Fótbolti

Ancelotti sagður vilja fá Ronaldo aftur til Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum með Real Madrid á sínum tíma.
Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum með Real Madrid á sínum tíma. EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO

Carlos Ancelotti, þjálfari Real Madrid, er sagður opinn fyrir því fá Cristiano Ronaldo aftur til spænska liðsins en portúgalski framherjinn var frábær undir hans stjórn á sínum tíma.

Spænska sjónvarpsstöðin El Chiringuito hefur heimildir fyrir því að Ancelotti sýni því mikinn áhuga að fá Ronaldo aftur til Real Madrid.

Edu Aguirre er blaðamaður á El Chiringuito og hann segir að Real Madrid ætli að blanda sér í baráttuna um Ronaldo á næstu dögum.

Lionel Messi er nú kominn til Paris Saint Germain og það gæti farið að Ronaldo fari einnig í nýtt félag.

Cristiano Ronaldo á eftir eitt ár af samningi sínum hjá Juventus en portúgalski landliðsfyrirliðinn er orðinn 36 ára gamall.

Hann hefur verið orðaður við bæði Paris Saint-Germain og Manchester City í sumar en síðustu fréttir er að Juventus hafi ekki fengið tilboð í leikmanninn.

Ronaldo átti mögnuð ár hjá Real Madrid þar sem hann spilaði frá 2009 til 2018 og skoraði 450 mörk í 438 leikjum. Hann er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi og vann Meistaradeildina fjórum sinnum með liðinu.

Ancelotti þjálfaði Ronaldo hjá Real Madrdid frá 2013 til 2015 og á þeim tíma skoraði CR7 110 mörk og gaf 47 stoðsendingar í 100 leikjum. Þeir unnu þrjá titla saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×