Stj.mál Þorgerður fékk 62,3% atkvæða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var rétt í þessu kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún fékk 728 atkvæði eða 62,3% greiddra atkvæða en mótframbjóðandi hennar, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hlaut 424 atkvæði eða 36,3% greiddra atkvæða. Tíu aðrir sjálfstæðismenn fengu samtals 16 atkvæði. Innlent 23.10.2005 15:05 Býst við að taka ákvörðun Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki sjá neitt annað í spilunum en að hann taki ákvörðun um nýjan saksóknara sem taka á við þeim 32 ákæruatriðum í Baugsmálinu sem Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá fyrir helgi. Þetta sagði ráðherrann í Silfri Egils á Stöð 2 fyrr í dag. Innlent 23.10.2005 15:05 Barátta um varaformannsembætti Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll, sem staðið hefur síðan á fimmtudag, lýkur um miðjan dag í dag. Geir H. Haarde utanríkisráðherra tekur við sem formaður flokksins af Davíð Oddssyni en Geir er sá eini sem hefur boðið sig fram til starfans. Þá verður kosið um eftirmann Geirs í embætti varaformanns flokksins klukkan þrjú í dag, en þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri hafa þegar gefið kost á sér. Innlent 23.10.2005 15:04 Sjálfstæði fjölmiðla verði tryggt Landsfundur Sjálfstæðisflokksins skorar á Alþingi að setja lög sem tryggja sjálfstæði íslenskra fjölmiðla með hagsmuni samfélagsins af heiðarlegri og vandaðri fjölmiðlun að leiðarljósi. Þetta kemur fram í ályktun nefndar um menningarmál sem samþykkt var á fundinum í dag. Innlent 23.10.2005 15:05 Frumvarp kosti 650 milljónir Gróft mat frá Fjársýslu ríkisins segir að eftirlaunafrumvarpið umdeilda kosti 650 milljónir króna, eða 50 prósentum meira en haldið var fram á þingi. Innlent 23.10.2005 15:04 Þorgerður kjörin varaformaður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var rétt í þessu kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 23.10.2005 15:05 Geir vill selja Landsvirkjun Geir H. Haarde, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að selja Landsvirkjun eftir nokkur ár. Hann segir einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa losað um mikið fé og stuðlað að jöfnuði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar orðið berir að miklum fordómum að hans mati. Innlent 23.10.2005 15:04 Vilja úttekt á flutningi flugs Samgöngunefnd landsfundar Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til að gerð verði flugtæknileg, fjárhagsleg, öryggisleg og hagsmunaleg úttekt á því að hvort færa eigi miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni og byggja upp flugvöll á stórhöfuðborgarsvæðinu, sem sátt gæti náðst um á landsvísu. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi nefndarinnar í dag. Innlent 23.10.2005 15:04 Framsókn minnst í borginni Framsóknarflokkurinn mælist minnstur allra flokka í borginni samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, en aðeins 2,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja hann. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur fylgis tæplega 46 prósenta en Samfylkingin er með næstmest fylgi, eða 30,8 prósent. Vinstri - grænir fengju 14,8 prósent ef kosið yrði nú en frjálslyndir 3,9 prósent. Innlent 23.10.2005 15:04 Lýsir eftir baráttuanda Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann. Innlent 23.10.2005 15:04 Atburðir kalla á fjölmiðlalög Í fyrirspurnartíma á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær vísaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra til þverpólítískrar samstöðu sem náðs hefur í fjölmiðlanefnd á hennar vegum. Innlent 23.10.2005 15:04 Lóðaverð hækkar um fimmtíu prósent Lóðaverð í Hafnarfirði hækkar um fimmtíu prósent með nýjum úthlutunarreglum og skilmálum sem samþykktir voru í bæjarstjórn á þriðjudaginn. Bæjarstjórinn segir helstu ástæðuna vera brask þeirra sem hafa fengið úthlutað lóðum langt undir markaðsverði. Hafnfirðingar ganga ekki lengur fyrir um lóðir. Innlent 23.10.2005 15:04 Fleiri vilja Vilhjálm í forystu Rúm 62 prósent þeirra sem spurðir voru í skoðanakönnun IMG Gallups og tóku afstöðu vilja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiði lista Sjálfstæðsiflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Þá vilja tæp 38 prósent að Gísli Marteinn Baldursson geri það. Mjórra var á mununum þegar aðeins sjálfstæðismenn voru spurðir en þar vildu 53 prósent Vilhjálm og 47 prósent Gísla Martein. Innlent 23.10.2005 15:04 Hækka skatt þegar þeir sjá hann Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi félagshyggju í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kvað talsmenn hennar vilja skattahækkanir. Innlent 23.10.2005 15:04 Viðræður í næstu viku Viðræðum um framtíð bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður fram haldið í Washington í næstu viku. Innlent 23.10.2005 15:04 Segir eftirlaunafrumvarpið dýrara Umdeilt eftirlaunafrumvarp alþingis sem samþykkt var naumlega á þingi fyrir tveimur árum jók lífeyrrisskuldbindingu ríkisins um 650 milljónir á árinu 2004. Þetta segir Helgi Hjörvar alþingismaður á heimasíðu sinni í dag. Hann segir kostnaðinn orðinn miklu mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir. Innlent 23.10.2005 15:04 Eggert sækist eftir 7. sæti Eggert Páll Ólason, héraðsdómslögmaður og formaður samtakanna Vinir einkabílsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor. Innlent 23.10.2005 15:04 Vilja banna kanínur í fuglaeyjum Frjálslyndi flokkurinn ætlar að leggja fram þingmál þar sem gert verður ráð fyrir að lagt verði bann við kanínum í öllum fuglaeyjum umhverfis landið. Þetta kemur fram á heimasíðu Magnúar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns flokksins, þar sem hann vísar meðal annars í skýrslu um kanínupláguna í Heimaey. Þar segir að kanínurnar nagi rætur og grafi út lundaholur sem auki hættu á uppblæstri og jarðvegseyðingu. Innlent 23.10.2005 15:04 Formaður kjörinn einróma Ingólfur Sveinsson var einróma kjörinn formaður Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður á aðalfundi félagsins á fimmtudagskvöld. Sigrún Jónsdóttir, fyrrum formaður félagsins, hafði ákveðið að gefa ekki kost á sér að þessu sinni. Innlent 23.10.2005 15:04 Engin kona forstjóri skráðu félagi Engin kona er forstjóri í skráðu fyrirtæki í Kauphöll Íslands og konur eru aðeins sjö komma fjögur prósent stjórnarmanna. Nefnd, sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði, hefur kynnt tillögur um hvernig fjölga megi konum í stjórnum fyrirtækja. Innlent 23.10.2005 15:04 Útilokaði nánast Samfylkinguna Davíð Oddsson fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins gerði það eitt af sínum síðustu verkum sem formaður, í setningaræðu sinni á landsfundinum í gær, að nánast útiloka stjórnarmyndun með Samfylkingunni, þegar þar að kemur. Innlent 23.10.2005 15:04 Vísar „samsæriskenningum“ á bug Í kvöld verður aðalfundur í Framsóknarfélagi Reykjavíkurkjördæmis suður og búist er við átökum um kjör í stjórn. Talið er að Björn Ingi Hrafnsson reyni að styrkja stöðu sína innan félagsins á fundinum og reyni að koma sínu fólki að í stjórn. Innlent 23.10.2005 15:04 Liðssöfnuður suðurnesjamanna Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum safna nú liði á Landsfundi Sjálfstæðismanna í þeim tilgangi að fá umdeildum drögum að ályktun um innanlandsflug hnekkt. Í þeim er gert ráð fyrir því að verði innalandsflugið fært úr Vatnsmýrinni þá verði það ekki fært til Keflavíkur. Innlent 23.10.2005 15:04 Vilja iðgjöld í heilbrigðiskerfinu Um 1.200 manns eiga seturétt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag og stendur í fjóra daga. Davíð Oddsson flytur setningarræðu á sjötta tímanum og verður það í síðasta sinn sem hann gegnir þessu hlutverki en eftirmaður hans á formannsstóli verður kjörinn á sunnudag. Innlent 23.10.2005 15:04 Barist um völdin hjá Framsókn Búist er við átökum á aðalfundi Framsóknarfélagsins í syðra kjördæmi Reykjavíkur í kvöld. Rúmlega hundrað nýir félagsmenn hafa bæst í félagið fá mánaðamótum að því er Fréttablaðið greinir frá í dag og munu flestir þeirra stuðningsmenn Björn Inga Hrafnssonar, varaþingmanns og aðstoðarmanns forsætisráðherra. Innlent 23.10.2005 15:03 Síðasta Landsfundarræða Davíðs Davíð Oddsson er þessa stundina að ávarpa flokksmenn sína í síðasta sinn á landsfundi í sæti formanns. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur í dag í Laugardalshöll líkt og fyrir 14 árum þegar Davíð var kosinn formaður flokksins og varð í kjölfarið forsætisráðherra. Innlent 23.10.2005 15:04 Bolli vill fimmta sætið Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sækist eftir fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor. Innlent 23.10.2005 15:03 Vilja tvo nýja framhaldsskóla Þingmenn vilja setja á fót tvo nýja framhaldsskóla. Níu af tíu þingmönnum Norðausturkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð, þar vilja þeir að boðið verði upp á nám til stúdentsprófs auk þess sem skólinn sérhæfi sig í sjávarútvegsmenntun. Innlent 23.10.2005 15:03 Alltaf gaman að mæta Ólafur G. Einarsson fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins segir alltaf gaman að hitta gamla félaga á landsþingi Sjálfstæðisflokksins. Bæði hann og Guðmundur H. Garðarsson, fyrrum þingmaður, ætla að tala fyrir bættum kjörum aldraðra. Innlent 23.10.2005 15:04 Erfitt bú mætti Sjálfstæðismönnum Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hófst í Laugardalshöllinn í kvöld. Fjölmenni er á fundinum eins og venja er en vel á annað þúsund manns hvaðan af á landinu er á fundinum. Dagskráin hófst á því að Sinfoníuhljómsveit Íslands tók nokkur lög og svo hófst setningarræða Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins Innlent 23.10.2005 16:58 « ‹ 61 62 63 64 65 66 67 68 69 … 187 ›
Þorgerður fékk 62,3% atkvæða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var rétt í þessu kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún fékk 728 atkvæði eða 62,3% greiddra atkvæða en mótframbjóðandi hennar, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hlaut 424 atkvæði eða 36,3% greiddra atkvæða. Tíu aðrir sjálfstæðismenn fengu samtals 16 atkvæði. Innlent 23.10.2005 15:05
Býst við að taka ákvörðun Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki sjá neitt annað í spilunum en að hann taki ákvörðun um nýjan saksóknara sem taka á við þeim 32 ákæruatriðum í Baugsmálinu sem Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá fyrir helgi. Þetta sagði ráðherrann í Silfri Egils á Stöð 2 fyrr í dag. Innlent 23.10.2005 15:05
Barátta um varaformannsembætti Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll, sem staðið hefur síðan á fimmtudag, lýkur um miðjan dag í dag. Geir H. Haarde utanríkisráðherra tekur við sem formaður flokksins af Davíð Oddssyni en Geir er sá eini sem hefur boðið sig fram til starfans. Þá verður kosið um eftirmann Geirs í embætti varaformanns flokksins klukkan þrjú í dag, en þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri hafa þegar gefið kost á sér. Innlent 23.10.2005 15:04
Sjálfstæði fjölmiðla verði tryggt Landsfundur Sjálfstæðisflokksins skorar á Alþingi að setja lög sem tryggja sjálfstæði íslenskra fjölmiðla með hagsmuni samfélagsins af heiðarlegri og vandaðri fjölmiðlun að leiðarljósi. Þetta kemur fram í ályktun nefndar um menningarmál sem samþykkt var á fundinum í dag. Innlent 23.10.2005 15:05
Frumvarp kosti 650 milljónir Gróft mat frá Fjársýslu ríkisins segir að eftirlaunafrumvarpið umdeilda kosti 650 milljónir króna, eða 50 prósentum meira en haldið var fram á þingi. Innlent 23.10.2005 15:04
Þorgerður kjörin varaformaður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var rétt í þessu kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 23.10.2005 15:05
Geir vill selja Landsvirkjun Geir H. Haarde, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að selja Landsvirkjun eftir nokkur ár. Hann segir einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa losað um mikið fé og stuðlað að jöfnuði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar orðið berir að miklum fordómum að hans mati. Innlent 23.10.2005 15:04
Vilja úttekt á flutningi flugs Samgöngunefnd landsfundar Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til að gerð verði flugtæknileg, fjárhagsleg, öryggisleg og hagsmunaleg úttekt á því að hvort færa eigi miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni og byggja upp flugvöll á stórhöfuðborgarsvæðinu, sem sátt gæti náðst um á landsvísu. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi nefndarinnar í dag. Innlent 23.10.2005 15:04
Framsókn minnst í borginni Framsóknarflokkurinn mælist minnstur allra flokka í borginni samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, en aðeins 2,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja hann. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur fylgis tæplega 46 prósenta en Samfylkingin er með næstmest fylgi, eða 30,8 prósent. Vinstri - grænir fengju 14,8 prósent ef kosið yrði nú en frjálslyndir 3,9 prósent. Innlent 23.10.2005 15:04
Lýsir eftir baráttuanda Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann. Innlent 23.10.2005 15:04
Atburðir kalla á fjölmiðlalög Í fyrirspurnartíma á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær vísaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra til þverpólítískrar samstöðu sem náðs hefur í fjölmiðlanefnd á hennar vegum. Innlent 23.10.2005 15:04
Lóðaverð hækkar um fimmtíu prósent Lóðaverð í Hafnarfirði hækkar um fimmtíu prósent með nýjum úthlutunarreglum og skilmálum sem samþykktir voru í bæjarstjórn á þriðjudaginn. Bæjarstjórinn segir helstu ástæðuna vera brask þeirra sem hafa fengið úthlutað lóðum langt undir markaðsverði. Hafnfirðingar ganga ekki lengur fyrir um lóðir. Innlent 23.10.2005 15:04
Fleiri vilja Vilhjálm í forystu Rúm 62 prósent þeirra sem spurðir voru í skoðanakönnun IMG Gallups og tóku afstöðu vilja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiði lista Sjálfstæðsiflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Þá vilja tæp 38 prósent að Gísli Marteinn Baldursson geri það. Mjórra var á mununum þegar aðeins sjálfstæðismenn voru spurðir en þar vildu 53 prósent Vilhjálm og 47 prósent Gísla Martein. Innlent 23.10.2005 15:04
Hækka skatt þegar þeir sjá hann Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi félagshyggju í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kvað talsmenn hennar vilja skattahækkanir. Innlent 23.10.2005 15:04
Viðræður í næstu viku Viðræðum um framtíð bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður fram haldið í Washington í næstu viku. Innlent 23.10.2005 15:04
Segir eftirlaunafrumvarpið dýrara Umdeilt eftirlaunafrumvarp alþingis sem samþykkt var naumlega á þingi fyrir tveimur árum jók lífeyrrisskuldbindingu ríkisins um 650 milljónir á árinu 2004. Þetta segir Helgi Hjörvar alþingismaður á heimasíðu sinni í dag. Hann segir kostnaðinn orðinn miklu mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir. Innlent 23.10.2005 15:04
Eggert sækist eftir 7. sæti Eggert Páll Ólason, héraðsdómslögmaður og formaður samtakanna Vinir einkabílsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor. Innlent 23.10.2005 15:04
Vilja banna kanínur í fuglaeyjum Frjálslyndi flokkurinn ætlar að leggja fram þingmál þar sem gert verður ráð fyrir að lagt verði bann við kanínum í öllum fuglaeyjum umhverfis landið. Þetta kemur fram á heimasíðu Magnúar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns flokksins, þar sem hann vísar meðal annars í skýrslu um kanínupláguna í Heimaey. Þar segir að kanínurnar nagi rætur og grafi út lundaholur sem auki hættu á uppblæstri og jarðvegseyðingu. Innlent 23.10.2005 15:04
Formaður kjörinn einróma Ingólfur Sveinsson var einróma kjörinn formaður Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður á aðalfundi félagsins á fimmtudagskvöld. Sigrún Jónsdóttir, fyrrum formaður félagsins, hafði ákveðið að gefa ekki kost á sér að þessu sinni. Innlent 23.10.2005 15:04
Engin kona forstjóri skráðu félagi Engin kona er forstjóri í skráðu fyrirtæki í Kauphöll Íslands og konur eru aðeins sjö komma fjögur prósent stjórnarmanna. Nefnd, sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði, hefur kynnt tillögur um hvernig fjölga megi konum í stjórnum fyrirtækja. Innlent 23.10.2005 15:04
Útilokaði nánast Samfylkinguna Davíð Oddsson fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins gerði það eitt af sínum síðustu verkum sem formaður, í setningaræðu sinni á landsfundinum í gær, að nánast útiloka stjórnarmyndun með Samfylkingunni, þegar þar að kemur. Innlent 23.10.2005 15:04
Vísar „samsæriskenningum“ á bug Í kvöld verður aðalfundur í Framsóknarfélagi Reykjavíkurkjördæmis suður og búist er við átökum um kjör í stjórn. Talið er að Björn Ingi Hrafnsson reyni að styrkja stöðu sína innan félagsins á fundinum og reyni að koma sínu fólki að í stjórn. Innlent 23.10.2005 15:04
Liðssöfnuður suðurnesjamanna Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum safna nú liði á Landsfundi Sjálfstæðismanna í þeim tilgangi að fá umdeildum drögum að ályktun um innanlandsflug hnekkt. Í þeim er gert ráð fyrir því að verði innalandsflugið fært úr Vatnsmýrinni þá verði það ekki fært til Keflavíkur. Innlent 23.10.2005 15:04
Vilja iðgjöld í heilbrigðiskerfinu Um 1.200 manns eiga seturétt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag og stendur í fjóra daga. Davíð Oddsson flytur setningarræðu á sjötta tímanum og verður það í síðasta sinn sem hann gegnir þessu hlutverki en eftirmaður hans á formannsstóli verður kjörinn á sunnudag. Innlent 23.10.2005 15:04
Barist um völdin hjá Framsókn Búist er við átökum á aðalfundi Framsóknarfélagsins í syðra kjördæmi Reykjavíkur í kvöld. Rúmlega hundrað nýir félagsmenn hafa bæst í félagið fá mánaðamótum að því er Fréttablaðið greinir frá í dag og munu flestir þeirra stuðningsmenn Björn Inga Hrafnssonar, varaþingmanns og aðstoðarmanns forsætisráðherra. Innlent 23.10.2005 15:03
Síðasta Landsfundarræða Davíðs Davíð Oddsson er þessa stundina að ávarpa flokksmenn sína í síðasta sinn á landsfundi í sæti formanns. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur í dag í Laugardalshöll líkt og fyrir 14 árum þegar Davíð var kosinn formaður flokksins og varð í kjölfarið forsætisráðherra. Innlent 23.10.2005 15:04
Bolli vill fimmta sætið Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sækist eftir fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor. Innlent 23.10.2005 15:03
Vilja tvo nýja framhaldsskóla Þingmenn vilja setja á fót tvo nýja framhaldsskóla. Níu af tíu þingmönnum Norðausturkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð, þar vilja þeir að boðið verði upp á nám til stúdentsprófs auk þess sem skólinn sérhæfi sig í sjávarútvegsmenntun. Innlent 23.10.2005 15:03
Alltaf gaman að mæta Ólafur G. Einarsson fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins segir alltaf gaman að hitta gamla félaga á landsþingi Sjálfstæðisflokksins. Bæði hann og Guðmundur H. Garðarsson, fyrrum þingmaður, ætla að tala fyrir bættum kjörum aldraðra. Innlent 23.10.2005 15:04
Erfitt bú mætti Sjálfstæðismönnum Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hófst í Laugardalshöllinn í kvöld. Fjölmenni er á fundinum eins og venja er en vel á annað þúsund manns hvaðan af á landinu er á fundinum. Dagskráin hófst á því að Sinfoníuhljómsveit Íslands tók nokkur lög og svo hófst setningarræða Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins Innlent 23.10.2005 16:58