Viðskipti innlent

Exista leiðir hækkanir í Kauphöllinni

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör. Gengi bréfa í félögum sem þeir bræður eiga stóra hluti í hefur hækkað í Kauphöllinni í dag. Þar af hækkaði gengi Existu um 2,91 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör. Gengi bréfa í félögum sem þeir bræður eiga stóra hluti í hefur hækkað í Kauphöllinni í dag. Þar af hækkaði gengi Existu um 2,91 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins.

Exista leiðir hækkanir á gengi bréfa í Kauphöllinni í dag eftir talsverðar lækkanir síðustu dags. Úrvalsvísitalan hækkaði um rúm 1,5 prósent við opnun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag en þetta er í samræmi þróunina á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag, sem þó hafa sveiflast beggja vegna núllsins.

Vísitalan stóð í 7.695 stigum nokkrum mínútum eftir opnun Kauphallarinnar. Hún lækkaði hins vegar um 3,84 prósent, sem er fimmta mesta lækkunin í Kauphöllinni á einum degi.

Skömmu eftir opnun viðskipta í dag hafði gengi bréfa í Exista hækkað um 2,91 prósent. Bréf í Kaupþingi fylgdu fast á eftir.

Þetta er nokkur viðsnúningur á gengi Exista en bréf félagsins féllu um rúm 8,2 prósent í gær. Á sama tíma féll gengi bréfa í Kaupþingi um rúm 3,9 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×