Viðskipti innlent

Bréf Actavis í 90 krónum á hlut

Gengi hlutabréfa í Actavis hækkaði um 6,26 prósent í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag þegar kauptilboð í bréfin upp á 90 krónur á hlut. Þetta er um sex krónum hærra en yfirtökutilboð Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, hljóðar upp á.

Gengið lækkaði skömmu síðar og stendur nú í 86,5 krónum á hlut. Það jafngildir því að gengi bréfa í Actavis hafi hækkað um 2,13 prósent það sem af er dags. 

Novator lagði yfirtökutilboðið fram í síðasta mánuði upp á 0,98 evrur, um 84 krónur, á hlut.

Stjórn Actavis sagði hins vegar á föstudag að það endurspeglaði ekki virði félagsins og framtíðarmöguleika þess. Hafi stærstu hluthafar félagsins ekki tekið ákvörðun um hvort þeir ætli að selja sín bréf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×