Stj.mál

Fréttamynd

Sölubann og stytt veiðitímabil

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra kynnti í dag reglugerð um fyrirkomulag rjúpnaveiða haustið 2005. Samkvæmt henni verður sölubann á veiðibráð og rjúpnaafurðum og veiðitímabilið verður frá 15. október til 30. nóvember, en fyrir friðun voru veiðar leyfðar til 22. desember.

Innlent
Fréttamynd

R-listinn héldi meirihlutanum

Reykjavíkurlistinn hefði nú stuðning tæplega helmings Reykjavíkurbúa og héldi völdum í borginni, hefðu samstarfsflokkarnir þrír ákveðið að bjóða aftur fram undir hans nafni. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Þakklátur fyrir traust borgarbúa

Flestir Reykvíkingar vilja að Gísli Marteinn Baldursson verði næsti borgarstjóri, samkvæmt nýrri skoðanakönnun <em>Fréttablaðsins</em>. Gísli Marteinn segist þakklátur fyrir að borgarbúar skuli treysta honum fyrir embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Árni Þór vill annað sæti V-lista

Árni Þór Sigurðsson Vinstri grænum, sem skipaði efsta sæti R-listans í síðustu borgarstjórnarkosningum, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti lista Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næst vor.

Innlent
Fréttamynd

Árni gefur kost á sér í 2. sætið

Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn, hyggst gefa kost á sér í annað sætið á lista hreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar á næsta ári. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þegar Davíð lagði Albert

Margir spá því að komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, geti orðið sögulegt. Ekki síst þar sem keppt er um fyrsta sætið í fyrsta skipti frá því árið 1981. Þá sigraði Davíð Oddsson naumlega og varð síðar borgarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Hvatt til hófstilltrar rjúpnaveiði

Rjúpnaveiðitímabilið verður sjö vikur og verða veiðimenn hvattir til hófstilltra veiða. Þá er algjört sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum. Umhverfisráðherra kynnti nýja reglugerð um rjúpnaveiðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri vilja leiða sjálfstæðismenn

Útlit er fyrir að framboð Gísla Marteins Baldurssonar til efsta sætis á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík verði til þess að fleiri sækist eftir því að leiða listann. Guðlaugur Þór Þórðarson verður þó ekki einn þeirra því flest bendir til að hann ætli að hætta sem borgarfulltrúi.

Innlent
Fréttamynd

Helmingur vill sjálfstæðismann

Gísli Marteinn Baldursson er sá sem flestir Reykvíkingar vilja sem borgarstjóra, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Mun færri nefna nafn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. 47 prósent nefna sjálfstæðismann sem borgarstjóra. Mjög fáir nefna einstaklinga innan Framsóknarflokks, Frjálslynda flokksins og Vinstri grænna.

Innlent
Fréttamynd

Karlmenn þurfa að opna augun

Cherie Booth Blair segir að úrræði í barnagæslu sé ástæðan fyrir því að jafnrétti kynjanna er hvað mest á Norðurlöndunum. Mikilvægt sé að ræða jafnréttismál og karlkyns leiðtogar þurfi að opna augun fyrir annari forgangsröðun og þörfum kvenna. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Þakklátur fyrir stuðninginn

"Ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fæ í þessari könnun en maður hlýtur alltaf að spyrja sig hvernig þetta er gagnvart væntanlegum kjósendum Sjálfstæðisflokksins," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leiðtogi Sjálfstæðismanna í borgarstjórn um skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Telur möguleika sína hafa aukist

Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar eftir tvær vikur, og ekki síður vegna stjórnarmyndunar í kjölfarið. Kjell Magne Bondevik segir í viðtali við Stöð 2 að möguleikar sínir til að halda velli sem forsætisráðherra séu að aukast en Jens Stoltenberg, leiðtogi jafnaðarmanna, hefur þótt líklegur til að velta honum úr sessi.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast sjálfstæðis Svarfaðardals

Hópur íbúa í hinum gamla Svarfaðardalshreppi hefur sent öllum þingmönnum bréf þar sem krafist er sambandsslita við hið sameinaða byggðarlag, Dalvíkurbyggð. Íbúarnir eru óánægðir með þá ákvörðun bæjarstjórnar að loka Húsabakkaskóla frá 1. mars síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Voðalega glaður

"Ég segi fyrir mig að ég er voðalega glaður með þessa niðurstöðu en ég ætla ekki að gefa neitt út um aðra," segir Stefán Jón Hafstein um niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að hann er annar á lista þeirra sem Reykvíkingar vilja helst fá sem borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Flestir vilja Gísla Martein

Flestir Reykvíkingar vilja Gísla Martein Baldursson sem næsta borgarstjóra samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Tæpur fjórðungur þeirra sem tóku afstöðu valdi hann.

Innlent
Fréttamynd

Vilji til að mæta óskum LHÍ um lóð

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur lýst yfir vilja til að mæta óskum Listaháskólans um lóð í tengslum við fyrirhugað tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð við Austurhöfnina í Reykjavík. Þetta kemur í bréfi sem rektori Listaháskólans hefur borist frá borgarstjóranum og háskólinn hefur birt.

Innlent
Fréttamynd

Útreið kvenna slæm

"Könnun er gerð á laugardag og sunnudag, þegar áskorendurnir tveir, Gísli Marteinn og Stefán Jón, voru áberandi í fjölmiðlum. Báðir hafa boðið sig fram til forystu og ég sé ástæðu til að óska þeim til hamingju með það. Það eru þó margir óákveðnir og greinilegt að það eru margar konur sem ekki hafa gert upp hug sinn.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn fengju meirihluta

Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta í borginni, eða níu menn kjörna, ef kosið yrði til borgarstjórnar nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndir næðu manni inn í borgarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Konur jafnvel færari en karlar

Konur eru jafn færar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum og hún lítur ekki vel út að mati Booth Blair.

Innlent
Fréttamynd

Stóra verkefnið að sigra í vor

"Ég er þakklátur fyrir þessa könnun og finnst gaman að sjá að fólk hefur trú á mér sérstaklega að því að könnunin var tekin áður en ég lýsti því yfir að ég stefndi á fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins," segir Gísli Marteinn Baldursson.

Innlent
Fréttamynd

Óþarfi sé að fjarlægja aukahluti

Samkvæmt nýrri reglugerð er útfarastjórum gert að finna alla aukahluti sem græddir hafa verið í hinn látna áður en hann er grafinn eða brenndur. Landlæknir hefur óskað eftir breytingum á reglugerðinni. Útfarastjórar hafi ekki menntun til slíkra aðgerða og óþarfi sé í raun að fjarlægja alla aukahluti.

Innlent
Fréttamynd

Staða kvenna í heiminum ekki góð

Konur eru jafnfærar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum. Hún lítur hreint ekki vel út að mati Booth Blair.

Innlent
Fréttamynd

Baráttuhugur í Gísla Marteini

Gísli Marteinn Baldursson ætlar í borgarstjóraslaginn, segist treysta sér í baráttuna og ætlar að berjast eins og ljón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gefur einnig kost á sér í fyrsta sæti listans og má því búast við baráttu innan flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Alfreð um könnun

"Ég hef oft séð það svartara en þetta," segir Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Borgarstjóri fáorður um gagnrýni

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, segist ekki mikið hafa að segja um gagnrýni Össurar Skarphéðinssonar, fyrrum formanns Samfylkingarinnar, á hennar orð í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vilhjálmur um könnun

"Ég er mjög ánægður með þær niðurstöður sem þessi skoðanakönnun sýnir. Við sjálfstæðismenn munum áfram og eftir næstu kosningar sýna borgarbúum að við stöndum undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar. Þó ber ávallt að hafa í huga að skoðanakannanir eru fyrst og fremst vísbendingar en ekki heilagur sannleikur," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Schröder treystir á óákveðna

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, treystir á að óákveðnir kjósendur komi honum til bjargar en miðað við gengi jafnaðarmanna í könnunum eiga þeir litla möguleika í þingkosningum í næsta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Gísli Marteinn í fyrsta sætið

Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi og sjónvarpsmaður, tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í haust. Stuðningsmenn Gísla Marteins boðuðu til fundar í Iðnó í gær þar sem Gísli Marteinn tilkynnti þessa ákvörðun sína.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn fengju 9 fulltrúa

Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist með tæplega 54 prósenta fylgi. Samfylkingin og Vinstri grænir fengju samanlagt sex fulltrúa en Framsóknarflokkurinn fengi ekki mann í borgarstjórn.

Innlent