Fótbolti

Ronaldo sá Real Madrid vinna og Vinícius Júnior herma eftir fagninu sínu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vinícius Júnior kom Real Madrid á bragðið gegn Barcelona í gær.
Vinícius Júnior kom Real Madrid á bragðið gegn Barcelona í gær. vísir/getty

Cristiano Ronaldo sá sína gömlu félaga í Real Madrid vinna Barcelona, 2-0, í El Clásico í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Ronaldo snýr aftur á Santiago Bernabéu síðan hann yfirgaf Real Madrid sumarið 2018.

Ronaldo og félagar hans í Juventus áttu að mæta Inter í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni í gær en leiknum var frestað vegna kórónuveirunnar. Ronaldo nýtti tækifærið og skellti sér til Madrídar til að sjá sitt gamla lið spila.

Vinícius Júnior og Mariano Díaz skoruðu mörk Real Madrid í leiknum. Sá síðarnefndi fagnaði eins og Ronaldo eftir að hafa komið Real Madrid yfir á 71. mínútu. Portúgalinn var greinilega ánægður og klappaði fyrir Brassanum úr stúkunni.

Markið sem Vinícius Júnior skoraði gegn Barcelona í gær má sjá hér fyrir neðan.





Ronaldo lék með Real Madrid á árunum 2009-18 og skoraði 450 mörk í 438 fyrir liðið. Hann er markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid.

Vinícius Júnior er einn þeirra sem átti að taka við keflinu hjá Real Madrid eftir að Ronaldo hvarf á braut. Hann hefur skorað fjögur mörk í 27 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.

Með sigrinum í gær komst Real Madrid á topp spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með eins stigs forskot á Barcelona þegar tólf umferðir eru eftir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×