Norska súperstjarnan tók mynd af Söru og syninum á æfingasvæði Lyon Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2022 23:01 Sara Björk Gunnarsdóttir með soninn, Ragnar Frank Árnason. twitter síða ödu hegerberg Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er komin aftur til Lyon eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Síðustu mánuði meðgöngunnar var Sara á Íslandi. Hún eignaðist svo son sinn, Ragnar Frank, 16. nóvember. Sara hélt aftur til Lyon í Frakklandi 4. janúar og næsta verkefni hennar er að komast aftur í fótboltaform. Sara mætti með Ragnar Frank á æfingasvæði Lyon í gær. Norska stórstjarnan Ada Hegerberg gat ekki stillt sig um að smella mynd af þeim mæðginum og skellti henni á Twitter. „Sjáið hana! Mamma í húsinu. Velkomin til baka,“ skrifaði Hegerberg. LOOK AT HER! Mamma's in the building. Welcome back @sarabjork18 pic.twitter.com/6pVB7Ltf0p— Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) January 10, 2022 Þótt Hegerberg og Sara séu samherjar hjá Lyon hafa þær aldrei spilað saman. Þegar Sara kom til Lyon var Hegerberg frá vegna alvarlegra meiðsla. Hegerberg, sem var fyrsta konan til að vinna Gullboltann, sneri aftur á völlinn í október eftir tuttugu mánaða fjarveru. Hún sleit krossband í hné í janúar 2020. Hegerberg, sem er 26 ára, er markahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu með 56 mörk og enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni, eða fimmtán. Hún hefur alls skorað 229 mörk í 195 leikjum fyrir Lyon. Þá skoraði hún 38 mörk í 66 leikjum fyrir norska landsliðinu áður en hún hætti að spila með því 2017. Sara gekk í raðir Lyon sumarið 2020. Hún vann Meistaradeildina á fyrsta tímabili sínu með liðinu og skoraði í úrslitaleiknum gegn sínum gömlu félögum í Wolfsburg. Lyon hefur unnið alla ellefu leiki sína í frönsku úrvalsdeildinni og er með þriggja stiga forskot á Paris Saint-Germain. Þá er Lyon komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Juventus. Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Síðustu mánuði meðgöngunnar var Sara á Íslandi. Hún eignaðist svo son sinn, Ragnar Frank, 16. nóvember. Sara hélt aftur til Lyon í Frakklandi 4. janúar og næsta verkefni hennar er að komast aftur í fótboltaform. Sara mætti með Ragnar Frank á æfingasvæði Lyon í gær. Norska stórstjarnan Ada Hegerberg gat ekki stillt sig um að smella mynd af þeim mæðginum og skellti henni á Twitter. „Sjáið hana! Mamma í húsinu. Velkomin til baka,“ skrifaði Hegerberg. LOOK AT HER! Mamma's in the building. Welcome back @sarabjork18 pic.twitter.com/6pVB7Ltf0p— Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) January 10, 2022 Þótt Hegerberg og Sara séu samherjar hjá Lyon hafa þær aldrei spilað saman. Þegar Sara kom til Lyon var Hegerberg frá vegna alvarlegra meiðsla. Hegerberg, sem var fyrsta konan til að vinna Gullboltann, sneri aftur á völlinn í október eftir tuttugu mánaða fjarveru. Hún sleit krossband í hné í janúar 2020. Hegerberg, sem er 26 ára, er markahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu með 56 mörk og enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni, eða fimmtán. Hún hefur alls skorað 229 mörk í 195 leikjum fyrir Lyon. Þá skoraði hún 38 mörk í 66 leikjum fyrir norska landsliðinu áður en hún hætti að spila með því 2017. Sara gekk í raðir Lyon sumarið 2020. Hún vann Meistaradeildina á fyrsta tímabili sínu með liðinu og skoraði í úrslitaleiknum gegn sínum gömlu félögum í Wolfsburg. Lyon hefur unnið alla ellefu leiki sína í frönsku úrvalsdeildinni og er með þriggja stiga forskot á Paris Saint-Germain. Þá er Lyon komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Juventus.
Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti