Fótbolti

Stjóri Barcelona þurfti að biðjast af­sökunar á hegðun að­stoðar­þjálfarans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Setien til hægri og Sarabia til vinstri.
Setien til hægri og Sarabia til vinstri. vísir/getty

Quique Setien, þjálfari Barcelona, hefur beðið leikmenn félagsins afsökunar á hegðun aðstoðarþjálfara hans í 2-0 tapinu gegn Real Madrid á sunnudag.

Eder Sarabia, aðstoðarþjálfari Setien, lét mörg miður falleg ummæli falla um leikmennina í El Clasico á sunnudagskvöldið.

Spænski þáturinn Vamos sýndi frá umdeildum ummælum Sarabia en hann á meðal annars að hafa gagnrýnt Antoine Griezmann hressilega fyrir að hafa klúðrað færi.

Sögusagnir hafa gengið um að látbragð Sarabia hafi farið illa í leikmannahóp Barcelona og þá sér í lagi stjörnur liðsins.







„Við biðjum alla afsökunar. Við getum ekki hagað okkur svona. Við viljum ekki sjá svona hluti gerast og við höfum gerst sekir um mistök. Við ættum að koma í veg fyrir að eitthvað svona gerist aftur,“ sagði Setien.

„Þetta hefur haft mikil áhrif á því, því ég er áhyggjufullur yfir ímynd félagsins. Við þurfum að hugsa um hana því við getum verið gagnrýndir fyrir skiptingar, leikfræði og fleira en ekki hegðun.“

Real er með eins stigs forskot á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×