Sennilega gömul sál 18. nóvember 2004 00:01 Hanna María er ein ástsælasta og önnum kafnasta leikkona landsins. Hún fer nú um stundir með hlutverk í sýningum Borgarleikhússins á Héra Hérasyni, Chicago og Línu langsokk auk þess sem hún er að æfa í Híbýli vindanna sem sett verður upp í janúar. Það má því með sanni segja að hún hafi í mörg horn að líta en eitt fellur henni þó sýnu best. "Í einu horninu í stofunni minni eru þrír gamlir stólar, enskar eðalmublur, sem voru á leiðinni á haugana þegar ég fann þá og bjargaði þeim. Þeir komu upphaflega af einhverju hóteli í Englandi, en höfðu víða farið og voru afskaplega illa farnir þegar þeir komust í mínar hendur. Það var vond lykt af þeim, sætin voru bara holur og útskurðurinn sást varla. En ég sá hvað í þeim bjó og lét gera þá upp. Það tók marga fagmenn langan tíma að koma þeim í það ástand sem þeir eru í núna og það var rándýrt. en ég sé ekki eftir því þar sem þeir eru stofustássið mitt í dag. Ég hef alltaf verið hrifin af gömlum húsum, gömlum mublum og gömlu fólki, ætli ég sé ekki bara gömul sál?" segir Hanna María. Það má segja að stólarnir ensku eigi henni líf að launa og þeir launa það með því að vera fallegir í sínu horni þegar hún kemur heim eftir langan dag í leikhúsinu. Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hanna María er ein ástsælasta og önnum kafnasta leikkona landsins. Hún fer nú um stundir með hlutverk í sýningum Borgarleikhússins á Héra Hérasyni, Chicago og Línu langsokk auk þess sem hún er að æfa í Híbýli vindanna sem sett verður upp í janúar. Það má því með sanni segja að hún hafi í mörg horn að líta en eitt fellur henni þó sýnu best. "Í einu horninu í stofunni minni eru þrír gamlir stólar, enskar eðalmublur, sem voru á leiðinni á haugana þegar ég fann þá og bjargaði þeim. Þeir komu upphaflega af einhverju hóteli í Englandi, en höfðu víða farið og voru afskaplega illa farnir þegar þeir komust í mínar hendur. Það var vond lykt af þeim, sætin voru bara holur og útskurðurinn sást varla. En ég sá hvað í þeim bjó og lét gera þá upp. Það tók marga fagmenn langan tíma að koma þeim í það ástand sem þeir eru í núna og það var rándýrt. en ég sé ekki eftir því þar sem þeir eru stofustássið mitt í dag. Ég hef alltaf verið hrifin af gömlum húsum, gömlum mublum og gömlu fólki, ætli ég sé ekki bara gömul sál?" segir Hanna María. Það má segja að stólarnir ensku eigi henni líf að launa og þeir launa það með því að vera fallegir í sínu horni þegar hún kemur heim eftir langan dag í leikhúsinu.
Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira