Viðskipti innlent

Atorka eykur við sig í Romag

Atorka Group hefur bætt við hlut sinn í Romag, leiðandi framleiðanda á sérhæfðum glerlausnum sem nýta birtu til rafmagnsframleiðslu og framleiðir auk þess skotheld öryggisgler fyrir byggingar og farartæki. Atorka á eftir kaupin 16 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. Kaupverð viðbótarhlutarins er um 235 milljónir króna en heildar markaðverðmæti eignarhlutar Atorku nemur tæpum 2 milljörðum króna.

Kaupin voru fjármögnuð með handbæru fé.

Velta Romag, sem skráð er á AIM-hliðarmarkaðinn í Lundúnum í Bretlandi, á þessum lausnum jókst um 300 prósent á síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×