Sport

Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Bestu deild karla

Valur Páll Eiríksson skrifar
Blikar mæta Stjörnunni í mikilvægum leik en Víkingar verða í eldlínunni í Úlfarsárdal á sama tíma.
Blikar mæta Stjörnunni í mikilvægum leik en Víkingar verða í eldlínunni í Úlfarsárdal á sama tíma. Vísir/Hulda Margrét

Þrjú golfmót klárast á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og þá eru fjórir leikir á dagskrá í Bestu deild karla.

Golf

Lokadagur á Cazoo Open-mótinu hefst strax klukkan 9:30 í dag og verður bein útsending frá því á Stöð 2 Sport 4.

Þá er einnig lokadagur á Opna breska meistaramóti kvenna sem hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Golf.

Wyndham Championship á PGA-mótaröðinni klárast einnig í dag en bein útsending frá því hefst klukkkan 17:00 á Stöð 2 Sport 4.

Fótbolti

Fjórir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla og hægt er að sjá þá alla á rásum Stöðvar 2 Sport.

Klukkan 16:55 hefjast tvær beinar útsendingar. FH mætir KA í Kaplakrika en útsendingin frá þeim leik er á Stöð 2 Sport Besta deildin og þá mætir KR liði ÍBV að Meistaravöllum en sá leikur er sýndur á Stöð 2 Besta deildin 2.

Þá hefjast einnig tveir leikir klukkan 19:15. Bein útsending frá stórleik Stjörnunnar og Breiðabliks í Garðabæ hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Þá fer bein útsending frá leik Fram og Víkings R. af stað klukkan 19:10 á Stöð 2 Besta deildin.

Sérfræðingarnir í Stúkunni munu svo fara yfir alla fjóra leikina að þeim síðari loknum en Stúkan fer af stað klukkan 21:15 á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×