Stj.mál Kosið um 23 þúsund manna byggð Í sameiningarkosningunum á laugardag taka íbúar við Eyjafjörð afstöðu til þess hvort tímabært sé að sameina öll sveitarfélögin á svæðinu, að undanskildum Grímseyjarhreppi. Þar með yrði til ríflega 23 þúsund manna samfélag við Eyjarfjörð þar sem um 70 prósent íbúanna búa á Akureyri. Innlent 23.10.2005 15:02 Bæjarstjórn Bolungarvíkur klofin Bæjarstjórn Bolungarvíkur er klofin í afstöðu sinni til vegbóta á veginum um Óshlíð. Meirihluti stjórnarinnar lagði fram bókun á fundi bæjarstjórnar í vikunni þar sem ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá því nýverið, um að hefja rannsóknarvinnu vegna jarðganga um Óshlíðarveg, er fagnað. Minnihluti bæjarstjórnar tók ekki undir þessa bókun. Innlent 23.10.2005 15:02 Vonbrigði yfir fjárlagafrumvarpi Miðstjórn ASÍ lýsir yfir vonbrigðum með þá efnahags-, atvinnu- og félagsmálastefnu sem birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í ályktun sem hún sendi frá sér í dag. Innlent 23.10.2005 15:02 Sveitarstjóra verði sagt upp Tillaga um að Ársæli Guðmundssyni, sveitarstjóra Skagafjarðar, verði sagt upp störfum verður lögð fram á sveitarstjórnarfundi á morgun, en það er Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar, sem ber fram tillöguna. Innlent 23.10.2005 15:02 Óviðunandi munur á mati stofnana Lögboðið verðbólgumarkmið Seðlabankans næst ekki fyrr en eftir fjögur ár að mati fjármálaráðuneytisins. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir óviðunandi hve miklu muni á mati Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins á þenslu í hagkerfinu. Innlent 23.10.2005 15:02 Efla á víkingasveitina til muna Víkingasveit Ríkislögreglustjóra fær 112 milljónum króna hærri fjárveitingu á næsta ári en hún fékk í ár samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Ástæðan er að efla á sveitina til muna. Mest fé fer í að fjölga sérsveitarmönnum um níu í Reykjavík og um sex í Keflavík auk þess sem ný bifreið verður keypt fyrir sveitina. Innlent 23.10.2005 15:02 Innmúraðir samráðsbræður Guðjón A Kristjánsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði að svokölluð Baugsmál vektu athygli á þeirri staðreynd að hér á landi virstust vera sérstakar innvígðar klíkur sem með sérstöku samráði væri ætlað að leggja línur um málsmeðferð. Innlent 23.10.2005 15:02 70 milljarðar í tekjuskatt Landsmenn greiða sjötíu milljarða króna í tekjuskatt á næsta ári ef áætlun fjárlagafrumvarpsins gengur eftir og er það litlu meira en gert er ráð fyrir að ríkið fái í tekjuskatt einstaklinga í ár. Þessi takmarkaða aukning skýrist af því að tekjuskattur einstaklinga lækkar um eitt prósent um áramót. Innlent 23.10.2005 15:02 Skulda afsökunarbeiðni "Spurningin er: er hann nógu stór til að biðjast afsökunar," spurði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um Halldór Ásgrímssonar forsætisráðherra þegar hann krafðist þess að forystumenn stjórnarflokkanna bæðu þjóðina afsökunar á að hafa lýst stuðningi við innrásina í Írak. Innlent 23.10.2005 15:02 Hótar sameiningu með lögum? Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Árna Magnússon félagsmálaráðherra hafa hótað þeim, sem ekki samþykktu sameiningu sveitarfélaga í kosningunum nú, að sveitarfélögin verði sameinuð með lögum. Hann segir Árna nær að skoða réttlátari og sanngjarnari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Innlent 23.10.2005 15:02 Vill álit á vistaskiptum þingmanns Framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins hefur óskað eftir rökstuddu áliti umboðsmanns Alþingis á því hvort Gunnar Örn Örlygsson geti tekið þingsæti Frjálslynda flokksins og farið með það í Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 23.10.2005 15:02 Ekki skortur á aðhaldi Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í upphafi stefnuræðu sinnar á Alþingi í gærkvöldi að ný lífskjarakönnun Sameinuðu þjóðanna sýndi að Ísland væri næstbesta landið í heiminum að búa í. Fyrir áratug hefði staðan verið önnur. Hagvöxtur væri meiri hér en í nálægum löndum og atvinnuleysi hvergi minna. Innlent 23.10.2005 15:02 Hvaða stöðugleiki? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í gærkvöldi að smæð íslensks samfélags og návígi væri höfuðorsök fyrir þröngsýni og sundurlyndisfjanda. Innlent 23.10.2005 15:02 Ekki sameinuð með lögum Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir af og frá að hann ætli að sameina sveitarfélög með valdi hafni íbúar þeirra sameiningu í atkvæðagreiðslu um helgina. Hann vísar á bug ásökunum Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar, um að hann sameini sveitarfélög með lögum verði þau ekki sameinuð í íbúakosningum. Innlent 23.10.2005 15:02 Vilja lækka vexti með lögum Lækka á yfirdráttarvexti og dráttarvexti með lögum, segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, á heimasíðu sinni. Hún segir Seðlabanka hafa of rúmt svigrúm til að ákveða háa dráttarvexti og vill breyta lögum þannig að þetta svigrúm minnki auk þess sem hún segir að breyta ætti lögum um vexti og verðtryggingu svo yfirdráttarvextir lækki. Innlent 23.10.2005 15:02 Árni svarar Campbell Árni Matthiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi fjármálaráðherra, hefur svarað frægum ummælum ástralska umhverfisráðherrans, Ian Campbells, sem spurði að því í viðtali við <em>The Daily Telegraph</em> hvort Árni væri fífl. Þetta sagði Ian í tengslum við ummæli Árna á þá leið að Ástralar ættu að leggja fram gögn um aflífunaraðferðir spendýra, eins og kengúra. Innlent 23.10.2005 15:02 Stjórnsýslan verði einfaldari Stjórnsýslan verður að vera einfaldari en hún er nú og meira í takt við tímann, sagði Halldórs Ásgrímsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi rétt í þessu. Hann kynnti sérstakt átak ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og sagði reynt að einfalda regluverkið, minnka skriffinnsku og auka skilvirkni. Innlent 23.10.2005 15:02 Vegið að hagsmunum öryrkja Helgi Hjörvar alþingismaður segir að í nýju fjárlagafrumvarpi sé enn vegið að hagsmunum öryrkja og nú eigi að skerða bensínstyrki hreyfihamlaðra um þrjú hundruð milljónir króna. Hann kveðst furðu lostinn á því að í kjölfar svikanna á samkomulaginu við öryrkja, sem gert var skömmu fyrir kosningarnar 2003, þá skuli menn spara með því að skerða styrk til þessa hóps. Innlent 23.10.2005 15:02 Sameining ólíkleg á Reykjanesi Bæjarstjóri Reykjanessbæjar segir ólíklegt að af sameiningu Reykjanessbæjar, Garðs og Sandgerðis verði, þótt hann telji það einu skynsamlegu lausnina. Innlent 23.10.2005 15:02 Efnahagsstjórnin brást Efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar hefur brugðist og stöðugleikinn sem ríkisstjórnin hrósar sér af á lítt skylt við þann raunveruleika sem Íslendingar upplifa, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Innlent 23.10.2005 15:02 Níu sendiherrar í tíð Davíðs Fjórtán sendiherrar hafa verið skipaðir það sem af er kjörtímabilinu, þar af níu í rúmlega eins árs utanríkisráðherratíð Davíðs Oddssonar. Innlent 23.10.2005 15:02 Skrifar umboðsmanni bréf Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Frjálslynda flokksins, hefur ritað umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hún fer þess á leit að hann svari spurningum sem varða brotthvarf Gunnars Arnar Örlygssonar úr Frjálslynda flokknum og yfir til Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn vetur. Innlent 23.10.2005 15:02 Hægir á umsvifum 2007 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á alþingi í gærkvöldi að uppbygging stóriðju hefði öðru fremur leitt efnahagssveiflu undanfarið og að sama yrði upp á teningnum á næsta ári. En að óbreyttu væri hins vegar útlit fyrir að eftir það hægði verulega á umsvifum í efnahagslífinu. Innlent 23.10.2005 15:02 Stöðugleikinn í uppnámi Þingflokkur Samfylkingarinnar dregur upp dökka mynd af efnhagsstjórn landsins í fréttatilkynningu sem send var út í tenglsum við framlagningu fjárlaga í gær. Stöðugleikinn er sagður í uppnámi, launabil að aukast auk þess sem verðbólguspár