Viðskipti innlent

Vísitölur á uppleið eftir vaxtalækkun

Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Seðlabanki landsins hefur komið til móts við niðursveiflu síðustu daga með lækkun vaxta.
Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Seðlabanki landsins hefur komið til móts við niðursveiflu síðustu daga með lækkun vaxta. Mynd/AP

Gengi hlutabréfa á alþjóðamörkuðum rauk upp skömmu eftir að seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði óvænt millibanka til að koma til móts við niðursveiflu á hlutabréfamörkuðum í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um tæp tvö prósent í morgun en tók stökkið eftir hádegi og nemur dagshækkunin nú 4,14 prósent. Vísitalan stendur í 7.885 stigum.

Þá hækkaði C20-vísitalan í Kaupmannahöfn um þrjú prósent, FTSE-vísitalan í Bretlandi um 2,37 prósent, þýska Dax-vísitalan um tæp 1,4 prósent og Cac-430 vísitalan í Frakkklandi um tæp tvö prósent.

Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hefur verið á talsverðu flugi í dag. Gengi bréfa í Landsbankanum leiddu hækkunina eftir hádegi en gengi bréfa í bankanum hækkaði til skamms tíma um tæp 6,7 prósent. Gengi bréfa í Existu fygldi fast á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×