Innlent

Fangelsuð fyrir að reyna að smygla fíkniefnum inn á Litla-Hraun

MYND/Stefán

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag konu í tveggja mánaða fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum inn á Litla-Hraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna sama dag. Konan reyndi í haust að smygla hassi í leggöngum sínum inn í fangelsið en fíkniefnahundur varð efnanna var.

Á leið sinni vestur Eyrarbakkaveg var hún svo stöðvuð og reyndist hún þá óhæf til að stjórna bíl sínum þar sem hún var meðal annars undir áhrifum amfetamíns. Þar fann lögreglan jafnframt lítilræði af amfetamíni í fórum hennar. Konan játaði brot sín fyrir dómi en hún hafði margoft áður hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot og hegningar- og umferðarlagabrot. Með tilliti til þess dæmdi héraðsdómur hana í tveggja mánaða fangelsi auk þess að svipta hana ökurétti ævilangt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×