Stj.mál Frestar umræðunni í Noregi Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir niðurstöðuna í Frakklandi fresta umræðunni um inngöngu Noregs í Evrópusambandið. Norðmenn hafa í tvígang hafnað því að sækja um inngöngu í sambandið, 1972 og 1994. Erlent 13.10.2005 19:17 Kona næsti kanslari Þýskalands? Kristilegir demókratar í Þýskalandi tilkynntu í dag að Angela Merkel, formaður flokksins, yrði kanslaraefni þeirra í þingkosningunum sem væntanlega verða haldnar í september. Ef flokkurinn fer með sigur af hólmi verður Merkel fyrsta konan sem gegnir embætti kanslara í Þýskalandi. Erlent 13.10.2005 19:17 Ekki marklaust plagg Evrópskir leiðtogar hafa lýst því yfir að þrátt fyrir að stjórnarskránni hafi verið hafnað í Frakklandi eigi önnur Evrópuríki ekki að láta deigan síga og halda ferlinu áfram. Stjórnarskráin sé ekki marklaust plagg. Erlent 13.10.2005 19:17 ESB: Óvíst hvað Bretar gera Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins í Bretlandi. Jack Straw utanríkisráðherra gaf í skyn í morgun að ákvörðun um slíkt yrði tilkynnt í næstu viku. Erlent 13.10.2005 19:17 Breytingar á ríkisstjórninni Jean Pierre-Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í morgun að breytinga væri að vænta á ríkisstjórn landsins. Hann fór ekki nánar út í þau mál en fyrir kosningarnar um stjórnarskrá Evrópusambandsins var því gert skóna að Raffarin þyrfti að biðjast lausnar yrði stjórnarskráin felld, eins og nú hefur komið á daginn. Innlent 13.10.2005 19:17 Hollendingar hafni stjórnarskránni Ef fer sem horfir munu Hollendingar hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins í kosningunum sem fram fara í landinu á miðvikudag. Ný könnun á fylgi Hollendinga við stjórnarskrána sem birt var í dag sýnir að 65 prósent landsmanna séu mótfallin skránni en aðeins 20 prósent með henni. Erlent 13.10.2005 19:17 Sex daga stríðið um yfirráð í VÍS Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni að hætta við einkavæðingu bankanna ef VÍS yrði selt Samson með Landsbankanum. Björgólfur Guðmundsson fundaði með S-hópnum um afdrif VÍS áður en hann keypti Landsbankann. Innlent 13.10.2005 19:17 Sala bankanna verði rannsökuð Stjórnarandstaðan segir greinar Fréttablaðsins um sölu ríkisbankanna staðfesta vafasöm vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar voru úti á landi og náðist ekki í þá. Innlent 13.10.2005 19:17 Fagnar frestun ráðherra Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fresti fyrirhugaðri styttingu stúdentsnámsins. Innlent 13.10.2005 19:17 Forsetar ræðast við A. P. J. Abdul Kalam, forseti Indlands, kom til landsins í gær í fyrstu opinberu heimsókn indversks forseta til Íslands. Kalam hittir Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum fyrir hádegi í dag. Innlent 13.10.2005 19:17 Forseti Indlands kominn Dr. Abdul Kalam, forseti Indlands, er kominn til landsins en flugvél hans lenti á fjórða tímanum. Hann mun í kvöld eiga viðræður við hóp íslenskra vísinda og fræðimanna og þá mun hann einnig hitta stjórnarmenn í Íslensk-indverska verslunarráðinu. Opinber heimsókn hans hefst svo í fyrramálið með móttökuathöfn að Bessastöðum og stendur hún fram á þriðjudagskvöld. Innlent 13.10.2005 19:17 Íslenskukrafan ekki til að stjórna Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er ósammála þeirri skoðun Guðrúnar Guðmundsdóttur mannfræðings, sem kom fram í Fréttablaðinu í gær, að krafan um íslenskukunnáttu sé leið til að hafa betri stjórn á fólki. Innlent 13.10.2005 19:17 Auglýstur að nefnd forspurðri Ríkisstjórnin ákvað að auglýsa Búnaðarbankann til sölu um leið og Landsbankann að einkavæðingarnefnd forspurðri. Þetta segir í úttekt Fréttablaðsins á sölu ríkisins á bönkunum. Formaður Vinstri grænna krefst opinberar rannsóknar. Innlent 13.10.2005 19:17 Frakkar sögðu nei við Chirac Kjörsókn var prýðisgóð í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Frakklandi um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins enda eru skoðanir fólks um plaggið afar skiptar. Andstæðingar sáttmálans átöldu ríkisstjórnina fyrir gegndarlausan áróður en stuðningsmennirnir kvörtuðu undan ómálefnalegri kosningabaráttu. Erlent 13.10.2005 19:17 Úthafskarfi í hættu vegna ofveiði Úthafskarfastofnarnir eru í hættu vegna ofveiði og ofveiðin leiðir til verðhruns á mörkuðum. Hvort tveggja er alvarlegt fyrir Íslendinga því að veiðarnar hafa skilað þjóðarbúinu þremur til fjórum milljörðum króna árlega. Á sama tíma eru sjóræningjar að útmá stofninn á Reykjaneshrygg. Innlent 13.10.2005 19:17 R-lista viðræðum verður framhaldið Vinstri hreyfingin grænt framboð vill halda áfram viðræðum um framtíð R-listans í Reykjavík. Félagsfundur hjá VG í Reykjavík samþykkti ályktun þessa efnis í gær en ljóst er að flokkurinn leggur þunga áherslu á jafna skiptingu sæta á hugsanlegum framboðslista R-listans. Innlent 13.10.2005 19:17 Vilja halda í vaxtabótakerfið Ungir framsóknarmenn leggjast gegn því að vaxtabótakerfið verði afnumið. Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna segir í ályktun að vaxtabætur séu eitt besta tækifæri sem stjórnvöld hafa til að hjálpa fólki við að koma sér þaki yfir höfuðið. Innlent 13.10.2005 19:16 Gleymdist að ræða verðið Ekki var rætt um verðhugmyndir bjóðenda um Landsbankann fyrr en bjóðendurnir sjálfir bentu á það undir lok söluferlisins. Gripið var til þess að setja inn í ferlið "millistig" þar sem skila ætti inn verðhugmyndum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir hér frá því hvernig framkvæmdanefndin var notuð til að framkvæma vilja ráðherranna. Innlent 13.10.2005 19:16 Vaxtabótakerfið verði ekki afnumið Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna varar við hugmyndum um afnám vaxtabótakerfisins í ályktun sem félagið sendir frá sér í dag. Þar segir einnig að vaxtabæturnar séu eitt besta tæki sem hið opinbera hafi komið á til að hjálpa einstaklingum til að koma sér þaki yfir höfuðið og dragi þar með úr útgjöldum til húsaleigubóta til lengri tíma litið. Innlent 13.10.2005 19:16 Vissi ekki af Búnaðarbankasölu Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hafði samið auglýsingu um sölu á ráðandi hlut í Landsbanka eftir að hafa borist bréf frá Samson í júní 2002. Ráðherranefndin, sem í sátu Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, breytti auglýsingunni eftir fund sinn og auglýsti bankana til sölu að framkvæmdanefndinni forspurðri. Innlent 13.10.2005 19:16 Vill henda kosningakerfunum Best væri að henda rafrænum kosningakerfum sem keypt voru eftir forsetakosningarnar árið 2000 og kaupa í þeirra stað skanna sem flokka og telja atkvæðaseðla. Þetta er mat Lester Sola, yfirmanns kosningakerfisins í Miami-Dade sýslu, sem var í brennidepli vegna talningar atkvæða í kosningabaráttu George W. Bush og Al Gore. Erlent 13.10.2005 19:16 Styttingu náms frestað um eitt ár Styttingu framhaldsskólanáms verður frestað um eitt ár. Endurskoðuð námsskrá tekur gildi árið 2009. Grunnskólar fá þannig lengri tíma til að undirbúa sig fyrir breytingarnar á framhaldsskólastigi. Menntamálaráðherra tilkynnti þetta í dag. Innlent 13.10.2005 19:16 Vilja innanflokksprófkjör Lagt verður til á félagsfundi Vinstri-grænna í Reykjavík í dag að innanflokksprófkjör verði notað til að velja sex efstu frambjóðendur flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík næsta vor. Skiptir þá engu hvort flokkurinn býður fram undir eigin nafni eða í samstarfi við hina flokkana sem í dag standa að Reykjavíkurlistanum. Innlent 13.10.2005 19:16 Gæti orðið mjótt á munum Mjög mjótt er á mununum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrá Evrópusambandsins samkvæmt síðustu skoðanakönnun sem birt var í gær. Samkvæmt henni segja 52 prósent Frakka nei við stjórnarskránni en 48 prósent já. Erlent 13.10.2005 19:16 Vísar gagnrýni borgarstjóra á bug Leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjavík vísar alfarið á bug gagnrýni borgarstjóra á hugmyndir þeirra um framtíðarskipulag í borginni. Þær byggist hvorki á hugmyndum annarra né leiði til hærra lóðaverðs. Innlent 13.10.2005 19:16 Kosið um arfleifð Hariri Líbanar ganga í dag að kjörborðinu og kjósa sér nýtt þing í fyrsta sinn eftir að Sýrlendingar hurfu frá landinu með hermenn sína og leyniþjónustu. Erlent 13.10.2005 19:16 Hugmyndir geti leitt til hækkana Borgarstjóri segir líklegt að lóðaverð hækki með þeim miklu framkvæmdum sem tillögur sjálfstæðismanna um nýtt skipulag í borginni hefðu í för með sér. Innlent 13.10.2005 19:16 Börnum líði vel í leikskólanum Um mánaðamótin sameinast Leikskólar Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð í nýtt menntasvið Reykjavíkurborgar. Samhliða því mun Bergur Felixson, sem verið hefur í forsvari leikskólanna í Reykjavík í samfellt 30 ár, láta af starfi. Á fréttamannafundi í morgun kynnti Bergur könnun sem gerð var meðal foreldra leikskólabarna í Reykjavík þar sem fram kom að 99 prósent foreldra telja að börnum þeirra líði vel í leikskólanum. Innlent 13.10.2005 19:16 Ys og þys á Indlandi Íslandsheimsókn Abdul Kalam, forseta Indlands, hefst í dag og stendur í fjóra daga. Indland er á góðri leið með að verða þriðja stærsta hagkerfi heims en engu að síður fær aðeins hluti Indverja að njóta ávaxtanna af uppsveiflunni. Erlent 13.10.2005 19:16 Skorrdælingar velja sér framtíð Íbúar í Skorradalshreppi ákveða um næstu helgi hvort þeir vilja sameinast nágrannasveitarfélögunum eða ekki. Oddvitinn vísar því á bug að þriðjungur þeirra sem eigi lögheimili í Skorradalshreppi séu sumarbústaðareigendur úr höfuðborginni. Blaðamaður kannaði hvort sameiningarmálið væri í raun aðeins átök um auð.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:16 « ‹ 98 99 100 101 102 103 104 105 106 … 187 ›
Frestar umræðunni í Noregi Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir niðurstöðuna í Frakklandi fresta umræðunni um inngöngu Noregs í Evrópusambandið. Norðmenn hafa í tvígang hafnað því að sækja um inngöngu í sambandið, 1972 og 1994. Erlent 13.10.2005 19:17
Kona næsti kanslari Þýskalands? Kristilegir demókratar í Þýskalandi tilkynntu í dag að Angela Merkel, formaður flokksins, yrði kanslaraefni þeirra í þingkosningunum sem væntanlega verða haldnar í september. Ef flokkurinn fer með sigur af hólmi verður Merkel fyrsta konan sem gegnir embætti kanslara í Þýskalandi. Erlent 13.10.2005 19:17
Ekki marklaust plagg Evrópskir leiðtogar hafa lýst því yfir að þrátt fyrir að stjórnarskránni hafi verið hafnað í Frakklandi eigi önnur Evrópuríki ekki að láta deigan síga og halda ferlinu áfram. Stjórnarskráin sé ekki marklaust plagg. Erlent 13.10.2005 19:17
ESB: Óvíst hvað Bretar gera Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins í Bretlandi. Jack Straw utanríkisráðherra gaf í skyn í morgun að ákvörðun um slíkt yrði tilkynnt í næstu viku. Erlent 13.10.2005 19:17
Breytingar á ríkisstjórninni Jean Pierre-Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í morgun að breytinga væri að vænta á ríkisstjórn landsins. Hann fór ekki nánar út í þau mál en fyrir kosningarnar um stjórnarskrá Evrópusambandsins var því gert skóna að Raffarin þyrfti að biðjast lausnar yrði stjórnarskráin felld, eins og nú hefur komið á daginn. Innlent 13.10.2005 19:17
Hollendingar hafni stjórnarskránni Ef fer sem horfir munu Hollendingar hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins í kosningunum sem fram fara í landinu á miðvikudag. Ný könnun á fylgi Hollendinga við stjórnarskrána sem birt var í dag sýnir að 65 prósent landsmanna séu mótfallin skránni en aðeins 20 prósent með henni. Erlent 13.10.2005 19:17
Sex daga stríðið um yfirráð í VÍS Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni að hætta við einkavæðingu bankanna ef VÍS yrði selt Samson með Landsbankanum. Björgólfur Guðmundsson fundaði með S-hópnum um afdrif VÍS áður en hann keypti Landsbankann. Innlent 13.10.2005 19:17
Sala bankanna verði rannsökuð Stjórnarandstaðan segir greinar Fréttablaðsins um sölu ríkisbankanna staðfesta vafasöm vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar voru úti á landi og náðist ekki í þá. Innlent 13.10.2005 19:17
Fagnar frestun ráðherra Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fresti fyrirhugaðri styttingu stúdentsnámsins. Innlent 13.10.2005 19:17
Forsetar ræðast við A. P. J. Abdul Kalam, forseti Indlands, kom til landsins í gær í fyrstu opinberu heimsókn indversks forseta til Íslands. Kalam hittir Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum fyrir hádegi í dag. Innlent 13.10.2005 19:17
Forseti Indlands kominn Dr. Abdul Kalam, forseti Indlands, er kominn til landsins en flugvél hans lenti á fjórða tímanum. Hann mun í kvöld eiga viðræður við hóp íslenskra vísinda og fræðimanna og þá mun hann einnig hitta stjórnarmenn í Íslensk-indverska verslunarráðinu. Opinber heimsókn hans hefst svo í fyrramálið með móttökuathöfn að Bessastöðum og stendur hún fram á þriðjudagskvöld. Innlent 13.10.2005 19:17
Íslenskukrafan ekki til að stjórna Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er ósammála þeirri skoðun Guðrúnar Guðmundsdóttur mannfræðings, sem kom fram í Fréttablaðinu í gær, að krafan um íslenskukunnáttu sé leið til að hafa betri stjórn á fólki. Innlent 13.10.2005 19:17
Auglýstur að nefnd forspurðri Ríkisstjórnin ákvað að auglýsa Búnaðarbankann til sölu um leið og Landsbankann að einkavæðingarnefnd forspurðri. Þetta segir í úttekt Fréttablaðsins á sölu ríkisins á bönkunum. Formaður Vinstri grænna krefst opinberar rannsóknar. Innlent 13.10.2005 19:17
Frakkar sögðu nei við Chirac Kjörsókn var prýðisgóð í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Frakklandi um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins enda eru skoðanir fólks um plaggið afar skiptar. Andstæðingar sáttmálans átöldu ríkisstjórnina fyrir gegndarlausan áróður en stuðningsmennirnir kvörtuðu undan ómálefnalegri kosningabaráttu. Erlent 13.10.2005 19:17
Úthafskarfi í hættu vegna ofveiði Úthafskarfastofnarnir eru í hættu vegna ofveiði og ofveiðin leiðir til verðhruns á mörkuðum. Hvort tveggja er alvarlegt fyrir Íslendinga því að veiðarnar hafa skilað þjóðarbúinu þremur til fjórum milljörðum króna árlega. Á sama tíma eru sjóræningjar að útmá stofninn á Reykjaneshrygg. Innlent 13.10.2005 19:17
R-lista viðræðum verður framhaldið Vinstri hreyfingin grænt framboð vill halda áfram viðræðum um framtíð R-listans í Reykjavík. Félagsfundur hjá VG í Reykjavík samþykkti ályktun þessa efnis í gær en ljóst er að flokkurinn leggur þunga áherslu á jafna skiptingu sæta á hugsanlegum framboðslista R-listans. Innlent 13.10.2005 19:17
Vilja halda í vaxtabótakerfið Ungir framsóknarmenn leggjast gegn því að vaxtabótakerfið verði afnumið. Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna segir í ályktun að vaxtabætur séu eitt besta tækifæri sem stjórnvöld hafa til að hjálpa fólki við að koma sér þaki yfir höfuðið. Innlent 13.10.2005 19:16
Gleymdist að ræða verðið Ekki var rætt um verðhugmyndir bjóðenda um Landsbankann fyrr en bjóðendurnir sjálfir bentu á það undir lok söluferlisins. Gripið var til þess að setja inn í ferlið "millistig" þar sem skila ætti inn verðhugmyndum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir hér frá því hvernig framkvæmdanefndin var notuð til að framkvæma vilja ráðherranna. Innlent 13.10.2005 19:16
Vaxtabótakerfið verði ekki afnumið Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna varar við hugmyndum um afnám vaxtabótakerfisins í ályktun sem félagið sendir frá sér í dag. Þar segir einnig að vaxtabæturnar séu eitt besta tæki sem hið opinbera hafi komið á til að hjálpa einstaklingum til að koma sér þaki yfir höfuðið og dragi þar með úr útgjöldum til húsaleigubóta til lengri tíma litið. Innlent 13.10.2005 19:16
Vissi ekki af Búnaðarbankasölu Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hafði samið auglýsingu um sölu á ráðandi hlut í Landsbanka eftir að hafa borist bréf frá Samson í júní 2002. Ráðherranefndin, sem í sátu Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, breytti auglýsingunni eftir fund sinn og auglýsti bankana til sölu að framkvæmdanefndinni forspurðri. Innlent 13.10.2005 19:16
Vill henda kosningakerfunum Best væri að henda rafrænum kosningakerfum sem keypt voru eftir forsetakosningarnar árið 2000 og kaupa í þeirra stað skanna sem flokka og telja atkvæðaseðla. Þetta er mat Lester Sola, yfirmanns kosningakerfisins í Miami-Dade sýslu, sem var í brennidepli vegna talningar atkvæða í kosningabaráttu George W. Bush og Al Gore. Erlent 13.10.2005 19:16
Styttingu náms frestað um eitt ár Styttingu framhaldsskólanáms verður frestað um eitt ár. Endurskoðuð námsskrá tekur gildi árið 2009. Grunnskólar fá þannig lengri tíma til að undirbúa sig fyrir breytingarnar á framhaldsskólastigi. Menntamálaráðherra tilkynnti þetta í dag. Innlent 13.10.2005 19:16
Vilja innanflokksprófkjör Lagt verður til á félagsfundi Vinstri-grænna í Reykjavík í dag að innanflokksprófkjör verði notað til að velja sex efstu frambjóðendur flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík næsta vor. Skiptir þá engu hvort flokkurinn býður fram undir eigin nafni eða í samstarfi við hina flokkana sem í dag standa að Reykjavíkurlistanum. Innlent 13.10.2005 19:16
Gæti orðið mjótt á munum Mjög mjótt er á mununum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrá Evrópusambandsins samkvæmt síðustu skoðanakönnun sem birt var í gær. Samkvæmt henni segja 52 prósent Frakka nei við stjórnarskránni en 48 prósent já. Erlent 13.10.2005 19:16
Vísar gagnrýni borgarstjóra á bug Leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjavík vísar alfarið á bug gagnrýni borgarstjóra á hugmyndir þeirra um framtíðarskipulag í borginni. Þær byggist hvorki á hugmyndum annarra né leiði til hærra lóðaverðs. Innlent 13.10.2005 19:16
Kosið um arfleifð Hariri Líbanar ganga í dag að kjörborðinu og kjósa sér nýtt þing í fyrsta sinn eftir að Sýrlendingar hurfu frá landinu með hermenn sína og leyniþjónustu. Erlent 13.10.2005 19:16
Hugmyndir geti leitt til hækkana Borgarstjóri segir líklegt að lóðaverð hækki með þeim miklu framkvæmdum sem tillögur sjálfstæðismanna um nýtt skipulag í borginni hefðu í för með sér. Innlent 13.10.2005 19:16
Börnum líði vel í leikskólanum Um mánaðamótin sameinast Leikskólar Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð í nýtt menntasvið Reykjavíkurborgar. Samhliða því mun Bergur Felixson, sem verið hefur í forsvari leikskólanna í Reykjavík í samfellt 30 ár, láta af starfi. Á fréttamannafundi í morgun kynnti Bergur könnun sem gerð var meðal foreldra leikskólabarna í Reykjavík þar sem fram kom að 99 prósent foreldra telja að börnum þeirra líði vel í leikskólanum. Innlent 13.10.2005 19:16
Ys og þys á Indlandi Íslandsheimsókn Abdul Kalam, forseta Indlands, hefst í dag og stendur í fjóra daga. Indland er á góðri leið með að verða þriðja stærsta hagkerfi heims en engu að síður fær aðeins hluti Indverja að njóta ávaxtanna af uppsveiflunni. Erlent 13.10.2005 19:16
Skorrdælingar velja sér framtíð Íbúar í Skorradalshreppi ákveða um næstu helgi hvort þeir vilja sameinast nágrannasveitarfélögunum eða ekki. Oddvitinn vísar því á bug að þriðjungur þeirra sem eigi lögheimili í Skorradalshreppi séu sumarbústaðareigendur úr höfuðborginni. Blaðamaður kannaði hvort sameiningarmálið væri í raun aðeins átök um auð.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:16
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent