Fótbolti

Manchester United vill losna við Sancho í sumar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jadon Sancho virðist ekki eiga afturkvæmt í lið Manchester United.
Jadon Sancho virðist ekki eiga afturkvæmt í lið Manchester United. Diego Souto/Quality Sport Images/Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur tekið ákvörðun um það að selja Jadon Sancho frá félaginu í sumar.

Sancho gekk til liðs við United árið 2021 frá þýska félaginu Borussia Dortmund fyrir 73 milljónir punda. Eftir að hafa lent uppi á kant við stjóra félagsins, Erik ten Hag, fékk Sancho þó fá tækifæri í liðinu og fór að lokum á láni aftur til Dortmund í janúar á þessu ári.

Þessi 24 ára gamli Englendingur fór með Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor, en virðist nú ekki eiga afturkvæmt til Manchester United.

Talið var að Sancho gæti fengið annan möguleika hjá United ef félagið myndi ákveða að skipta um þjálfara, en nú virðist ljóst að svo verði ekki saa hver mun þjálfa liðið á næsta tímabili.

Manchester United er sagt vilja fá 40 milljónir punda fyrir Sancho, sem samsvarar rétt rúmum sjö milljörðum króna. Það er þó umtalsvert lægri upphæð en félagið greiddi fyrir leikmanninn árið 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×