Stj.mál Ráðherra telur sig vanhæfan til að skipa hæstarréttardómara Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur sig vanhæfan til að skipa í embætti hæstarréttardómara sem auglýst hefur verið til umsóknar. Þetta kemur fram á heimasíðu ráðherrans. Innlent 22.3.2006 07:35 Ólík afstaða Halldórs og Geirs varðandi uppsögn varnarsamningsins Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir athyglisvert að formenn stjórnarflokkanna hafi ólíka afstöðu til möguleikanna á uppsögn varnarsamningsins við Bandaríkin. Þá segir hann utanríkisráðherra hafa sýnt ótrúlegt fyrirhyggjuleysi um öryggismál á hafi. Innlent 21.3.2006 13:17 Ríkisstörfum hefur fækkað í sumum skattumdæmum Störfum á vegum ríkisins hefur fækkað töluvert í sumum skattumdæmum á síðustu átta árum sem er þvert á áætlanir ríkisstjórnarinnar. Á þetta benti þingmaður Frjálslynda flokksins í umræðum á Alþingi í dag og vildi draga Valgerði Sverrisdóttur ráðherra byggðamála til ábyrgðar. Hún sagði hins vegar málið ekki á sinni könnu. Innlent 20.3.2006 22:51 Engar tillögur borist um varnir landsins Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sagði á fundi í Stapanum í kvöld að engar tillögur hefðu borist um hvað koma ætti í stað Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Í samtali við Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdarstjóra Nató sagði de Hoop Scheffer að nauðsynlegt væri að hafa sama viðbúnað á Íslandi og verið hefur og með skuldbindingum Atlantshafsbandalagsins og Íslands gagnvart hvort öðru mætti segja að Bandaríkjaher sé hluti af viðbúnaði alls bandalagsins. Innlent 20.3.2006 20:46 Tók á móti undirskriftalistum vegna hágæsluherbergis Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra tók í dag á móti undirskriftalista þar sem hún var hvött til að tryggja rekstur svokallaðs hágæsluherbergis á Barnaspítala Hringsins. Innlent 20.3.2006 15:30 Ræðu ráðherra breytt eftir á? Andri Snær Magnason rithöfundur segir að ræðu sem iðnaðarráðherra hafi flutt á Iðnþingi á síðasta ári hafi verið breytt eftir á á heimasíðu ráðuneytisins. Aðstoðarmaður ráðherra vísar þessu á bug. Innlent 20.3.2006 14:35 Sér ekkert athugavert við ritstjórnina Oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík sér ekkert athugavert við framferði ritstjóra Framsóknarvefsíðunnar Hriflu, sem neitaði að birta pistil borgarfulltrúa flokksins um lýðræði á vefsíðunni. Innlent 19.3.2006 12:17 Oddur Helgi leiðir Lista fólksins Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi leiðir L-lista, Lista fólksins, við bæjarstjórnarkosningar á Akureyri. Þetta er í þriðja skipti sem listinn býður fram og hefur Oddur helgi leitt listann í öll þrjú skiptin. Innlent 18.3.2006 17:25 Hyggja á sókn í sveitarstjórnum Markmið Vinstri-grænna í sveitarstjórnarkosningunum í maí er að stórefla Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í sveitarstjórnum landsins segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins. Innlent 18.3.2006 14:46 Átak vegna geðfatlaðra skilar samfélaginu arði Það átak sem gera á í búsetu- og stoðþjónustumálum geðfatlaðra á næstu árum mun skila samfélaginu arði ef stjónvöld standa sína sína pligt, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir að ekki dugi að taka til í búsetumálunum, styðja þurfi við bakið á geðfötluðum í samræmi vilja þeirra og getu en ekki forskrift embættismanna. Innlent 17.3.2006 23:00 Samþykktu áætlun vegna loftslagsbreytinga á Norðurslóðum Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu í gær áætlun vegna loftslagsbreytinga og mengunar á Norðurslóðum á fundi sínum í Kaupmannahöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Innlent 17.3.2006 17:10 Vatnalög samþykkt frá Alþingi Vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra, sem mikill styr hefur staðið um síðustu daga, var samþykkt sem lög frá Alþingi á fimmta tímanum í dag með 26 atkvæðum gegn 19. Innlent 16.3.2006 17:15 Fallinn á fyrsta prófi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðum um varnarsamninginn á Alþingi í dag, að Geir H. Haarde, utanríkisráðherra hefði fallið á fyrsta prófi sínu í embætti. Innlent 16.3.2006 17:06 Hraða þarf viðræðum Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, gerði þingheimi í hádeginu grein fyrir ákvörðun Bandaríkjamanna frá í gær um að draga úr starfsemi varnarliðsins í Keflavík á næstu mánuðum. Hann sagði að hraða þyrfti viðræðum um áframhaldandi samstarf. Formaður Samfylkingarinnar segir viðræður hingað til augljóslega ekki hafa skilað neinu. Innlent 16.3.2006 14:10 Frávísunartillaga felld Frávísunartillaga stjórnarandstöðuflokkanna um vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra var felld á Alþingi í morgun með 28 atkvæðum gegn 23. Innlent 16.3.2006 11:18 Umræðum um vatnalög senn að ljúka Annarri umræðu um vatnalögin á Alþingi var frestað klukkan fjögur í dag en hún hefst aftur klukkan sex. Reikna má með að umræðunni ljúki í kvöld og málinu verði þá vísað til þriðju umræðu. Innlent 15.3.2006 17:04 Einn og hálfur milljarður til uppbyggingar fyrir geðfatlaða Einum og hálfum milljarði króna verður varið á næstu fjórum árum til uppbyggingar í búsetu- og stoðþjónustumálum geðfatlaðra. Þeir sem eru án húsnæðis og umönnunar munu njóta forgangs ásamt þeim sem búa hjá ættingjum og þeim sem eru tilbúnir til útskritfar af geðdeild. Innlent 15.3.2006 16:53 Segir Morgunblaðið spinna pólitískan lopa á kostnað framsóknarmanna Morgunblaðið er farið að spinna pólitískan lopa til að reyna að koma að fulltrúa frjálslyndra í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna og tryggja þannig sjálfstæðismönnum öll völd í málefnum Reykvíkinga. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, á heimasíðu sinni. Innlent 15.3.2006 11:43 Hætta málþófi um vatnalög Samkomulag náðist á Alþingi laust fyrir miðnætti um að afgreiða vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra sem lög frá Alþingi. Stjórnarandstæðingar fengu það í gegn að lögin taka ekki gildi fyrr en eftir kosningar og geta þá afnumið þau áður en þau taka gildi nái þeir meirihluta. Innlent 15.3.2006 02:02 Ný reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla Sjávarútvegsráðuneytið gaf í dag út reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla. Í reglugerðinni eru margvísleg nýmæli sem miða fyrst og fremst að því að fella vigtunina betur að vinnslu og viðskiptaferlum í atvinnugreininni. Innlent 14.3.2006 20:16 Líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum Þingmál um að upplýsingar um líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum einstaklinga hefur verið lagt fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Innlent 14.3.2006 18:12 Hart deilt um aðkomu UMFÍ að umsögn Formaður Ungmennafélags Íslands, segir samtökin ekki hafa samþykkt sameiginlega umsögn nokkurra félagasamtaka um andstöðu við ný vatnalög þrátt fyrir að nafn þeirra sé á umsögninni. Þingmaður Samfylkingar spurði hvaða Framsóknarmaður hefði skammað formanninn til að hann skipti um skoðun. Innlent 14.3.2006 17:39 Leiðir til hærri vaxta og verri þjónustu Breyting Íbúðalánasjóðs í heildsölubanka fyrir viðskiptabankana getur leitt til þess að vextir íbúðalána hækka og þjónusta við lántakendur minnkar, segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent 14.3.2006 15:12 Engin niðurstaða á fundi Forseti Alþingis átti í kvöld fund með þingflokksformönnum til að reyna að leita leiða til að leysa þann hnút sem umræður um vatnalög iðnaðarráðherra eru komnar í á Alþingi. Ekkert samkomulag náðist. Kvöldfundi um málið var því framhaldið og alls óvíst hvenær annarri umræðu um málið lýkur. Innlent 13.3.2006 22:04 Hvött til að tryggja fjármagn fyrir hágæsluherbergi Siv Friðleifsdóttir, nýr heilbrigðisráðherra, var hvött til þess á þingi í dag til að tryggja fjármagn til að reka hágæsluherbergi á Barnaspítalanum. Ráðherra tók ekki af skarið en sagði málið í skoðun og benti jafnframt á að stjórn spítalans hefði ekki haft slíkt herbergi á forgangslista fyrir þetta fjárlagaár. Innlent 13.3.2006 17:06 Hinir efnameiri geti ekki greitt fyrir forgang Bæði Samfylkingin og Vinstri - grænir leggjast gegn þeim hugmyndum að hinum efnameiri verði heimilað að greiða fyrir það að komast framar á biðlista í heilbrigðiskerfinu, en hvatt er til umræðu um það í nýrri skýrslu á vegum nefndar heilbrigðisráðherra. Fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir markmiðið að kalla eftir skýrum svörum stjórnmálaflokkanna í þessum efnum. Innlent 13.3.2006 15:28 Áframhaldandi átök um vatnalögin Bullandi ágreiningur er enn milli stjórnar og stjórnarandstöðu vegna vatnalaganna en fundi iðnaðarnefndar vegna málsins er lokið. Fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir ríkisstjórnina vilja æða fram með málið til að lögfesta víðtækari eignarnámsheimildir sem hún þurfi vegna hinna miklu vatnsflutninga í tengslum við Kárahnúkavirkjun. Innlent 13.3.2006 15:20 Iðnaðarnefnd fundar vegna vatnalaga Iðnaðarnefnd Alþingis kemur saman nú klukkan ellefu þar sem ræða hin umdeildu vatnalög. Önnur umræða um málið hófst á þingi fyrir viku en deilur um hvort kveða eigi skýrt um eignarhald á vatni urðu til þess að stjórnarandstaðan greip til málþófs. Innlent 13.3.2006 10:01 Boðað til helgarfundar um vatnalög Þingheimur hefur verið boðaður saman til fundar á morgun til að ræða frumvarp til vatnalaga. Umræður um frumvarpið hafa þegar staðið yfir í rúman sólarhring og ganga ásakanirnar á víxl milli stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Innlent 10.3.2006 21:28 Ólafur F. Magnússon borgarstjóraefni Frjálslynda flokksins Ólafur F. Magnússon er borgarstjóraefni Frjálslynda flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Dóttir oddvitans er í fimmta sæti listans. Innlent 10.3.2006 13:43 « ‹ 39 40 41 42 43 44 45 46 47 … 187 ›
Ráðherra telur sig vanhæfan til að skipa hæstarréttardómara Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur sig vanhæfan til að skipa í embætti hæstarréttardómara sem auglýst hefur verið til umsóknar. Þetta kemur fram á heimasíðu ráðherrans. Innlent 22.3.2006 07:35
Ólík afstaða Halldórs og Geirs varðandi uppsögn varnarsamningsins Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir athyglisvert að formenn stjórnarflokkanna hafi ólíka afstöðu til möguleikanna á uppsögn varnarsamningsins við Bandaríkin. Þá segir hann utanríkisráðherra hafa sýnt ótrúlegt fyrirhyggjuleysi um öryggismál á hafi. Innlent 21.3.2006 13:17
Ríkisstörfum hefur fækkað í sumum skattumdæmum Störfum á vegum ríkisins hefur fækkað töluvert í sumum skattumdæmum á síðustu átta árum sem er þvert á áætlanir ríkisstjórnarinnar. Á þetta benti þingmaður Frjálslynda flokksins í umræðum á Alþingi í dag og vildi draga Valgerði Sverrisdóttur ráðherra byggðamála til ábyrgðar. Hún sagði hins vegar málið ekki á sinni könnu. Innlent 20.3.2006 22:51
Engar tillögur borist um varnir landsins Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sagði á fundi í Stapanum í kvöld að engar tillögur hefðu borist um hvað koma ætti í stað Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Í samtali við Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdarstjóra Nató sagði de Hoop Scheffer að nauðsynlegt væri að hafa sama viðbúnað á Íslandi og verið hefur og með skuldbindingum Atlantshafsbandalagsins og Íslands gagnvart hvort öðru mætti segja að Bandaríkjaher sé hluti af viðbúnaði alls bandalagsins. Innlent 20.3.2006 20:46
Tók á móti undirskriftalistum vegna hágæsluherbergis Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra tók í dag á móti undirskriftalista þar sem hún var hvött til að tryggja rekstur svokallaðs hágæsluherbergis á Barnaspítala Hringsins. Innlent 20.3.2006 15:30
Ræðu ráðherra breytt eftir á? Andri Snær Magnason rithöfundur segir að ræðu sem iðnaðarráðherra hafi flutt á Iðnþingi á síðasta ári hafi verið breytt eftir á á heimasíðu ráðuneytisins. Aðstoðarmaður ráðherra vísar þessu á bug. Innlent 20.3.2006 14:35
Sér ekkert athugavert við ritstjórnina Oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík sér ekkert athugavert við framferði ritstjóra Framsóknarvefsíðunnar Hriflu, sem neitaði að birta pistil borgarfulltrúa flokksins um lýðræði á vefsíðunni. Innlent 19.3.2006 12:17
Oddur Helgi leiðir Lista fólksins Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi leiðir L-lista, Lista fólksins, við bæjarstjórnarkosningar á Akureyri. Þetta er í þriðja skipti sem listinn býður fram og hefur Oddur helgi leitt listann í öll þrjú skiptin. Innlent 18.3.2006 17:25
Hyggja á sókn í sveitarstjórnum Markmið Vinstri-grænna í sveitarstjórnarkosningunum í maí er að stórefla Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í sveitarstjórnum landsins segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins. Innlent 18.3.2006 14:46
Átak vegna geðfatlaðra skilar samfélaginu arði Það átak sem gera á í búsetu- og stoðþjónustumálum geðfatlaðra á næstu árum mun skila samfélaginu arði ef stjónvöld standa sína sína pligt, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir að ekki dugi að taka til í búsetumálunum, styðja þurfi við bakið á geðfötluðum í samræmi vilja þeirra og getu en ekki forskrift embættismanna. Innlent 17.3.2006 23:00
Samþykktu áætlun vegna loftslagsbreytinga á Norðurslóðum Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu í gær áætlun vegna loftslagsbreytinga og mengunar á Norðurslóðum á fundi sínum í Kaupmannahöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Innlent 17.3.2006 17:10
Vatnalög samþykkt frá Alþingi Vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra, sem mikill styr hefur staðið um síðustu daga, var samþykkt sem lög frá Alþingi á fimmta tímanum í dag með 26 atkvæðum gegn 19. Innlent 16.3.2006 17:15
Fallinn á fyrsta prófi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðum um varnarsamninginn á Alþingi í dag, að Geir H. Haarde, utanríkisráðherra hefði fallið á fyrsta prófi sínu í embætti. Innlent 16.3.2006 17:06
Hraða þarf viðræðum Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, gerði þingheimi í hádeginu grein fyrir ákvörðun Bandaríkjamanna frá í gær um að draga úr starfsemi varnarliðsins í Keflavík á næstu mánuðum. Hann sagði að hraða þyrfti viðræðum um áframhaldandi samstarf. Formaður Samfylkingarinnar segir viðræður hingað til augljóslega ekki hafa skilað neinu. Innlent 16.3.2006 14:10
Frávísunartillaga felld Frávísunartillaga stjórnarandstöðuflokkanna um vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra var felld á Alþingi í morgun með 28 atkvæðum gegn 23. Innlent 16.3.2006 11:18
Umræðum um vatnalög senn að ljúka Annarri umræðu um vatnalögin á Alþingi var frestað klukkan fjögur í dag en hún hefst aftur klukkan sex. Reikna má með að umræðunni ljúki í kvöld og málinu verði þá vísað til þriðju umræðu. Innlent 15.3.2006 17:04
Einn og hálfur milljarður til uppbyggingar fyrir geðfatlaða Einum og hálfum milljarði króna verður varið á næstu fjórum árum til uppbyggingar í búsetu- og stoðþjónustumálum geðfatlaðra. Þeir sem eru án húsnæðis og umönnunar munu njóta forgangs ásamt þeim sem búa hjá ættingjum og þeim sem eru tilbúnir til útskritfar af geðdeild. Innlent 15.3.2006 16:53
Segir Morgunblaðið spinna pólitískan lopa á kostnað framsóknarmanna Morgunblaðið er farið að spinna pólitískan lopa til að reyna að koma að fulltrúa frjálslyndra í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna og tryggja þannig sjálfstæðismönnum öll völd í málefnum Reykvíkinga. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, á heimasíðu sinni. Innlent 15.3.2006 11:43
Hætta málþófi um vatnalög Samkomulag náðist á Alþingi laust fyrir miðnætti um að afgreiða vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra sem lög frá Alþingi. Stjórnarandstæðingar fengu það í gegn að lögin taka ekki gildi fyrr en eftir kosningar og geta þá afnumið þau áður en þau taka gildi nái þeir meirihluta. Innlent 15.3.2006 02:02
Ný reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla Sjávarútvegsráðuneytið gaf í dag út reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla. Í reglugerðinni eru margvísleg nýmæli sem miða fyrst og fremst að því að fella vigtunina betur að vinnslu og viðskiptaferlum í atvinnugreininni. Innlent 14.3.2006 20:16
Líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum Þingmál um að upplýsingar um líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum einstaklinga hefur verið lagt fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Innlent 14.3.2006 18:12
Hart deilt um aðkomu UMFÍ að umsögn Formaður Ungmennafélags Íslands, segir samtökin ekki hafa samþykkt sameiginlega umsögn nokkurra félagasamtaka um andstöðu við ný vatnalög þrátt fyrir að nafn þeirra sé á umsögninni. Þingmaður Samfylkingar spurði hvaða Framsóknarmaður hefði skammað formanninn til að hann skipti um skoðun. Innlent 14.3.2006 17:39
Leiðir til hærri vaxta og verri þjónustu Breyting Íbúðalánasjóðs í heildsölubanka fyrir viðskiptabankana getur leitt til þess að vextir íbúðalána hækka og þjónusta við lántakendur minnkar, segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent 14.3.2006 15:12
Engin niðurstaða á fundi Forseti Alþingis átti í kvöld fund með þingflokksformönnum til að reyna að leita leiða til að leysa þann hnút sem umræður um vatnalög iðnaðarráðherra eru komnar í á Alþingi. Ekkert samkomulag náðist. Kvöldfundi um málið var því framhaldið og alls óvíst hvenær annarri umræðu um málið lýkur. Innlent 13.3.2006 22:04
Hvött til að tryggja fjármagn fyrir hágæsluherbergi Siv Friðleifsdóttir, nýr heilbrigðisráðherra, var hvött til þess á þingi í dag til að tryggja fjármagn til að reka hágæsluherbergi á Barnaspítalanum. Ráðherra tók ekki af skarið en sagði málið í skoðun og benti jafnframt á að stjórn spítalans hefði ekki haft slíkt herbergi á forgangslista fyrir þetta fjárlagaár. Innlent 13.3.2006 17:06
Hinir efnameiri geti ekki greitt fyrir forgang Bæði Samfylkingin og Vinstri - grænir leggjast gegn þeim hugmyndum að hinum efnameiri verði heimilað að greiða fyrir það að komast framar á biðlista í heilbrigðiskerfinu, en hvatt er til umræðu um það í nýrri skýrslu á vegum nefndar heilbrigðisráðherra. Fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir markmiðið að kalla eftir skýrum svörum stjórnmálaflokkanna í þessum efnum. Innlent 13.3.2006 15:28
Áframhaldandi átök um vatnalögin Bullandi ágreiningur er enn milli stjórnar og stjórnarandstöðu vegna vatnalaganna en fundi iðnaðarnefndar vegna málsins er lokið. Fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir ríkisstjórnina vilja æða fram með málið til að lögfesta víðtækari eignarnámsheimildir sem hún þurfi vegna hinna miklu vatnsflutninga í tengslum við Kárahnúkavirkjun. Innlent 13.3.2006 15:20
Iðnaðarnefnd fundar vegna vatnalaga Iðnaðarnefnd Alþingis kemur saman nú klukkan ellefu þar sem ræða hin umdeildu vatnalög. Önnur umræða um málið hófst á þingi fyrir viku en deilur um hvort kveða eigi skýrt um eignarhald á vatni urðu til þess að stjórnarandstaðan greip til málþófs. Innlent 13.3.2006 10:01
Boðað til helgarfundar um vatnalög Þingheimur hefur verið boðaður saman til fundar á morgun til að ræða frumvarp til vatnalaga. Umræður um frumvarpið hafa þegar staðið yfir í rúman sólarhring og ganga ásakanirnar á víxl milli stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Innlent 10.3.2006 21:28
Ólafur F. Magnússon borgarstjóraefni Frjálslynda flokksins Ólafur F. Magnússon er borgarstjóraefni Frjálslynda flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Dóttir oddvitans er í fimmta sæti listans. Innlent 10.3.2006 13:43
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent