„Gunnar Smári getur líklega lagt niður flokkinn sinn með þessu áframhaldi“ Snorri Másson skrifar 15. september 2022 09:00 Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir of langt gengið í aukinni skattlagningu með nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Svo langt gengið raunar, að óhætt væri fyrir sósíalista að segja þetta gott, enda erindið þrotið. Gunnar Smári Egilsson gefur lítið fyrir þetta og segir nú lag að hækka bankaskatt og sækja gróðann sem þar hafi myndast. Farið var sviðið á nýjum þingvetri í Íslandi í dag í gær og einnig fjallað um margt annað en hér er vísað til. Umræður Sigríðar og Gunnars má sjá í innslaginu hér að ofan, þær hefjast snemma í myndbrotinu. Gert er ráð fyrir að 89 milljarða króna halli verði á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári. Sigríður Andersen segir þetta vekja áhyggjur. „Skuldir ríkissjóðs virðast komnar á par við það sem var eftir hrun. Mér hugnast það ekki; Gunnar Smári getur líklega lagt niður flokkinn sinn með þessu áframhaldi; við erum að stefna í mikil ríkisútgjöld, alltof mikil að mínu mati. Það hefði mátt vera þarna meira aðhald,“ segir Sigríður. Líflegar umræður urðu í Íslandi í dag þegar rætt var um fjárlög og svo yfirvofandi stjórnmálakreppu í Evrópu vegna orkumála.Vísir/Arnar Á móti segir Gunnar Smári: „Eins og þetta er kynnt er Covid búið og við komin út úr því. Samt er 90 milljarða gat. Hvað þýðir það? Annaðhvort þarftu, Sigríður myndi vilja það, skera niður um 90 milljarða, það er gríðarlegur niðurskurður. Eða hækka skatta og sækja til þeirra sem hafa auðgast á bólunni.“ Sigríður segir aftur á móti útilokað fyrir hagkerfi að skattleggja sig til hagsældar. „Því miður gengur þetta frumvarp nokkuð langt í að setja nýja skatta,“ segir Sigríður. Gunnar Smári segir frumvarpið ekki fara þá leið að sækja skatta til þeirra sem hafa auðgast. „Ef við skoðum venjulegt fólk í basli, sem til dæmis flúði Reykjavík til að kaupa sér húsnæði á Akranesi. Seðlabankastjórinn er að hækka vaxtagreiðslurnar á þetta fólk. Svo kemur Bjarni Ben, lækkar vaxtabæturnar, leggur á kílómetragjald ef þeir eru á rafmagnsbíl og hækkar bensínið ef þau eru á bensínbíl og svo ætlar Sigurður Ingi að koma og rukka þau fara í gegnum göngin,“ segir Gunnar Smári. Vísir/Arnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Ísland í dag Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir „Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. 14. september 2022 14:28 Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14. september 2022 06:59 Takk fyrir ekkert, segja andvaka veitingamenn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda. 13. september 2022 20:44 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Farið var sviðið á nýjum þingvetri í Íslandi í dag í gær og einnig fjallað um margt annað en hér er vísað til. Umræður Sigríðar og Gunnars má sjá í innslaginu hér að ofan, þær hefjast snemma í myndbrotinu. Gert er ráð fyrir að 89 milljarða króna halli verði á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári. Sigríður Andersen segir þetta vekja áhyggjur. „Skuldir ríkissjóðs virðast komnar á par við það sem var eftir hrun. Mér hugnast það ekki; Gunnar Smári getur líklega lagt niður flokkinn sinn með þessu áframhaldi; við erum að stefna í mikil ríkisútgjöld, alltof mikil að mínu mati. Það hefði mátt vera þarna meira aðhald,“ segir Sigríður. Líflegar umræður urðu í Íslandi í dag þegar rætt var um fjárlög og svo yfirvofandi stjórnmálakreppu í Evrópu vegna orkumála.Vísir/Arnar Á móti segir Gunnar Smári: „Eins og þetta er kynnt er Covid búið og við komin út úr því. Samt er 90 milljarða gat. Hvað þýðir það? Annaðhvort þarftu, Sigríður myndi vilja það, skera niður um 90 milljarða, það er gríðarlegur niðurskurður. Eða hækka skatta og sækja til þeirra sem hafa auðgast á bólunni.“ Sigríður segir aftur á móti útilokað fyrir hagkerfi að skattleggja sig til hagsældar. „Því miður gengur þetta frumvarp nokkuð langt í að setja nýja skatta,“ segir Sigríður. Gunnar Smári segir frumvarpið ekki fara þá leið að sækja skatta til þeirra sem hafa auðgast. „Ef við skoðum venjulegt fólk í basli, sem til dæmis flúði Reykjavík til að kaupa sér húsnæði á Akranesi. Seðlabankastjórinn er að hækka vaxtagreiðslurnar á þetta fólk. Svo kemur Bjarni Ben, lækkar vaxtabæturnar, leggur á kílómetragjald ef þeir eru á rafmagnsbíl og hækkar bensínið ef þau eru á bensínbíl og svo ætlar Sigurður Ingi að koma og rukka þau fara í gegnum göngin,“ segir Gunnar Smári. Vísir/Arnar
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Ísland í dag Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir „Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. 14. september 2022 14:28 Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14. september 2022 06:59 Takk fyrir ekkert, segja andvaka veitingamenn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda. 13. september 2022 20:44 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
„Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. 14. september 2022 14:28
Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14. september 2022 06:59
Takk fyrir ekkert, segja andvaka veitingamenn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda. 13. september 2022 20:44