geri ráð fyrir hækkandi verðbólgu. Innlent 23.10.2005 15:02 Eigum Davíð mikið að þakka "Þjóðin á honum mikið að þakka," sagði Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, um Davíð Oddsson í þingræðu í kvöld. Í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra gerði Geir upp valdatíð Davíðs og sagði Ísland öflugra og betra en nokkru sinni fyrr við endalok stjórnmálaferils hans. Innlent 23.10.2005 15:02 Útflutningsgreinar brunarústir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra harðlega og sagði að ekki örlaði á því að ríkisstjórnin tæki aðvaranir Seðlabankans og annarra sérfræðinga alvarlega. Ríkisstjórnin væri að því leyti í fullkominni afneitun. Innlent 23.10.2005 15:02 Enginn bensínstyrkur öryrkja Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að spara 720 milljónir með því að fella niður bensínstyrk til örykja. Formaður Sjálfsbjargar segir vera að draga úr greiðslu til þeirra fatlaðra sem eru á vinnumarkaði, eina ferðina enn. Innlent 23.10.2005 15:02 Dýrkeyptur aumingjaskapur Það er aumingjaskapur af hálfu stjórnvalda að hafa ekki hækkað lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga, segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í pistli á heimasíðu sinni. Hann segir þetta hafa reynst dýrkeypt þar sem þetta hamli flutningi verkefna frá ríkinu til stórra og öflugra sveitarfélaga.</font /> Innlent 23.10.2005 15:02 Bensínstyrkur sleginn af 720 milljóna króna bensínstyrkir til hreyfihamlaðra hafa verið slegnir af samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær. Þetta jafngildir átta þúsund krónum á mánuði fyrir sjö þúsund heimili í landinu. Innlent 23.10.2005 15:02 Afskipti lykilmanna umhugsunarverð Valgerður Sverrisdóttir segir að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi tengst aðdraganda Baugsmálsins. Ummæli Styrmis Gunnarssonar um skattayfirvöld hafi ekki komið á óvart því hann aðhyllist pólitísk afskipti af eftirlitsstofnunum. Innlent 23.10.2005 15:02 « ‹ 65 66 67 68 69 70 71 72 73 … 187 ›
Kosið um 23 þúsund manna byggð Í sameiningarkosningunum á laugardag taka íbúar við Eyjafjörð afstöðu til þess hvort tímabært sé að sameina öll sveitarfélögin á svæðinu, að undanskildum Grímseyjarhreppi. Þar með yrði til ríflega 23 þúsund manna samfélag við Eyjarfjörð þar sem um 70 prósent íbúanna búa á Akureyri. Innlent 23.10.2005 15:02
Bæjarstjórn Bolungarvíkur klofin Bæjarstjórn Bolungarvíkur er klofin í afstöðu sinni til vegbóta á veginum um Óshlíð. Meirihluti stjórnarinnar lagði fram bókun á fundi bæjarstjórnar í vikunni þar sem ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá því nýverið, um að hefja rannsóknarvinnu vegna jarðganga um Óshlíðarveg, er fagnað. Minnihluti bæjarstjórnar tók ekki undir þessa bókun. Innlent 23.10.2005 15:02
Vonbrigði yfir fjárlagafrumvarpi Miðstjórn ASÍ lýsir yfir vonbrigðum með þá efnahags-, atvinnu- og félagsmálastefnu sem birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í ályktun sem hún sendi frá sér í dag. Innlent 23.10.2005 15:02
Sveitarstjóra verði sagt upp Tillaga um að Ársæli Guðmundssyni, sveitarstjóra Skagafjarðar, verði sagt upp störfum verður lögð fram á sveitarstjórnarfundi á morgun, en það er Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar, sem ber fram tillöguna. Innlent 23.10.2005 15:02
Óviðunandi munur á mati stofnana Lögboðið verðbólgumarkmið Seðlabankans næst ekki fyrr en eftir fjögur ár að mati fjármálaráðuneytisins. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir óviðunandi hve miklu muni á mati Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins á þenslu í hagkerfinu. Innlent 23.10.2005 15:02
Efla á víkingasveitina til muna Víkingasveit Ríkislögreglustjóra fær 112 milljónum króna hærri fjárveitingu á næsta ári en hún fékk í ár samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Ástæðan er að efla á sveitina til muna. Mest fé fer í að fjölga sérsveitarmönnum um níu í Reykjavík og um sex í Keflavík auk þess sem ný bifreið verður keypt fyrir sveitina. Innlent 23.10.2005 15:02
