Veður

Hiti allt að tuttugu stigum og hlýjast sunnan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Ferðamenn við Hallgrímskirkju.
Ferðamenn við Hallgrímskirkju. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir mildu og rólegu veðri næstu daga. Víða verður hæg breytileg átt í dag og léttskýjað, en sums staðar þokubakkar við ströndina.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu ellefu til tuttugu stig yfir daginn, hlýjast í uppsveitum á Suðurlandi.

„Það verður svipað veður á morgun, hægur vindur og víða bjart, en þokan verður líklega heldur ágengari við norður- og austurströndina.“

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Hæg austlæg eða breytileg átt. Víða léttskýjað, en þokubakkar við norður- og austurströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast á suðvestanverðu landinu.

Á miðvikudag: Hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en skýjað og lítilsháttar rigning eða súld suðaustan- og austantil á landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.

Á fimmtudag: Suðaustan og austan 3-8 m/s, en 8-13 við suðvestur- og vesturströndina. Bjart með köflum, en dálítil rigning vestantil á landinu. Hiti 10 til 17 stig.

Á föstudag: Suðaustan og austan 5-13 og dálítil væta með köflum, en hægari vindur og bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.

Á laugardag og sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt og dálítil væta á víð og dreif. Áfram milt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×