Innlent

Þing­flokkurinn fundar um ráð­herra­skiptin á sunnu­dag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lítið sem ekkert hefur fengist upp úr Bjarna eða Jóni um fyrirhuguð ráðherraskipti. Guðrún er að bíða.
Lítið sem ekkert hefur fengist upp úr Bjarna eða Jóni um fyrirhuguð ráðherraskipti. Guðrún er að bíða. Vísir/Vilhelm

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun funda á sunnudaginn um ráðherraskipti. Þá verður ákvörðun tekin í málinu en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á mánudag.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir síðustu kosningar að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Suðurkjördæmis, myndi taka við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni eftir um 18 mánuði.

Morgunblaðið segir þetta enn standa til en Bjarni sé þessa dagana að ræða við þingmenn flokksins og kanna hug þeirra og að sitt sýnist hverjum. Samkvæmt heimildum blaðsins sé hann undir nokkrum þrýstingi, bæði af hálfu stuðningsmanna Guðrúnar og þeirra sem vilja ekki að Jón víki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×