Lífið

Vorlegt efni af bestu gerð

Hið nýja tölublað tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn er um eitthundrað síður að stærð. Meðal efnis er einlægt viðtal við frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrrum forseta, þar sem hún segir frá upplifun sinni varðandi skógrækt og landgræðslu. Heilsað er uppá Unni í Kínaklúbbnum í litla bústaðnum hennar sem er að sjálfsögðu undir sterkum kínverskum áhrifum. Heilsað er upp á fólk í flestum landshlutum og í umfjöllun um alþýðlega veðurfræði í blaðinu segir að ef lóan syngur "fú,fí" viti það á votvirði en ef hún syngur "dirrin, dirrin", sé von á þurrviðri. Svo leggið við hlustirnar og treystið lóunni"!





Fleiri fréttir

Sjá meira


×