Fótbolti

Koeman spilar niður væntingarnar í Meistara­deildinni þrátt fyrir veru Messi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Komean og lærisveinar töpuðu fyrir Getafe um helgina.
Komean og lærisveinar töpuðu fyrir Getafe um helgina. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Ronald Koeman, stjóri Barcelona, segir að spænski risinn sé ekki líklegasta liðið til þess að vinna Meistaradeildina í ár þrátt fyrir að Lionel Messi sé áfram hjá félaginu.

Sá hollenski segir að það hafi mikið gengið á og mörg önnur góð lið séu með í Meistaradeildinni í ár. Þeir vilja vinna allt bæði heima fyrir og í Meistaradeildinni en önnur lið séu líklegri en Börsungarnir.

„Í Barcelona spilar maður til þess að vinna bikara bæði heima fyrir og í Evrópu en það eru sterk lið í keppninni og þú þarft að sýna hvað þú getur,“ sagði Koeman í samtali við fjölmiðla.

„Eftir það sem hefur gengið á þá erum við ekki þeir líklegustu en við getum farið langt í Meistaradeildinni,“ bætti hann við á blaðamannafundinum fyrir leikinn á morgun.

„Við erum að fara mæta erfiðu liði. Það eru engir auðveldir leikir og við þurfum að skapa færi. Við greinum alla mótherja og berum virðingu fyrir öllum. Við þurfum að loka á þá. Þeir eru góðir varnarlega og hraðir í sókninni.“

Barcelona mætir Ferencvaros á Nou Camp á morgun en Meistaradeildinni verður gerð góð skil á Stöð 2 Sport annað kvöld. Upphitun hefst 18.30 og allt verður gert upp að leikjunum loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×