Sameining ólíkleg á Suðurlandi 6. október 2005 00:01 Ellefu þúsund manna sveitarfélag getur orðið til á Suðurlandi ef sex sveitarfélög í Ölfusi og Flóa ákveða að sameinast. Líkurnar á sameiningu eru þó taldar litlar. Kosið verður um sameiningu 62 sveitarfélaga í sextán á laugardaginn. Skiptar skoðanir eru um sameiningu í Ölfusi og Flóa og líkurnar á því að sameiningin verði samþykkt á laugardaginn virðast vera litlar. Þar verður kosið um sameiningu sex sveitarfélaga í eitt en þau eru Árborg, Hveragerði, Ölfus, Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur. Búist er við góðri kosningaþátttöku í sveitunum. Valdimar Guðjónsson, oddviti Gaulverjabæjarhrepps, vill ekki gefa upp hvort hann ætli að merkja við já eða nei í kjörklefanum en segist vera farinn að linast í andstöðu sinni við sameiningu. Hann bendir á að stjórnsýslan verði fjarlægari ef af sameiningunni verði og íbúar í Gaulverjabæjarhreppi séu sumir hverjir smeykir um það að missa ákveðið vald og lýðræði meðal fólksins. Kostina segir hann hugsanlega vera skilvirkari stjórnsýsla en í Gaulverjabæjarhreppi, eins og nágrannahreppunum tveimur, sinnir oddvitinn líka starfi sveitarstjóra, en hvort tveggja er hlutastarf. Aðspurður hvort hann sé hræddur um sitt starf segist Valdimar ekki hafa áhyggjur af því. Hann sé bara feginn að íbúarnir fái að segja sína skoðun á málinu. Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, segir sameiningartillöguna spennandi og hagkvæma. Hann hefur reynslu af sameiningu þar sem Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakki sameinuðust árið 1998. Einar segir það hafa gengið hægt framan af en núna sé óhætt að segja að allt virki ljómandi vel. Menn séu komnir yfir erfiðleikana. Erfileikana segir hann hafa verið mest tæknilega eins og með bókhaldskerfi og aðgang að upplýsingum en þeir hafi líka verið tilfinningalegir. Kostirnir með sameiningunni séu fyrst og fremst þeir að um verði að ræða stærri einingu sem hafi möguleika á að sinna þeirri þjónustu sem lög mæli fyrir að sveitarfélög sinni. Orri Hlöðversson, bæjarstjóri Hveragerðis, er hlynntur sameingu og sér fáa galla við hana. Íbúar þurfi að láta tilfinningar víkja fyrir rökhyggjunni. Hann segir að með sameiningunni gefist tækifæri til að búa til eitt öflugt sveitarfélag á mesta vaxtarsvæði á Íslandi sem geti tekið til sín verkefni og haft þann slag- og drifkraft til að skapa fyrirmyndarsamfélag á næstu áratugum. Orri segir litlar breytingar verða á daglegu lífi fólks við sameiningu en þetta snúist um að gera öfluga stjórnsýslueiningu. Með sameiningunni yrði sveitarfélagið það fimmta stærsta á landinu með um 11 þúsund íbúa. Aðspurður hvort hann óttist um starfið sitt segist Orri ekki leyfa sér að hugsa um málið út frá hans eigin hagsmunum. Íbúar í Gaulverjabæjarhreppi, Villingaholtshreppi og Hraungerðishreppi virðast margir vera á móti sameiningu, eins og íbúar minni sveitarfélaga virðast gjarna vera. Hluti íbúa þar getur þó hugsað sér að sameinast innbyrðis, enda hafa þeir sameiginlega rekið skóla í Villingaholti síðastliðið ár. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Ellefu þúsund manna sveitarfélag getur orðið til á Suðurlandi ef sex sveitarfélög í Ölfusi og Flóa ákveða að sameinast. Líkurnar á sameiningu eru þó taldar litlar. Kosið verður um sameiningu 62 sveitarfélaga í sextán á laugardaginn. Skiptar skoðanir eru um sameiningu í Ölfusi og Flóa og líkurnar á því að sameiningin verði samþykkt á laugardaginn virðast vera litlar. Þar verður kosið um sameiningu sex sveitarfélaga í eitt en þau eru Árborg, Hveragerði, Ölfus, Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur. Búist er við góðri kosningaþátttöku í sveitunum. Valdimar Guðjónsson, oddviti Gaulverjabæjarhrepps, vill ekki gefa upp hvort hann ætli að merkja við já eða nei í kjörklefanum en segist vera farinn að linast í andstöðu sinni við sameiningu. Hann bendir á að stjórnsýslan verði fjarlægari ef af sameiningunni verði og íbúar í Gaulverjabæjarhreppi séu sumir hverjir smeykir um það að missa ákveðið vald og lýðræði meðal fólksins. Kostina segir hann hugsanlega vera skilvirkari stjórnsýsla en í Gaulverjabæjarhreppi, eins og nágrannahreppunum tveimur, sinnir oddvitinn líka starfi sveitarstjóra, en hvort tveggja er hlutastarf. Aðspurður hvort hann sé hræddur um sitt starf segist Valdimar ekki hafa áhyggjur af því. Hann sé bara feginn að íbúarnir fái að segja sína skoðun á málinu. Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, segir sameiningartillöguna spennandi og hagkvæma. Hann hefur reynslu af sameiningu þar sem Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakki sameinuðust árið 1998. Einar segir það hafa gengið hægt framan af en núna sé óhætt að segja að allt virki ljómandi vel. Menn séu komnir yfir erfiðleikana. Erfileikana segir hann hafa verið mest tæknilega eins og með bókhaldskerfi og aðgang að upplýsingum en þeir hafi líka verið tilfinningalegir. Kostirnir með sameiningunni séu fyrst og fremst þeir að um verði að ræða stærri einingu sem hafi möguleika á að sinna þeirri þjónustu sem lög mæli fyrir að sveitarfélög sinni. Orri Hlöðversson, bæjarstjóri Hveragerðis, er hlynntur sameingu og sér fáa galla við hana. Íbúar þurfi að láta tilfinningar víkja fyrir rökhyggjunni. Hann segir að með sameiningunni gefist tækifæri til að búa til eitt öflugt sveitarfélag á mesta vaxtarsvæði á Íslandi sem geti tekið til sín verkefni og haft þann slag- og drifkraft til að skapa fyrirmyndarsamfélag á næstu áratugum. Orri segir litlar breytingar verða á daglegu lífi fólks við sameiningu en þetta snúist um að gera öfluga stjórnsýslueiningu. Með sameiningunni yrði sveitarfélagið það fimmta stærsta á landinu með um 11 þúsund íbúa. Aðspurður hvort hann óttist um starfið sitt segist Orri ekki leyfa sér að hugsa um málið út frá hans eigin hagsmunum. Íbúar í Gaulverjabæjarhreppi, Villingaholtshreppi og Hraungerðishreppi virðast margir vera á móti sameiningu, eins og íbúar minni sveitarfélaga virðast gjarna vera. Hluti íbúa þar getur þó hugsað sér að sameinast innbyrðis, enda hafa þeir sameiginlega rekið skóla í Villingaholti síðastliðið ár.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira