur skotist á toppinn með sigri á Cottbus á morgun.

Úrslitin í dag:

Leverkusen 0-1 Hertha Berlin

Bayern 3-3 Bochum

Gladbach 1-2 Köln

Hoffenheim 2-1 Frankfurt

Stuttgart 4-1 Bremen 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×