Stj.mál

Fréttamynd

Ráðherralisti Angelu Merkel

Gömul brýni og harðir nýliðar skipa hópinn sem Angela Merkel, kanslaraefni þýskra íhaldsmanna, kynnti í gær. Hún gerir sér vonir um að sannfæra landa sína um að tímabært sé að skipta um karlinn í brúnni. Hópurinn sem Merkel kynnti í gær er ekki beint skuggaráðuneyti en gefur mynd af því hverjir það eru sem hún hyggst kalla til starfa í hugsanlegri ríkisstjórn, og um leið hvaða stefnu á að fylgja.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin fram með opinn faðm

Tillaga um að Samfylkingin hefji nú þegar undirbúning að framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar undir eigin merkjum en með opinn faðm verður borin undir fulltrúaráðsfund flokksins í kvöld. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það betri kost heldur en að búa til nýtt kosningabandalag undir merkjum R-listans.

Innlent
Fréttamynd

Allir opnir fyrir samstarfi

Frjálslyndi flokkurinn útilokar ekki samstarf við neina flokka eftir næstu borgarstjórnarkosningar. Sjálfstæðismenn útiloka ekki heldur samstarf við neina flokka að loknum kosningum. Forsvarsmenn Samfylkingar og Framsóknarflokksins í Reykjavík sögðu í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að á næstunni yrði samstarf flokka skoðað svo bjóða megi fram nýjan R-lista.

Innlent
Fréttamynd

Sérframboð hjá Vinstri - grænum

Vinstrihreyfingin - grænt framboð mun bjóða fram lista í eigin nafni fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Það er því ljóst að R-listinn er liðinn undir lok. Á fjölmennum félagsfundi hreyfingarinnar í gærkvöldi hljóðaði tillaga stjórnar upp á að slíta R-listasamstarfinu og var sú tillaga samþykkt með um 70 prósentum atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Berst fyrir fatlaða og íþróttir

"Mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert og er fullur vilja til að starfa þarna," segir Valdimar Leó Friðriksson sem tekur sæti Guðmundar Árna Stefánssonar á Alþingi í haust þegar sá síðarnefndi heldur til Svíþjóðar sem sendiherra Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ganga óbundnir til kosninga

Línurnar eru að skýrast. R-listaflokkarnir bjóða fram hver sinn lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Vinstri grænir eru harðákveðnir þótt minnihluti flokksmanna mögli eilítið á félagsfundi og telji ótímabært að rétta Sjálfstæðisflokknum vopn í hendur með því að hafna frekara R-listasamstarfi á næsta kjörtímabili.</font />

Innlent
Fréttamynd

Jafna réttindi samkynhneigðra

Réttindi samkynhneiðgra til fjölskylduþátttöku verða þau sömu og hjá gagnkynhneigðum miðað við frumvarp sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í haust. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá munu samkynhneigð pör í staðfestri samvist fá rétt til að frumættleiða börn en í dag er samkynhneigðum einstaklingi í staðfestri samvist aðeins heimilt að stjúpættleiða barn maka sína.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla hækkun leikskólagjalda

Stúdentar eru ævareiðir vegna komandi hækkunar leikskólagjalda hjá foreldrum þar sem annað er í námi. Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir vel koma til greina að fólk skrái sig úr námi eða úr sambúð vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Ásgeir hafnaði þingsæti

Ásgeir Friðgeirsson, fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að taka ekki sæti á Alþingi í haust þegar Guðmundur Árni Stefánsson tekur við sendiherraembætti.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla brottvísun mótmælenda

Brottvísun rúmlega 20 mótmælenda gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri Alcoa við Reyðarfjörð var harðlega mótmælt á félagsfundi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem haldinn var í gærkvöldi. Var þess krafist að sérhver einstaklingur, án tillits til skoðana og þjóðernis, nyti þeirra mannréttinda að fá að tjá hug sinn. Þá fordæmdi fundurinn framgöngu dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og Útlendingastofnunar í máli mótmælendanna.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi Sjálfstæðisflokks mest

Í skoðanakönnunn Plússins um hvaða flokk Reykvíkingar hyggist kjósa í komandi borgarstjórnarkosningum kemur í ljós að 37 prósent kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 22 prósent Samfylkinguna, 8 prósent Vinstri - græna og aðeins 3 prósent ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og enn færri, eða 1 prósent, ætla að kjósa Frjálslynda.

Innlent
Fréttamynd

Vilja efla umhverfisvæna tækni

Norrænu ríkin hyggjast efla samvinnu um að styðja þróun og nýtingu umhverfisvænnar tækni segir í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Umhverfisráðherrar Norðurlanda samþykktu þetta á fundi sínum í Ilulissat á Grænlandi í gær. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd.

Innlent
Fréttamynd

Útiloka ekki samstarf í borginni

R-listinn virðist liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Forystumenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í Reykjavík útiloka þó ekki samstarf flokkanna undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Davíð Oddsson syrgir ekki endalok R-listans.

