Fótbolti

Messi og félagar gengust undir kórónutest er þeir mættu til æfinga í dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lionel Messi fór í prufu í dag.
Lionel Messi fór í prufu í dag. vísir/getty

Leikmenn Barceona snéru aftur til æfinga í dag en það virðist vera birta til á Spáni er varðar kórónuveiruna. Stórstjörnurnar þurftu þó að gangast undir test er þeir mættu til æfinga í dag.

Lionel Messi og félagar mættu á Ciutat Esportiva, æfingasvæði Barcelona, í fyrsta sinn í lengri tíma í dag en þeir hafa verið að æfa heima fyrir eins og flestir leikmenn Evrópu undanfarnar vikur.

Forráðamenn La Liga gáfu Börsungum leyfi á að prufa sína leikmenn fyrir kórónuveirunni er þeir mættu til æfinga í dag en forráðamenn deildarinnar tóku út aðstöðu læknateymi Börsunga í gær áður en þeir gáfu grænt ljós.

Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar, sagði í viðtali á mánudag að hann reiknaði með því að deildin muni fara aftur af stað í júní. Hann sagði það mikilvægt fyrir samfélagið að boltinn fari aftur að rúlla.

Hann sagði enn fremur að myndi deildin ekki fara aftur af stað þá myndi deildin verða fyrir tapi upp á 840 milljónir punda. Ekki hefur þó nein dagsetning verið gefin út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×