Viðskipti innlent

Spá 45 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar

Kaupþing.
Kaupþing. Mynd/GVA

Greiningardeild Kaupþings spáir því að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækki um allt að 45 prósent á árinu öllu og standi á bilinu 9.000 til 9.500 stigum við árslok. Greiningardeildin bendir á að gengi vísitölunnar hafi hækkað mikið í sögulegu samhengi það sem af sé árs en reiknar með að hægi á hækkunum það sem eftir lifi ársins.

Greiningardeildin hefur gefið út nýtt rit um þróun og horfur á innlendum hlutabréfamarkaði.

Þar er bent á að talsverðar sveiflur hafi verið á markaðnum frá áramótum og veki athygli að skammtímasveiflur á erlendum mörkuðum virðist gæta í auknum mæli hérlendis.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 29,5 prósent á fyrri helmingi ársins og hefur hækkunin haldið áfram inn í þriðja ársfjórðung.

Þá kemur fram í ritinu, að deildin telji líkur á að gengi bréfa í Marel, Icelandair Group og stoðtækjafyrirtækinu Össur muni hækka mest á næstu þremur mánuðum.

Ritið má lesa í heild sinni hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×