Stj.mál Bæjarstjórar í fyrstu sætum Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri hlaut yfirburðakosningu í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Akureyri í gær. Þá hlaut Guðmundur G. Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi, afgerandi meirihluta atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Álftanesi og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði fékk einnig góða kosningu. Innlent 12.2.2006 10:14 Á áttunda hundrað hafa kosið Um 740 manns höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þegar atkvæðagreiðslu utan kjörfundar lauk klukkan átta. Þar af hafði um helmingur greitt atkvæði í dag. Innlent 10.2.2006 20:49 Ágreiningur um erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi Ágreiningur er á milli sjávarútvegsráðherra og forsætisráðherra um það hvort leyfa eigi útlendingum að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Sjávarútvegsráðherra segir málið ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Innlent 9.2.2006 22:19 Lögum um þagnarskyldu verði breytt ef þurfa þykir Lagaákvæðum um þagnarskyldu heilbrigðisstétta verður breytt ef þau eru ekki nógu skýr varðandi það hvort stéttunum beri að tilkynna lögreglu um lögbrot sjúklinga sinna, sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. Hann telur sjálfur ákvæðin nógu skýr og að læknum beri að tilkynna um lögbrot sjúklinga sinna. Innlent 9.2.2006 15:51 Segja Samfylkinguna hafa stolið vinnu fjölmiðlahóps Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri grænir og Frjálslyndi flokkurinn tóku höndum saman, á Alþingi, í gær, og sökuðu Samfylkinguna um að hafa stolið vinnu fjölmiðlahóps Alþingis. Þingmönnum var heitt í hamsi. Innlent 9.2.2006 10:30 Tókust á í kappræðum í kvöld Skipulagsmálin voru áberandi þegar frambjóðendurnir þrír, sem sækjast eftir að leiða lista Samfylkingarinnar í næstu borgarstjórnarkosningum, tókust á í kappræðum í kvöld. Innlent 8.2.2006 23:44 Vill endurskoða hömlur á fjárfestingum Forsætisráðherra segir að endurskoða verði takmarkanir við fjárfestingum útlendinga hér á landi, meðal annars í sjávarútvegi. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir þetta ekki nýja hugmynd hjá forsætisráðherra en að margt sé brýnna til að bæta stöðu sjávarútvegsins. Innlent 8.2.2006 21:08 Löngu tímabær yfirlýsing Það var tími til kominn segir formaður Samfylkingar um yfirlýsingu forsætisráðherra um að Ísland verði komið í Evrópusambandið árið 2015. Utanríkisráðherra vill ekkert tjá sig um yfirlýsingu forsætisráðherra. Innlent 8.2.2006 16:58 Geir neitar að tjá sig Geir H. Haarde utanríkisráðherra neitar að tjá sig um þá yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að hann telji að Ísland verði orðið aðili að Evrópusambandinu árið 2015. Innlent 8.2.2006 15:32 Heimildir LN til launahækkana nýttar í Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær, þriðjudaginn 7. febrúar, að nýta að fullu þær heimildir til hækkunar launa leikskólakennara og félagsmanna í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar sem tillögur launanefndar frá 28. janúar sl. gera ráð fyrir. Innlent 8.2.2006 14:36 Vilja ekki einhliða styttingu framhaldssskóla Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri mótmælir þeim hugmyndum sem uppi eru um einhliða styttingu framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú til að ná fram styttingu á heildar skólagöngu fyrir stúdentspróf. Þrátt fyrir að ekki sé talað um slíka styttingu í samkomulagi KÍ og menntamálaráðuneytis frá 2. febrúar síðastliðnum virðist báðir aðilar sammála um að hrinda henni í framkvæmd og skuli undirbúningur þessarar styttingar hefjast árið 2007 til að hún geti gengið í gildi árið 2010. Innlent 8.2.2006 13:54 Vilja slíta samstarfinu um Strætó Vinstri-grænir í Reykjavík vilja slíta samstarfinu um rekstur Strætós b.s. og að hvert sveitarfélag um sig sjái um strætisvagnasamgöngur á sínum stað. Vinstri-grænir segja að hugmyndin að baki Strætó hafi verið að efla strætisvagnakerfið en að reynslan af samstarfinu hafi valdið miklum vonbrigðum. Innlent 7.2.2006 17:29 Fleiri framfaraspor stigin Framfaraspor verða áfram stigin í