Innmúraðir samráðsbræður Guðjón A Kristjánsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði að svokölluð Baugsmál vektu athygli á þeirri staðreynd að hér á landi virstust vera sérstakar innvígðar klíkur sem með sérstöku samráði væri ætlað að leggja línur um málsmeðferð. Innlent 23.10.2005 15:02
70 milljarðar í tekjuskatt Landsmenn greiða sjötíu milljarða króna í tekjuskatt á næsta ári ef áætlun fjárlagafrumvarpsins gengur eftir og er það litlu meira en gert er ráð fyrir að ríkið fái í tekjuskatt einstaklinga í ár. Þessi takmarkaða aukning skýrist af því að tekjuskattur einstaklinga lækkar um eitt prósent um áramót. Innlent 23.10.2005 15:02
Skulda afsökunarbeiðni "Spurningin er: er hann nógu stór til að biðjast afsökunar," spurði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um Halldór Ásgrímssonar forsætisráðherra þegar hann krafðist þess að forystumenn stjórnarflokkanna bæðu þjóðina afsökunar á að hafa lýst stuðningi við innrásina í Írak. Innlent 23.10.2005 15:02
Hótar sameiningu með lögum? Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Árna Magnússon félagsmálaráðherra hafa hótað þeim, sem ekki samþykktu sameiningu sveitarfélaga í kosningunum nú, að sveitarfélögin verði sameinuð með lögum. Hann segir Árna nær að skoða réttlátari og sanngjarnari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Innlent 23.10.2005 15:02
Vill álit á vistaskiptum þingmanns Framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins hefur óskað eftir rökstuddu áliti umboðsmanns Alþingis á því hvort Gunnar Örn Örlygsson geti tekið þingsæti Frjálslynda flokksins og farið með það í Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 23.10.2005 15:02
Ekki skortur á aðhaldi Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í upphafi stefnuræðu sinnar á Alþingi í gærkvöldi að ný lífskjarakönnun Sameinuðu þjóðanna sýndi að Ísland væri næstbesta landið í heiminum að búa í. Fyrir áratug hefði staðan verið önnur. Hagvöxtur væri meiri hér en í nálægum löndum og atvinnuleysi hvergi minna. Innlent 23.10.2005 15:02
Hvaða stöðugleiki? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í gærkvöldi að smæð íslensks samfélags og návígi væri höfuðorsök fyrir þröngsýni og sundurlyndisfjanda. Innlent 23.10.2005 15:02
Ekki sameinuð með lögum Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir af og frá að hann ætli að sameina sveitarfélög með valdi hafni íbúar þeirra sameiningu í atkvæðagreiðslu um helgina. Hann vísar á bug ásökunum Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar, um að hann sameini sveitarfélög með lögum verði þau ekki sameinuð í íbúakosningum. Innlent 23.10.2005 15:02
Vilja lækka vexti með lögum Lækka á yfirdráttarvexti og dráttarvexti með lögum, segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, á heimasíðu sinni. Hún segir Seðlabanka hafa of rúmt svigrúm til að ákveða háa dráttarvexti og vill breyta lögum þannig að þetta svigrúm minnki auk þess sem hún segir að breyta ætti lögum um vexti og verðtryggingu svo yfirdráttarvextir lækki. Innlent 23.10.2005 15:02
Árni svarar Campbell Árni Matthiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi fjármálaráðherra, hefur svarað frægum ummælum ástralska umhverfisráðherrans, Ian Campbells, sem spurði að því í viðtali við <em>The Daily Telegraph</em> hvort Árni væri fífl. Þetta sagði Ian í tengslum við ummæli Árna á þá leið að Ástralar ættu að leggja fram gögn um aflífunaraðferðir spendýra, eins og kengúra. Innlent 23.10.2005 15:02
Stjórnsýslan verði einfaldari Stjórnsýslan verður að vera einfaldari en hún er nú og meira í takt við tímann, sagði Halldórs Ásgrímsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi rétt í þessu. Hann kynnti sérstakt átak ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og sagði reynt að einfalda regluverkið, minnka skriffinnsku og auka skilvirkni. Innlent 23.10.2005 15:02
Vegið að hagsmunum öryrkja Helgi Hjörvar alþingismaður segir að í nýju fjárlagafrumvarpi sé enn vegið að hagsmunum öryrkja og nú eigi að skerða bensínstyrki hreyfihamlaðra um þrjú hundruð milljónir króna. Hann kveðst furðu lostinn á því að í kjölfar svikanna á samkomulaginu við öryrkja, sem gert var skömmu fyrir kosningarnar 2003, þá skuli menn spara með því að skerða styrk til þessa hóps. Innlent 23.10.2005 15:02
Sameining ólíkleg á Reykjanesi Bæjarstjóri Reykjanessbæjar segir ólíklegt að af sameiningu Reykjanessbæjar, Garðs og Sandgerðis verði, þótt hann telji það einu skynsamlegu lausnina. Innlent 23.10.2005 15:02
Efnahagsstjórnin brást Efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar hefur brugðist og stöðugleikinn sem ríkisstjórnin hrósar sér af á lítt skylt við þann raunveruleika sem Íslendingar upplifa, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Innlent 23.10.2005 15:02
Níu sendiherrar í tíð Davíðs Fjórtán sendiherrar hafa verið skipaðir það sem af er kjörtímabilinu, þar af níu í rúmlega eins árs utanríkisráðherratíð Davíðs Oddssonar. Innlent 23.10.2005 15:02
Skrifar umboðsmanni bréf Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Frjálslynda flokksins, hefur ritað umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hún fer þess á leit að hann svari spurningum sem varða brotthvarf Gunnars Arnar Örlygssonar úr Frjálslynda flokknum og yfir til Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn vetur. Innlent 23.10.2005 15:02
Hægir á umsvifum 2007 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á alþingi í gærkvöldi að uppbygging stóriðju hefði öðru fremur leitt efnahagssveiflu undanfarið og að sama yrði upp á teningnum á næsta ári. En að óbreyttu væri hins vegar útlit fyrir að eftir það hægði verulega á umsvifum í efnahagslífinu. Innlent 23.10.2005 15:02
Stöðugleikinn í uppnámi Þingflokkur Samfylkingarinnar dregur upp dökka mynd af efnhagsstjórn landsins í fréttatilkynningu sem send var út í tenglsum við framlagningu fjárlaga í gær. Stöðugleikinn er sagður í uppnámi, launabil að aukast auk þess sem verðbólguspár geri ráð fyrir hækkandi verðbólgu. Innlent 23.10.2005 15:02
Eigum Davíð mikið að þakka "Þjóðin á honum mikið að þakka," sagði Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, um Davíð Oddsson í þingræðu í kvöld. Í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra gerði Geir upp valdatíð Davíðs og sagði Ísland öflugra og betra en nokkru sinni fyrr við endalok stjórnmálaferils hans. Innlent 23.10.2005 15:02
Útflutningsgreinar brunarústir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra harðlega og sagði að ekki örlaði á því að ríkisstjórnin tæki aðvaranir Seðlabankans og annarra sérfræðinga alvarlega. Ríkisstjórnin væri að því leyti í fullkominni afneitun. Innlent 23.10.2005 15:02
Enginn bensínstyrkur öryrkja Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að spara 720 milljónir með því að fella niður bensínstyrk til örykja. Formaður Sjálfsbjargar segir vera að draga úr greiðslu til þeirra fatlaðra sem eru á vinnumarkaði, eina ferðina enn. Innlent 23.10.2005 15:02
Dýrkeyptur aumingjaskapur Það er aumingjaskapur af hálfu stjórnvalda að hafa ekki hækkað lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga, segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í pistli á heimasíðu sinni. Hann segir þetta hafa reynst dýrkeypt þar sem þetta hamli flutningi verkefna frá ríkinu til stórra og öflugra sveitarfélaga.</font /> Innlent 23.10.2005 15:02
Bensínstyrkur sleginn af 720 milljóna króna bensínstyrkir til hreyfihamlaðra hafa verið slegnir af samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær. Þetta jafngildir átta þúsund krónum á mánuði fyrir sjö þúsund heimili í landinu. Innlent 23.10.2005 15:02
Afskipti lykilmanna umhugsunarverð Valgerður Sverrisdóttir segir að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi tengst aðdraganda Baugsmálsins. Ummæli Styrmis Gunnarssonar um skattayfirvöld hafi ekki komið á óvart því hann aðhyllist pólitísk afskipti af eftirlitsstofnunum. Innlent 23.10.2005 15:02