Viðskipti innlent

Minni hagnaður hjá skaðatryggingafélögunum

Hagnaður innlendu skaðatryggingafélaganna nam rúmum 19,5 milljörðum króna á síðasta árið samanborið við 20,2 milljarða árið á undan. Langstærstur hluti hagnaðar félaganna kemur úr fjármálarekstri en hagnaður af honum lækkar um níu milljarða á milli ára. Hagnaður af lögboðnum tryggingum skiluðu einum milljarði í vasa félaganna en 720 milljóna tap var á frjálsum ökutækjatryggingum.

Að sögn Fjármálaeftirlitsins (FME) er um 85 prósent af hagnaði félaganna tilkominn úr fjármálarekstri. FME segir afkomu félaganna hafa batnað umtalsvert í fyrra og stafi það meðal annars af hækkun iðgjalda.

FME segir helstu greinar skaðatrygginga hafa skilað hagnaði á síðasta ári að slysa- og sjúkratryggingum undanskildum. Það er viðsnúningur frá árinu á undan þegar flestar greinar voru reknar með tapi.

Iðgjöld greininni hafa hækkað og eru nú rekin með 314 milljóna króna hagnaði. Lögboðnar ökutækjatryggingar skiluðu eins milljarðs króna hagnaði en frjálsar ökutækjatryggingar voru reknar með 720 milljóna króna tapi.

Eignir skaðatryggingafélaganna nema 156 milljörðum króna en þær námu 128 milljörðum árið 2005, samkvæmt tölum FME.

Fjármálaráðuneytið birtir á vefsíðu sinni töflur ásamt skýringum með sundurliðum vátryggingagreina og ársreikninga íslenskra vátryggingafélaga fyrir síðasta ár sem styðjast við tölulegar upplýsingar frá vátryggingafélögunum.

Vefsíða FME





Fleiri fréttir

Sjá meira


×