Söng eitt vinsælasta sumarlag Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2021 23:19 Sigurdór Sigurdórsson syngur Þórsmerkurljóðið fræga í sjónvarpsþætti á Stöð 2 árið 1990. Skjáskot/Stöð 2. Söngvarinn sem gerði Þórsmerkurljóðið um hana Maríu að einhverjum vinsælasta sumarsöng Íslendinga er látinn. Hann hét Sigurdór Sigurdórsson og var jafnframt einn reynslumesti blaðamaður þjóðarinnar. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um andlát Sigurdórs og lagið sem sló í gegn árið 1960 þegar hann söng það með hljómsveit Svavars Gests. Þrjátíu árum síðar söng hann lagið fræga í þætti á Stöð 2 með upphafserindinu: „Ennþá geymist það mér í minni, María, María, hvernig við fundumst í fyrsta sinni, María, María. Upphaf þess fundar var í þeim dúr, að ætluðum bæði í Merkurtúr. María, María, María, María, María, María.“ Sigurdór syngur óðinn til Maríu í sjónvarpsþættinum árið 1990.Skjáskot/Stöð 2. Sigurdór lést á Landspítalanum á öðrum degi jóla, 83 ára að aldri. Í þættinum árið 1990 rifjaði hann upp með Helga Péturssyni þegar hljómsveitin heyrði fyrst Þórsmerkurljóð Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings. Það var á skemmtun hjá Ferðafélagi Íslands þar sem Sigurður söng sjálfur ljóðið sem hann samdi við þýskt þjóðlag. Blaðamaðurinn Sigurdór Sigurdórsson merkti greinar sínar jafnan sem S.dór.Úr einkasafni Sigurdór var fjölmiðlamaður mestan sinn starfsferil í hálfa öld, fyrst prentari en síðar blaðamaður við Þjóðviljann, DV, Dag og Bændablaðið, en hann var einnig kunnur fararstjóri og vísnasafnari. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Gissurardóttur. Þau eignuðust tvær dætur, þrjú barnabörn og fyrsta langafabarnið fæddist í haust. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 og hlýða á brot úr laginu fræga: Hér má sjá fimm mínútna kafla úr sjónvarpsþætti á Stöð 2 árið 1990 þar sem Sigurdór syngur Þórsmerkurljóð í heild sinni: Andlát Tónlist Fjölmiðlar Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um andlát Sigurdórs og lagið sem sló í gegn árið 1960 þegar hann söng það með hljómsveit Svavars Gests. Þrjátíu árum síðar söng hann lagið fræga í þætti á Stöð 2 með upphafserindinu: „Ennþá geymist það mér í minni, María, María, hvernig við fundumst í fyrsta sinni, María, María. Upphaf þess fundar var í þeim dúr, að ætluðum bæði í Merkurtúr. María, María, María, María, María, María.“ Sigurdór syngur óðinn til Maríu í sjónvarpsþættinum árið 1990.Skjáskot/Stöð 2. Sigurdór lést á Landspítalanum á öðrum degi jóla, 83 ára að aldri. Í þættinum árið 1990 rifjaði hann upp með Helga Péturssyni þegar hljómsveitin heyrði fyrst Þórsmerkurljóð Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings. Það var á skemmtun hjá Ferðafélagi Íslands þar sem Sigurður söng sjálfur ljóðið sem hann samdi við þýskt þjóðlag. Blaðamaðurinn Sigurdór Sigurdórsson merkti greinar sínar jafnan sem S.dór.Úr einkasafni Sigurdór var fjölmiðlamaður mestan sinn starfsferil í hálfa öld, fyrst prentari en síðar blaðamaður við Þjóðviljann, DV, Dag og Bændablaðið, en hann var einnig kunnur fararstjóri og vísnasafnari. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Gissurardóttur. Þau eignuðust tvær dætur, þrjú barnabörn og fyrsta langafabarnið fæddist í haust. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 og hlýða á brot úr laginu fræga: Hér má sjá fimm mínútna kafla úr sjónvarpsþætti á Stöð 2 árið 1990 þar sem Sigurdór syngur Þórsmerkurljóð í heild sinni:
Andlát Tónlist Fjölmiðlar Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira