Dönsuðu kónga í gleðiviku
Nemendur í Hagaskóla dönsuðu í morgun kónga um allan skólann í tilefni af gleðiviku skólans. Það var mikið fjör og kóngalínan svo löng að hún vatt upp á sig marga hringi. Hinseginráð og nemendaráð Hagaskóla standa fyrir Gleðidögum, þar sem ætlunin er að efla jákvæða umræðu um hinseginleikann og fagna fjölbreytileikanum.