Lögreglumál

Fréttamynd

Sundköppum vísað frá affallinu stórhættulega

Lögreglan á Suðurnesjum fylgdi í gærkvöldi fjórum sundköppum frá útfallinu við Reykjanesvirkjun þar sem þeir voru að baða sig. Stórhættulegt getur verið að baða sig í útfallinu, líkt og komið hefur fram í fréttum.

Innlent
Fréttamynd

Grunuðum barnaníðingi sleppt úr haldi

Landsréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tveimur börnum. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á gæsluvarðhald en Landsréttur taldi skilyrði ekki uppfyllt.

Innlent
Fréttamynd

Leiða má líkum að því að kviknað hafi í út frá rafmagni

Mikill eldur kom upp í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka, sem staðsettar eru í Ölfusi, í nótt. Í fyrstu var ekki ljóst hvort starfsmenn væru í búðunum þegar eldurinn kom upp en til allrar mildi reyndist svo ekki vera. Slökkvistarf tók langan tíma en ferja þurfti allt vatn á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Skaut hjól­reiða­mann í rassinn með loft­byssu

Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var á áttunda tímanum í gærkvöldi tilkynnt um farþega í bifreið á ferð í Kópavogi sem skotið hafði úr loftbyssu „í sitjanda á reiðhjólamanni“, líkt og það er orðað í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Leit að skipverjanum hætt í dag

Leit að skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði á mánudag er lokið í dag. Þetta staðfestir Hinrik Ingólfsson, formaður björgunarsveitarinnar Vopna, í samtali við Vísi.

Innlent