Viðskipti innlent

Veltan í Kauphöllinni nam 350 milljörðum

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Heildarvelta í Kauphöll Íslands í nýliðnum mánuði nam 350 milljörðum króna og nemur heildarvelta ársins nú 1.329 milljörðum. Þetta er þriggja prósenta aukning frá sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Hlutabréfavelta jókst um 18 prósent á milli ára en velta á skuldabréfamarkaði dróst saman.

Hlutabréfavelta það sem af er árs er 822 milljörðum króna, sem er 18 prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Velta á skuldabréfamarkaði á tímabilinu nemur 495 milljörðum króna en það er samdráttur upp á 15 prósent borið saman við fyrsta ársfjórðung síðasta árs.

Markaðsvirði skráðra hlutabréfa nam 3.037 milljörðum króna og  skuldabréfa 1.253 milljörðum í lok marsmánaðar. Þá hefur Úrvalsvísitalan hækkaði um 16,9 prósent á fyrsta ársfjórðungi, að sögn Kauphallarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×