Innlent
Fréttamynd

Samstarf ekki úr sögunni

Eftir fund Reykjavíkurfélags Vinstri grænna í fyrrakvöld eru yfirgnæfandi líkur á að stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík bjóði hver fram sinn lista í borgarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Samkynhneigð pör öðlast sama rétt

Samkynhneigð pör munu njóta nákvæmlega sömu réttinda og gagnkynhneigð, ef frumvarp sem er í smíðum í forsætisráðuneytinu verður samþykkt á þingi í haust. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun og er samstaða um að ganga skuli alla leið og leyfa bæði ættleiðingar samkynhneigðra erlendis frá og tæknifrjóvgun lesbískra para.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð R-listans ræðst í kvöld

Framtíð R-listans ræðst í kvöld á félagsfundi Vinstri - grænna í Reykjavík. Á fimmtudag í síðustu viku var síðasti fundur viðræðunefndar R-listaflokkanna haldinn og málið sent til flokkanna þriggja sem standa að R-listanum. Ekki eru taldar miklar líkur á að félagsfundur Vinstri - grænna samþykki að halda áfram í R-listanum heldur sé vilji til þess að hreyfingin bjóði fram í eigin nafni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir fram í eigin nafni

Vinstri grænir slitu R-listasamstarfinu fyrir nokkrum mínútum þegar þeir samþykktu tillögu stjórnar um að bjóða fram undir eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. 68 félagsmenn greiddu atkvæði með tillögunni, 28 vildu halda R-listasamstarfinu áfram en tveir seðlar voru auðir eða ógildir.

Innlent
Fréttamynd

Blæs á sögusagnir um klofning

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, blæs á sögusagnir um að hreyfingin í Reykjavík sé að klofna.

Innlent
Fréttamynd

Vilja kosningar um álversstækkun

Vinstri - grænir í Hafnarfirði vilja halda íbúakosningar um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík og stefna að því að standa fyrir undirskriftarsöfnun vegna þessa. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi VG í í Hafnarfirði í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnulífið fram yfir þingsæti

Ásgeir Friðgeirsson varaþingmaður tekur störf sín fyrir íslensk fyrirtæki á alþjóðavettvangi fram yfir þingsetu. Hann hefur afþakkað að setjast á þing fyrir Samfylkinguna.

Innlent
Fréttamynd

Vélamiðstöðin seld

Íslenska gámafélagið ehf. hefur keypt Vélamiðstöðina ehf. af Reykjavíkurborg og Orkuveitu Reykjavíkur. Kaupverðið var 735 milljónir króna en auk þess tekur kaupandi yfir skuldir Vélamiðstöðvarinnar og lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Ásgeir valdi atvinnulífið

Ásgeir Friðgeirsson segir af sér varaþingmennsku fyrir Samfylkinguna. Hann kýs heldur að starfa í framvarðasveit íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Samstarf þrátt fyrir sérframboð?

Formaður Samfylkingarinnar óttast að R-listinn sé í dauðateygjunum. Hún telur samt að flokkarnir, sem að honum standa, vilji taka upp samstarf að loknum borgarstjórnarkosningum, þótt þeir bjóði fram sjálfstætt.

Innlent
Fréttamynd

R-lista slitið á átakafundi

Vinstri grænir samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að bjóða fram undir eigin merkjum í næstu borgarstjórnarkosningum. Borgarfulltrúar flokksins voru hvor á sinni skoðun, Árni Þór Sigurðsson vildi framboð í nafni Vinstri grænna en Björk Vilhelmsdóttir vildi halda R-listasamstarfinu áfram.

Innlent
Fréttamynd

Náðu ekki saman um stjórnarskrá

Írökum mistókst að semja texta stjórnarskrár sinnar fyrir 15. ágúst eins og þeir höfðu einsett sér. Þeir ætla að reyna til þrautar að ná samkomulagi fyrir 22. ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Gæði íslenskra háskóla séu misjöfn

Gæði íslenskra háskóla eru misjöfn og eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytisins er svo almenns eðlis að það hefur engar afleiðingar fyrir skólana, segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands. Hann segir niðurstöður rannsókna sinna á gæðavanda háskólastigsins standa þótt menntamálaráðherra sé ósammála honum.

Innlent
Fréttamynd

Óákveðinn varðandi einhleypar

Félagsmálaráðherra segist ekki hafa myndað sér endanlega skoðun á því hvort einhleypar konur eigi að fá að fara í tæknifrjóvgun hérlendis, en það sé eðlilegt að ræða það mál, þar sem einhleypir geti nú ættleitt börn. Hann leggur höfuðáherslu á rétt lesbískra para til að gangast undir slíka meðferð.

Innlent
Fréttamynd

Ásgeir fer ekki á þing

Ásgeir Friðgeirsson mun ekki taka sæti á Alþingi á komandi þingi en hann var í fimmta sæti Samfylkingarinnar í Kraganum svokallaða og átti að leysa Guðmund Árna Stefánsson sem heldur til starfa í utanríkisþjónustunni. Sæti Ásgeirs tekur Valdimar L. Friðriksson.

Innlent
Fréttamynd

Björn tjáir sig um R-listann

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og fyrrverandi borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, gerir R-listann að umfjöllunarefni í pistli á heimasíðu sinni í dag. Björn segir listann hættan að snúast um annað en útdeilingu á völdum, hugmyndafræðilegt inntak hans sé ekkert og stjórn hans á málefnum Reykjavíkurborgar sé sorglegt dæmi um, hvernig fari, þegar hver höndin sé uppi á móti annarri og allir séu með hugann við að skara eld að eigin köku.

Innlent
Fréttamynd

Koma ekki á óvart

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir fréttir af endalokum R-listans síst orðum auknar og ekki koma á óvart. Björn gagnrýnir R-listann harðlega í pistli á heimasíðu sinni.

Innlent