Tuttugu og níu greindust með veiruna
29 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 20 í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð manns sem eru eldri en 69 ára eru meðal smitaðra og segir formaður Landssamband eldri borgara gríðarlega mikilvægt að fólk gerist sjálfboðaliðar og hringi í fólkið til að koma í veg fyrir félagslega einangrun.