Sport

Dagskráin í dag: Sænski og enski boltinn, golf og undanúrslit Stórmeistaramótsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Roseng°rd verða í eldlínunni í sænska boltanum í dag.
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Roseng°rd verða í eldlínunni í sænska boltanum í dag. @FCRosengard

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á níu beinar útsendingar á þessum vonandi bjarta föstudegi.

Við hefjum leik úti á golfvelli en bein útsending frá Catalunya Championship á DP World Tour hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Golf. Mexico Open á PGA-mótaröðinni hefst svo klukkan 19:30 áður en JTBC Championship á LPGA-mótaröðinni tekur við klukkan 22:30.

Þá eru tveir fótboltaleikir á dagskrá á Stöð 2 Sport 2, en sá fyrri er viðureign Rosengård og Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni klukkan 15:55 þar sem Guðrún Arnardóttir verður í eldlínunni með Rosengård.

Sá síðari er viðureign QPR og Sheffield United í ensku 1. deildinni klukkan 18:40 þar sem Sheffield United getur farið langleiðina með að tryggja sér umspilssæti með sigri.

Að lokum er nóg um að vera á Stöð 2 eSport þar sem við hefjum leik klukkan 14:00 með upphitun fyrir undanúrslit BLAST Premier, en fyrri undanúrslitaviðureignin hefst svo klukkan 14:30.

Þá verða undanúrslit Stórmeistaramóts Ljósleiðaradeildarinnar einnig leikin í kvöld, en klukkan 18:15 mætast Dusty og SAGA áður en Þór og Vallea eigast við klukkan 21:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×