þjónustu og rekstri Reykjavíkurborgar næstu árin, sögðu borgarfulltrúar R-listans í bókun við umræður í borgarstjórn um áætlun borgarinnar næstu þrjú árin. Innlent 7.2.2006 16:55 Vilja fá að taka afstöðu til sölunnar Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn samþykktu á borgarstjórnarfundi í dag að skora á stjórn Landsvirkjunar að bera söluna á Laxárstöð undir eigendur Landsvirkjunar; ríki, borg og Akureyrarbæ. Innlent 7.2.2006 16:43 Ríkið sýknað af bótakröfu Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfu Óla Bjarna Ólasonar útgerðarmanns sem krafðist skaðabóta úr ríkissjóði vegna lagasetningar þar sem sóknardagakerfið var aflagt og kvóti settur á krókabáta. Innlent 7.2.2006 15:39 Marklaus þriggja ára áætlun Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja þriggja ára áætlun meirihlutans í borgarstjórn fyrir árin 2007 til 2009 marklausa og hvetja til þess að hún sé dregin til baka. Fyrri umræða um áætlunina hófst á borgarstjórnarfundi klukkan tvö og hafa Sjálfstæðismenn bókað að hún sýni meiri óskhyggju en raunhæfar áætlanir. Innlent 7.2.2006 15:12 Gestur tilnefndur í 5. sæti á lista Framsóknar? Endanlegur framboðslisti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor hefur ekki verið ákveðinn. Ef allir á listanum verða færðir upp um eitt sæti, er hugsanlegt að Gestur Kr. Gestsson, sem lenti í áttunda sæti í prófkjörinu, verði tilnefndur í fimmta sætið. Innlent 7.2.2006 12:05 Flytji réttleysið ekki milli landa Forystumenn allra launþegasamtaka á Norðurlöndum hafa skorað á norræna þingmenn á Evrópuþinginu að styðja breytingartillögu við þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Þannig megi koma í veg fyrir að réttindaleysi launþega í sumum aðildarríkjum sé í raun flutt með þeim landa á milli segir formaður BSRB. Innlent 6.2.2006 22:06 Sameiningarkosingar í austanverðum Flóa á laugardag Sameiningarkosningar fara fram í þremur sveitarfélögum í austanverðum Flóa á laugardaginn kemur. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur. Innlent 6.2.2006 22:11 Bað Ögmund að gæta orða sinna Til snarpra orðaskipta kom á milli Sólveigar Pétursdóttur, forseta Alþingis, og Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri - grænna, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag eftir að þingforseti bað Ögmund að gæta orða sinna. Innlent 6.2.2006 22:34 Vegið sé að námsmönnum með því að afnema fæðingarstyrk til maka Sérfræðingur í norrænum málum telur vegið að námsmönnum í Danmörku með því að afnema rétt maka námsmanna erlendis til fæðingarstyrks frá Íslandi. Í bæði Noregi og Svíþjóð er heimavinnandi fólki greitt fæðingarorlof. Starfsfólk Tryggingastofnunar fer þvert gegn félagsmálaráðuneytinu með því að benda fólki á að brjóta lögheimilisskilyrði laganna. Innlent 6.2.2006 21:01 Líkur á að íslenskum starfsmönnum Varnarliðsins fækki áfram Líkur eru á því að íslenskum starfsmönnum Varnarliðsins fækki áfram, þó svo samningar náist við Bandaríkjastjórn um varnarsamstarfið. Landhelgisgæslan hefur skoðað aðstöðu á Keflavíkurflugvelli undir starfsemi þyrlubjörgunarsveitarinnar. Innlent 6.2.2006 20:49 Krafist verði frekari undanþágna frá Kyoto-bókuninni Forsætisráðherra segir að núverandi ríkisstjórn muni krefjast frekari undanþágna frá Kyoto-bókuninni til að greiða fyrir uppbyggingu fleiri álvera. Á hvaða ráðherra ríkisstjórnarinnar eiga menn að taka mark varðandi uppbyggingu álvera, spurði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag og benti á að menn töluðu í austur og vestur. Innlent 6.2.2006 20:28 Skipar verkefnisstjórn vegna búsetumála geðfatlaðra Félagsmálaráðherra hefur skipað verkefnisstjórn sem falið er að hafa umsjón með uppbyggingu búsetuúrræða og þjónustu við geðfatlaða í samræmi við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að verja milljarði króna af söluandvirði Símans til verkefnisins. Innlent 6.2.2006 17:29 Náði ekki tilætluðum árangri og hættir því "Ég náði ekki tilætluðum árangri og þess vegna tók ég ákvörðun um að vera ekki með á listanum," segir Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, um ástæðu þess að hún tekur ekki sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Hún bauð sig fram í 1. sæti í prófkjöri flokksins en endaði í 2. sæti. Innlent 6.2.2006 17:21 Kostnaður við mötuneyti um 580 milljónir á ári Samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að kostnaður við matvæli í mötuneytum grunnskóla borgarinnar sé um 410 milljónir króna á ári og annar sérstakur kostnaður vegna mötuneyta sé um 170 milljónir. Kostnaðurinn við mötuneytin er því samtals um 580 milljónir króna. Innlent 6.2.2006 16:00 Rekstur flugvallarins og björgunarsveitirnar undir Yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar og aðkoma að leitar- og björgunarsveit eru helstu atriðin sem samningamenn Íslands leggja fram í viðræðum við Bandaríkjamenn um framtíð varnarliðsins, segir Geir H. Haarde utanríkisráðherra sem átti fund með utanríkismálanefnd á tólfta tímanum. Innlent 3.2.2006 12:08 Vilja lækka skatta á eftirlaun Sex þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skattar á eftirlaun og ellilífeyri verði lækkaðir. Í rökstuðningi við tillöguna segir að eftirlaun og ellilífeyrir séu tvö- og jafnvel þrísköttuð og því sé réttast að lækka skatta á þeim. Innlent 3.2.2006 07:00 Fréttablaðið ekki laust við áreiti eigenda og yfirmanna? Sú staðreynd að ritstjórnarfulltrúi Fréttablaðsins gat birt gagnrýninn leiðara um málsvörn framkvæmdastjóra 365-miðla gerði það að verkum að ég trúði því loks að Fréttablaðið væri laust við áreiti af hálfu eigenda og æðstu yfirmanna fyrirtækisins. Þetta skrifaði fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, nokkurn veginn orðrétt, í pistli á heimasíðu sinni í fyrradag, en um það bil á sama tíma var verið að segja ritstjórnarfulltrúanum upp störfum. Innlent 3.2.2006 02:17 Áfram stefnt að styttingu en hlustað á gagnrýnisraddir Menntamálaráðherra og kennaraforystan ætla að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Áfram er þó stefnt að styttingu náms til stúdentsprófs en menntamálaráðherra segir að tekið verði tillit til þeirra gagnrýnisradda sem fram hafi komið í málinu. Innlent 2.2.2006 17:19 « ‹ 43 44 45 46 47 48 49 50 51 … 187 ›
Bæjarstjórar í fyrstu sætum Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri hlaut yfirburðakosningu í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Akureyri í gær. Þá hlaut Guðmundur G. Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi, afgerandi meirihluta atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Álftanesi og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði fékk einnig góða kosningu. Innlent 12.2.2006 10:14
Á áttunda hundrað hafa kosið Um 740 manns höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þegar atkvæðagreiðslu utan kjörfundar lauk klukkan átta. Þar af hafði um helmingur greitt atkvæði í dag. Innlent 10.2.2006 20:49
Ágreiningur um erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi Ágreiningur er á milli sjávarútvegsráðherra og forsætisráðherra um það hvort leyfa eigi útlendingum að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Sjávarútvegsráðherra segir málið ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Innlent 9.2.2006 22:19
Lögum um þagnarskyldu verði breytt ef þurfa þykir Lagaákvæðum um þagnarskyldu heilbrigðisstétta verður breytt ef þau eru ekki nógu skýr varðandi það hvort stéttunum beri að tilkynna lögreglu um lögbrot sjúklinga sinna, sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. Hann telur sjálfur ákvæðin nógu skýr og að læknum beri að tilkynna um lögbrot sjúklinga sinna. Innlent 9.2.2006 15:51
Segja Samfylkinguna hafa stolið vinnu fjölmiðlahóps Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri grænir og Frjálslyndi flokkurinn tóku höndum saman, á Alþingi, í gær, og sökuðu Samfylkinguna um að hafa stolið vinnu fjölmiðlahóps Alþingis. Þingmönnum var heitt í hamsi. Innlent 9.2.2006 10:30
Tókust á í kappræðum í kvöld Skipulagsmálin voru áberandi þegar frambjóðendurnir þrír, sem sækjast eftir að leiða lista Samfylkingarinnar í næstu borgarstjórnarkosningum, tókust á í kappræðum í kvöld. Innlent 8.2.2006 23:44
Vill endurskoða hömlur á fjárfestingum Forsætisráðherra segir að endurskoða verði takmarkanir við fjárfestingum útlendinga hér á landi, meðal annars í sjávarútvegi. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir þetta ekki nýja hugmynd hjá forsætisráðherra en að margt sé brýnna til að bæta stöðu sjávarútvegsins. Innlent 8.2.2006 21:08
Löngu tímabær yfirlýsing Það var tími til kominn segir formaður Samfylkingar um yfirlýsingu forsætisráðherra um að Ísland verði komið í Evrópusambandið árið 2015. Utanríkisráðherra vill ekkert tjá sig um yfirlýsingu forsætisráðherra. Innlent 8.2.2006 16:58
Geir neitar að tjá sig Geir H. Haarde utanríkisráðherra neitar að tjá sig um þá yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að hann telji að Ísland verði orðið aðili að Evrópusambandinu árið 2015. Innlent 8.2.2006 15:32
Heimildir LN til launahækkana nýttar í Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær, þriðjudaginn 7. febrúar, að nýta að fullu þær heimildir til hækkunar launa leikskólakennara og félagsmanna í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar sem tillögur launanefndar frá 28. janúar sl. gera ráð fyrir. Innlent 8.2.2006 14:36
Vilja ekki einhliða styttingu framhaldssskóla Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri mótmælir þeim hugmyndum sem uppi eru um einhliða styttingu framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú til að ná fram styttingu á heildar skólagöngu fyrir stúdentspróf. Þrátt fyrir að ekki sé talað um slíka styttingu í samkomulagi KÍ og menntamálaráðuneytis frá 2. febrúar síðastliðnum virðist báðir aðilar sammála um að hrinda henni í framkvæmd og skuli undirbúningur þessarar styttingar hefjast árið 2007 til að hún geti gengið í gildi árið 2010. Innlent 8.2.2006 13:54
Vilja slíta samstarfinu um Strætó Vinstri-grænir í Reykjavík vilja slíta samstarfinu um rekstur Strætós b.s. og að hvert sveitarfélag um sig sjái um strætisvagnasamgöngur á sínum stað. Vinstri-grænir segja að hugmyndin að baki Strætó hafi verið að efla strætisvagnakerfið en að reynslan af samstarfinu hafi valdið miklum vonbrigðum. Innlent 7.2.2006 17:29
Fleiri framfaraspor stigin Framfaraspor verða áfram stigin í þjónustu og rekstri Reykjavíkurborgar næstu árin, sögðu borgarfulltrúar R-listans í bókun við umræður í borgarstjórn um áætlun borgarinnar næstu þrjú árin. Innlent 7.2.2006 16:55
Vilja fá að taka afstöðu til sölunnar Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn samþykktu á borgarstjórnarfundi í dag að skora á stjórn Landsvirkjunar að bera söluna á Laxárstöð undir eigendur Landsvirkjunar; ríki, borg og Akureyrarbæ. Innlent 7.2.2006 16:43
Ríkið sýknað af bótakröfu Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfu Óla Bjarna Ólasonar útgerðarmanns sem krafðist skaðabóta úr ríkissjóði vegna lagasetningar þar sem sóknardagakerfið var aflagt og kvóti settur á krókabáta. Innlent 7.2.2006 15:39
Marklaus þriggja ára áætlun Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja þriggja ára áætlun meirihlutans í borgarstjórn fyrir árin 2007 til 2009 marklausa og hvetja til þess að hún sé dregin til baka. Fyrri umræða um áætlunina hófst á borgarstjórnarfundi klukkan tvö og hafa Sjálfstæðismenn bókað að hún sýni meiri óskhyggju en raunhæfar áætlanir. Innlent 7.2.2006 15:12
Gestur tilnefndur í 5. sæti á lista Framsóknar? Endanlegur framboðslisti Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor hefur ekki verið ákveðinn. Ef allir á listanum verða færðir upp um eitt sæti, er hugsanlegt að Gestur Kr. Gestsson, sem lenti í áttunda sæti í prófkjörinu, verði tilnefndur í fimmta sætið. Innlent 7.2.2006 12:05
Flytji réttleysið ekki milli landa Forystumenn allra launþegasamtaka á Norðurlöndum hafa skorað á norræna þingmenn á Evrópuþinginu að styðja breytingartillögu við þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Þannig megi koma í veg fyrir að réttindaleysi launþega í sumum aðildarríkjum sé í raun flutt með þeim landa á milli segir formaður BSRB. Innlent 6.2.2006 22:06
Sameiningarkosingar í austanverðum Flóa á laugardag Sameiningarkosningar fara fram í þremur sveitarfélögum í austanverðum Flóa á laugardaginn kemur. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur. Innlent 6.2.2006 22:11
Bað Ögmund að gæta orða sinna Til snarpra orðaskipta kom á milli Sólveigar Pétursdóttur, forseta Alþingis, og Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri - grænna, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag eftir að þingforseti bað Ögmund að gæta orða sinna. Innlent 6.2.2006 22:34
Vegið sé að námsmönnum með því að afnema fæðingarstyrk til maka Sérfræðingur í norrænum málum telur vegið að námsmönnum í Danmörku með því að afnema rétt maka námsmanna erlendis til fæðingarstyrks frá Íslandi. Í bæði Noregi og Svíþjóð er heimavinnandi fólki greitt fæðingarorlof. Starfsfólk Tryggingastofnunar fer þvert gegn félagsmálaráðuneytinu með því að benda fólki á að brjóta lögheimilisskilyrði laganna. Innlent 6.2.2006 21:01
Líkur á að íslenskum starfsmönnum Varnarliðsins fækki áfram Líkur eru á því að íslenskum starfsmönnum Varnarliðsins fækki áfram, þó svo samningar náist við Bandaríkjastjórn um varnarsamstarfið. Landhelgisgæslan hefur skoðað aðstöðu á Keflavíkurflugvelli undir starfsemi þyrlubjörgunarsveitarinnar. Innlent 6.2.2006 20:49
Krafist verði frekari undanþágna frá Kyoto-bókuninni Forsætisráðherra segir að núverandi ríkisstjórn muni krefjast frekari undanþágna frá Kyoto-bókuninni til að greiða fyrir uppbyggingu fleiri álvera. Á hvaða ráðherra ríkisstjórnarinnar eiga menn að taka mark varðandi uppbyggingu álvera, spurði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag og benti á að menn töluðu í austur og vestur. Innlent 6.2.2006 20:28
Skipar verkefnisstjórn vegna búsetumála geðfatlaðra Félagsmálaráðherra hefur skipað verkefnisstjórn sem falið er að hafa umsjón með uppbyggingu búsetuúrræða og þjónustu við geðfatlaða í samræmi við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að verja milljarði króna af söluandvirði Símans til verkefnisins. Innlent 6.2.2006 17:29
Náði ekki tilætluðum árangri og hættir því "Ég náði ekki tilætluðum árangri og þess vegna tók ég ákvörðun um að vera ekki með á listanum," segir Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, um ástæðu þess að hún tekur ekki sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Hún bauð sig fram í 1. sæti í prófkjöri flokksins en endaði í 2. sæti. Innlent 6.2.2006 17:21
Kostnaður við mötuneyti um 580 milljónir á ári Samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að kostnaður við matvæli í mötuneytum grunnskóla borgarinnar sé um 410 milljónir króna á ári og annar sérstakur kostnaður vegna mötuneyta sé um 170 milljónir. Kostnaðurinn við mötuneytin er því samtals um 580 milljónir króna. Innlent 6.2.2006 16:00
Rekstur flugvallarins og björgunarsveitirnar undir Yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar og aðkoma að leitar- og björgunarsveit eru helstu atriðin sem samningamenn Íslands leggja fram í viðræðum við Bandaríkjamenn um framtíð varnarliðsins, segir Geir H. Haarde utanríkisráðherra sem átti fund með utanríkismálanefnd á tólfta tímanum. Innlent 3.2.2006 12:08
Vilja lækka skatta á eftirlaun Sex þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skattar á eftirlaun og ellilífeyri verði lækkaðir. Í rökstuðningi við tillöguna segir að eftirlaun og ellilífeyrir séu tvö- og jafnvel þrísköttuð og því sé réttast að lækka skatta á þeim. Innlent 3.2.2006 07:00
Fréttablaðið ekki laust við áreiti eigenda og yfirmanna? Sú staðreynd að ritstjórnarfulltrúi Fréttablaðsins gat birt gagnrýninn leiðara um málsvörn framkvæmdastjóra 365-miðla gerði það að verkum að ég trúði því loks að Fréttablaðið væri laust við áreiti af hálfu eigenda og æðstu yfirmanna fyrirtækisins. Þetta skrifaði fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, nokkurn veginn orðrétt, í pistli á heimasíðu sinni í fyrradag, en um það bil á sama tíma var verið að segja ritstjórnarfulltrúanum upp störfum. Innlent 3.2.2006 02:17
Áfram stefnt að styttingu en hlustað á gagnrýnisraddir Menntamálaráðherra og kennaraforystan ætla að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Áfram er þó stefnt að styttingu náms til stúdentsprófs en menntamálaráðherra segir að tekið verði tillit til þeirra gagnrýnisradda sem fram hafi komið í málinu. Innlent 2.2.2006 17:19
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent