Ungur og hæfileikaríkur hönnuður 21. júlí 2007 00:30 Það eru ekki allir fimmtán ára krakkar sem geta státað af því að hafa haldið heila tískusýningu en það mun Særós Mist Hrannarsdóttir gera í dag. Sýningin fer fram í Hinu húsinu og opnar húsið klukkan tvö. „Ég hef verið að hanna og sauma tuttugu og eitt fatasett fyrir konur. Ég er ekkert menntuð en er bara að leika mér og finnst þetta ótrúlega gaman. Fötin eru mjög mismunandi, sum í prinsessustíl en önnur meira fáguð. Ég er svolítið fyrir svona rómantískan stíl," segir Særós Mist sem hefur verið búsett í Danmörku og útskrifaðist nýlega úr dönskum grunnskóla. „Í haust mun ég svo fara í einskonar Lýðháskóla og læra hönnun. Það verður gott að taka pásu frá hinu venjulega skólaumhverfi og ég hlakka mjög til að læra það sem ég hef áhuga á," segir Særós sem segist ekki ennþá eiga sér neinn uppáhalds tískuhönnuð. „Ég er svolítið hrifin af íslenskri hönnun núna, til dæmis Nakta apanum. Ég er þó lítið fyrir að fylgja einhverjum tískureglum og hef alltaf lagt áherslu á að skapa minn eigin stíl, alveg frá því ég var lítil."særós mist hrannarsdóttir Þessi unga dama hefur hannað tuttuguogeinn alklæðnað fyrir konur og sýnir þá í Hinu Húsinu í dag.Fréttablaðið/VilhelmÞað er greinilega kraftur í þessari hæfileikaríku ungu dömu en sýnishorn af fötum hennar má sjá á hönnunarsíðu hennar www.myspace.com/saeros_design. Fötin verða sett í almenna sölu að sýningunni lokinni í versluninni Fígúru á Skólavörðustíg. Sýningin fer fram í kjallara Hins hússins, förðunarfyrirtækið Make Up Store sér um förðun á fyrirsætunum og eru að sjálfsögðu allir velkomnir. Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Það eru ekki allir fimmtán ára krakkar sem geta státað af því að hafa haldið heila tískusýningu en það mun Særós Mist Hrannarsdóttir gera í dag. Sýningin fer fram í Hinu húsinu og opnar húsið klukkan tvö. „Ég hef verið að hanna og sauma tuttugu og eitt fatasett fyrir konur. Ég er ekkert menntuð en er bara að leika mér og finnst þetta ótrúlega gaman. Fötin eru mjög mismunandi, sum í prinsessustíl en önnur meira fáguð. Ég er svolítið fyrir svona rómantískan stíl," segir Særós Mist sem hefur verið búsett í Danmörku og útskrifaðist nýlega úr dönskum grunnskóla. „Í haust mun ég svo fara í einskonar Lýðháskóla og læra hönnun. Það verður gott að taka pásu frá hinu venjulega skólaumhverfi og ég hlakka mjög til að læra það sem ég hef áhuga á," segir Særós sem segist ekki ennþá eiga sér neinn uppáhalds tískuhönnuð. „Ég er svolítið hrifin af íslenskri hönnun núna, til dæmis Nakta apanum. Ég er þó lítið fyrir að fylgja einhverjum tískureglum og hef alltaf lagt áherslu á að skapa minn eigin stíl, alveg frá því ég var lítil."særós mist hrannarsdóttir Þessi unga dama hefur hannað tuttuguogeinn alklæðnað fyrir konur og sýnir þá í Hinu Húsinu í dag.Fréttablaðið/VilhelmÞað er greinilega kraftur í þessari hæfileikaríku ungu dömu en sýnishorn af fötum hennar má sjá á hönnunarsíðu hennar www.myspace.com/saeros_design. Fötin verða sett í almenna sölu að sýningunni lokinni í versluninni Fígúru á Skólavörðustíg. Sýningin fer fram í kjallara Hins hússins, förðunarfyrirtækið Make Up Store sér um förðun á fyrirsætunum og eru að sjálfsögðu allir velkomnir.
Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira