Kia efst áttunda árið í röð hjá J.D. Power Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. febrúar 2022 07:00 Ný Niro. Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílaframleiðendur. Þetta er áttunda árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power í flokki bíla sem teljast magnsölubílar. Þetta er þó í fyrsta skipti sem Kia er í fyrsta sæti yfir öll bílmerki, ekki einungis magnsöluframleiðendur og því er sannarlega um tímamót að ræða. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Í könnun J.D. Power voru rúmlega 33 þúsund bíleigendur spurðir fjölmargra spurninga á mörgum mismunandi svipuð um áreiðanleika bíla þeirra og bilanir síðustu þrjú ár. Könnunin var framkvæmd í júlí til nóvember á síðasta ári en í þetta skipti var hluta bætt við sem snýst að hugbúnaðarbilunum og er það í fyrsta skipti sem það er gert. Með þessari könnun er J.D Power að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðanda. Þetta er í 36. skipti sem könnun J.D. Power er framkvæmd en hún þykir ein virtasta áreiðanleikakönnun í bílageiranum. Buick Encore. Buick varð í öðru sæti. Niðurstöður könnunarinnar Talan segir til um bilanir pr. 100 bíla: Kia 145 Buick 147 Hyundai 148 Genesis 155 Toyota 158 Lexus 159 Porsche 162 Dodge 166 Cadillac 168 „Við erum afar ánægð og stolt með þennan frábæra árangur Kia í áreiðanleikakönnun J.D. Power. Kia hefur lagt mikið upp úr því að framleiða trausta og vel hannaða bíla þar sem nýjasta tækni og öryggi spila stórt hlutverk ásamt mjög góðum aksturseiginleikum. Kia var fyrsti bílaframleiðandinn í heiminum til að bjóða 7 ára ábyrgð á bílum sínum. Það er því stór rós í hnappagat Kia að vera á toppnum áttunda árið í röð í þessari virtu könnun hjá J.D Power yfir bílaframleiðendur í magnsölu sem og að vera núna í fyrsta skipti í fyrsta sæti yfir öll bílmerki,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju. Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Í könnun J.D. Power voru rúmlega 33 þúsund bíleigendur spurðir fjölmargra spurninga á mörgum mismunandi svipuð um áreiðanleika bíla þeirra og bilanir síðustu þrjú ár. Könnunin var framkvæmd í júlí til nóvember á síðasta ári en í þetta skipti var hluta bætt við sem snýst að hugbúnaðarbilunum og er það í fyrsta skipti sem það er gert. Með þessari könnun er J.D Power að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðanda. Þetta er í 36. skipti sem könnun J.D. Power er framkvæmd en hún þykir ein virtasta áreiðanleikakönnun í bílageiranum. Buick Encore. Buick varð í öðru sæti. Niðurstöður könnunarinnar Talan segir til um bilanir pr. 100 bíla: Kia 145 Buick 147 Hyundai 148 Genesis 155 Toyota 158 Lexus 159 Porsche 162 Dodge 166 Cadillac 168 „Við erum afar ánægð og stolt með þennan frábæra árangur Kia í áreiðanleikakönnun J.D. Power. Kia hefur lagt mikið upp úr því að framleiða trausta og vel hannaða bíla þar sem nýjasta tækni og öryggi spila stórt hlutverk ásamt mjög góðum aksturseiginleikum. Kia var fyrsti bílaframleiðandinn í heiminum til að bjóða 7 ára ábyrgð á bílum sínum. Það er því stór rós í hnappagat Kia að vera á toppnum áttunda árið í röð í þessari virtu könnun hjá J.D Power yfir bílaframleiðendur í magnsölu sem og að vera núna í fyrsta skipti í fyrsta sæti yfir öll bílmerki,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju.
Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent