Djokovic vann átjánda titilinn kvalinn af meiðslum Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2021 10:00 Novak Djokovic smellir kossi á verðlaunagripinn á ströndinni í Melbourne. Getty/Graham Denholm „Ég sætti mig bara við það að ég yrði að spila þrátt fyrir sársaukann,“ sagði Novak Djokovic. Serbinn viðurkenndi eftir átjánda risamótssigur sinn í tennis að hann hefði spilað meiddur í síðustu leikjunum á mótinu sem lauk í Ástralíu um helgina. Djokovic er nú aðeins tveimur risamótstitlum frá metinu sem Roger Federer og Rafael Nadal deila yfir flesta sigra á risamótunum fjórum. Það sem gerir sigur Djokovic á Opna ástralska mótinu enn merkilegri er að hann tognaði í kviðvöðva í sigrinum gegn Taylor Fritz í 3. umferð. „Ég var ansi áhyggjufullur. Það virtist ekki raunhæft að ég gæti spilað. Ég vissi það ekki fyrr en tveimur klukkutímum fyrir leikinn í fjórðu umferð. Þá fór ég aftur út á völl og spilaði í fyrsta sinn síðan í þriðju umferðinni,“ sagði Djokovic. „Sársaukinn var ekki meiri en svo að ég þoldi hann. Ég sætti mig bara við það að ég yrði að spila þrátt fyrir sársaukann,“ sagði Djokovic. Lék meiddur í fjórum leikjum en tapaði bara tveimur settum Á meðal þeirra sem Djokovic vann þrátt fyrir meiðslin voru tveir spilarar sem hafa náð að vera í þriðja sæti heimslistans, þeir Milos Raonic og Alexander Zverev, og í úrslitunum mætti Djokovic Rússanum Daniil Medvedev sem hafði unnið 20 leiki í röð. Djokovic vann raunar af miklu öryggi, meðal annars úrslitaleikinn í þremur settum, og skeytti ekki um að meiðslin gætu versnað við að negla uppgjöfum yfir netið. Hann tapaði aðeins tveimur settum meiddur, í samtals fjórum leikjum. „Hvort ég hafi verið meðvitaður um þá staðreynd að ég gæti mögulega gert meiðslin enn verri? Já, ég vissi það. Ef það var eitthvað mót sem ég hefði samt spilað á þá var það þetta mót, eða hvaða risamót sem er, þó að það gæti kostað verri meiðsli. Ég gerði þetta auðvitað ekki allt sjálfur. Læknateymið og sjúkraþjálfarinn minn unnu frábært starf. Með Guðs mildi tókst mér að vinna þetta afrek og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Djokovic. Tennis Ástralía Serbía Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Djokovic er nú aðeins tveimur risamótstitlum frá metinu sem Roger Federer og Rafael Nadal deila yfir flesta sigra á risamótunum fjórum. Það sem gerir sigur Djokovic á Opna ástralska mótinu enn merkilegri er að hann tognaði í kviðvöðva í sigrinum gegn Taylor Fritz í 3. umferð. „Ég var ansi áhyggjufullur. Það virtist ekki raunhæft að ég gæti spilað. Ég vissi það ekki fyrr en tveimur klukkutímum fyrir leikinn í fjórðu umferð. Þá fór ég aftur út á völl og spilaði í fyrsta sinn síðan í þriðju umferðinni,“ sagði Djokovic. „Sársaukinn var ekki meiri en svo að ég þoldi hann. Ég sætti mig bara við það að ég yrði að spila þrátt fyrir sársaukann,“ sagði Djokovic. Lék meiddur í fjórum leikjum en tapaði bara tveimur settum Á meðal þeirra sem Djokovic vann þrátt fyrir meiðslin voru tveir spilarar sem hafa náð að vera í þriðja sæti heimslistans, þeir Milos Raonic og Alexander Zverev, og í úrslitunum mætti Djokovic Rússanum Daniil Medvedev sem hafði unnið 20 leiki í röð. Djokovic vann raunar af miklu öryggi, meðal annars úrslitaleikinn í þremur settum, og skeytti ekki um að meiðslin gætu versnað við að negla uppgjöfum yfir netið. Hann tapaði aðeins tveimur settum meiddur, í samtals fjórum leikjum. „Hvort ég hafi verið meðvitaður um þá staðreynd að ég gæti mögulega gert meiðslin enn verri? Já, ég vissi það. Ef það var eitthvað mót sem ég hefði samt spilað á þá var það þetta mót, eða hvaða risamót sem er, þó að það gæti kostað verri meiðsli. Ég gerði þetta auðvitað ekki allt sjálfur. Læknateymið og sjúkraþjálfarinn minn unnu frábært starf. Með Guðs mildi tókst mér að vinna þetta afrek og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Djokovic.
Tennis Ástralía Serbía Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti