Innlent

Grunaður um að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum setti upp umferðarpóst á Njarðarbraut um helgina til að athuga réttindi og ástand ökumanna.
Lögreglan á Suðurnesjum setti upp umferðarpóst á Njarðarbraut um helgina til að athuga réttindi og ástand ökumanna. Vísir/vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum handtók karlmann um helgina sem er grunaður um að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Maðurinn var með tíu manna hóp í Bláa lóninu og reyndist ekki vera með atvinnuréttindi hér. Hann var færður til skýrslutöku á lögreglustöð og viðurkenndi að hafa verið með hópinn á sínum snærum. Hann neitaði því hins vegar að hafa stundað fararstjórn hér á landi.

Þá setti lögreglan upp umferðarpóst á Njarðarbraut um helgina til að athuga réttindi og ástand ökumanna. Rúmlega fjörutíu ökumenn voru stöðvaðir og reyndust þeir allir vera með sitt á hreinu.

34 ökumenn voru hins vegar staðnir að því að leggja ólöglega við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og fáeinir voru staðnir að hraðakstri í umdæminu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×