Viðskipti innlent

Stjórnin mælir með tilboði Novator

Stjórn Actavis segir nýtt yfirtökutilboð Novator í félagið áhugavert fyrir hluthafa og mælir með því. Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan gerði óháð mat á tilboðinu að beiðni stjórnarinnar og komst bankinn að þeirri niðurstöðu að nýtt tilboð Novator væri sanngjarnt og ráðlagði stjórninni að mæla með því.

Haft er eftir Sindra Sindrasyni, stjórnarmanni í Actavis, að allt frá því tilboð Novator var fyrst lagt fyrir hluthafa hafi stjórn félagsins lagt mikla áherslu á að standa faglega að mati sínu. „Við höfum eytt talsverðum tíma undanfarnar vikur í skoðun á tilboðinu og átt í viðræðum við Novator, sem ég tel að hafi skilað góðum árangri. Talsverð hækkun er frá fyrra

tilboði Novators og teljum við jákvætt fyrir hluthafa að fá hugsanlega

viðbótargreiðslu ef Actavis verður selt á hærra verði á næstu 12 mánuðum. Þá er niðurstaða okkar í fullu samræmi við mat JP Morgan," segir hann.

Tilboð Novators nú hljóðar upp á 1,075 evrur á hlut í reiðufé og boðið hluthöfum í A flokki. Það er 19,6 prósentu hærra en gengi bréfa Actavis daginn áður en Novator tilkynnti um tilboð sitt formlega í byrjun mánaðar. Þá er tilboðið 10,6 prósentum hærra en fyrra tilboð Novator, sem hljóðaði upp á 0,98 evrur á hlut.

Mat stjórnar Actavis á tilboði Novator






Fleiri fréttir

Sjá meira


×