Messi hótað og fjórtán byssukúlum skotið á verslun tengdaforeldranna Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2023 08:31 Skotið var í gegnum gler verslunarinnar sem tengdaforeldrar Lionels Messi eiga. Hann var sjálfur í París í gær og æfði með liði sínu PSG. AP/Getty Byssumenn skutu á verslun tengdaforeldra Lionels Messi í Rosario í Argentínu í gær. Þeir skildu eftir hótunarbréf til argentínska knattspyrnugoðsins. Þetta hefur lögreglan í Rosario staðfest. Talið er að tveir byssumenn á mótorhjólum hafi skotið samtals fjórtán skotum að Unico-matvöruverslun snemma í gærmorgun. Foreldrar Antonelu Roccuzzo, eiginkonu Messis, eiga verslunina. Engan sakaði í árásinni og ekki liggur fyrir hvers vegna byssumennirnir skutu á verslunina eða hvers vegna þeir skildu eftir hótunarbréfið til Messis. Í því stóð: „Messi, við erum að bíða eftir þér. Javkin er dópsali. Hann mun ekki passa upp á þig.“ Javkin þessi er Pablo Javkin, borgarstjóri Rosario sem er þriðja stærsta borg Argentínu. Hann ræddi við fjölmiðla eftir árásina í gær um aukið ofbeldi í borginni og þörfina fyrir að auka löggæslu. Hvorki Messi né Roccuzzo hafa tjáð sig um árásina að svo stöddu. Þau eru bæði frá Rosario og heimsækja borgina reglulega en eru búsett í Frakklandi þar sem Messi spilar fyrir Paris Saint-Germain. Hann mætti þar til æfinga í gærmorgun. Messi er fyrirliði argentínska landsliðsins sem varð heimsmeistari í desember og var á mánudaginn kjörinn besti leikmaður heims 2022. Samningur þessa 35 ára leikmanns við PSG rennur út í sumar en hann hefur átt í viðræðum við félagið um nýjan samning. Þeim möguleika hefur þó verið velt upp að ferli hans gæti lokið hjá einu af félögunum í Rosario; Newell‘s Old Boys. Argentína Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Þetta hefur lögreglan í Rosario staðfest. Talið er að tveir byssumenn á mótorhjólum hafi skotið samtals fjórtán skotum að Unico-matvöruverslun snemma í gærmorgun. Foreldrar Antonelu Roccuzzo, eiginkonu Messis, eiga verslunina. Engan sakaði í árásinni og ekki liggur fyrir hvers vegna byssumennirnir skutu á verslunina eða hvers vegna þeir skildu eftir hótunarbréfið til Messis. Í því stóð: „Messi, við erum að bíða eftir þér. Javkin er dópsali. Hann mun ekki passa upp á þig.“ Javkin þessi er Pablo Javkin, borgarstjóri Rosario sem er þriðja stærsta borg Argentínu. Hann ræddi við fjölmiðla eftir árásina í gær um aukið ofbeldi í borginni og þörfina fyrir að auka löggæslu. Hvorki Messi né Roccuzzo hafa tjáð sig um árásina að svo stöddu. Þau eru bæði frá Rosario og heimsækja borgina reglulega en eru búsett í Frakklandi þar sem Messi spilar fyrir Paris Saint-Germain. Hann mætti þar til æfinga í gærmorgun. Messi er fyrirliði argentínska landsliðsins sem varð heimsmeistari í desember og var á mánudaginn kjörinn besti leikmaður heims 2022. Samningur þessa 35 ára leikmanns við PSG rennur út í sumar en hann hefur átt í viðræðum við félagið um nýjan samning. Þeim möguleika hefur þó verið velt upp að ferli hans gæti lokið hjá einu af félögunum í Rosario; Newell‘s Old Boys.
Argentína Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti