Fótbolti

Aðeins þrír leikmenn Börsunga í sameiginlegu liði toppliðanna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þeir Ramos og Varane eru saman í miðverði sameiginlegs liðs Real Madrid og Barcelona.
Þeir Ramos og Varane eru saman í miðverði sameiginlegs liðs Real Madrid og Barcelona. Vísir/Getty

Aðeins þrír leikmenn toppliðs spænsku úrvalsdeildarinnar, Barcelona, komast í sameiginlegt lið Börsunga og Real Madrid. Vefmiðillinn Who Scored tók saman bestu meðaleinkunn leikmanna liðanna fyrir El Clásico sem fram fer klukkan 20:00 í kvöld. 

Áhugavert er að skoða liðið en markvörður og varnarlína er öll í eigu Real Madrid. Sergio Busquets fær eitt þriggja sæta á miðjunni, þó ekki í sinni hefðbundnu stöðu sem djúpur miðjumaður og þá eru þeir Lionel Messi og Antoine Griezmann sitthvoru megin við franska framherjann Karim Benzema. 

Liðið má sjá hér að neðan en leikur Barcelona og Real Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 í kvöld.


Tengdar fréttir

Courtois að þagga niður gagnrýnisraddir

Thibaut Courtois hefur fengið sinn skerf af gagnrýni síðan hann gekk í raðir Real Madrid. Hann hefur hins vegar þaggað þær niður með frammistöðu sinni á leiktíðinni til þessa en slök frammistaða í El Clásico í kvöld og þær koma allar aftur. Leikur Real og Barcelona er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 20:00 í kvöld.

Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley

Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×