Viðskipti innlent

Eik í Kauphöllina

Markaðsvirði Eik banka er um sextíu milljarðar króna miðað við síðustu kauphallarviðskipti.
Markaðsvirði Eik banka er um sextíu milljarðar króna miðað við síðustu kauphallarviðskipti. GVA

Hinn færeyski Eik banki var í morgun frumskráður í kauphallirnar á Íslandi og í Danmörku. Skráningin fór fram í Þórshöfn við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni.

Eik Banki er annar færeyski bankinn sem skráður er í Kauphöll Íslands á árinu, en Föroya Bank var skráður á markað að loknu almennu hlutafjárútboði fyrir rúmum tveimur vikum. Alls eru nú þrjú færeysk félög í kauphöllinni, en olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum reið á vaðið í fyrrasumar.

Viðskipti í Eik banka fóru nokkuð fjörlega af stað í morgun. Útboðsgengi bréfa í félaginu var 575 danskar krónur, en um hádegisbil var verð bréfanna rúmlega 700 krónur. Samkvæmt því er markaðsvirði bankans rúmlega sextíu milljarðar íslenskra króna.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×