Fótbolti

Leikmenn Barca og Real þurfa öryggisins vegna að deila hóteli fyrir Clásico í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rútur Real Madrid og Barcelona fara á sama tíma og frá sama hóteli í leikinn. Hér er Zinedine Zidane  í rútu Real Madrid.
Rútur Real Madrid og Barcelona fara á sama tíma og frá sama hóteli í leikinn. Hér er Zinedine Zidane í rútu Real Madrid. Getty/Octavio Passos

Barcelona tekur á móti RealMadrid í El Clásico í kvöld en leikmenn liðanna ættu að sjá eitthvað að hverjum öðrum í aðdraganda leiksins því voru látin deila hóteli sem er mjög óvanalegt.

Leikur Barcelona og RealMadrid átti upphaflega að fara fram 26. október síðastliðinn en var frestað vegna mótmæla og ótryggs ástands í borginni eftir að níu leiðtogar sjálfstæðisinna í Katalóníu voru sendir í fangelsi.



Leikur Barcelona og RealMadrid hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport.

Það er búist frekari mótmælum í dag og því þótti betra að liðin væru á sama stað í aðdraganda leiksins í kvöld.

RealMadrid gistir á HotelPrincesa Sofía á meðan liðið er í Barcelona en ákveðið var að Barcelona myndi líka eyða deginum á sama hóteli. Þaðan eru aðeins 500 metrar á Nývang þar sem leikurinn fer fram.

Venjan er að lið gisti á sitthvoru hóteli en með þessu fyrirkomulagi geta liðin ferðast saman í leikinn tveimur klukkutímum fyrir leik.



„Þetta er öðruvísi fyrir okkur. Okkur hefur verið sagt að við þurfum að fara saman á leikinn og það munum við geta. Það er ekkert sem þarf að útskýra. Það mikilvægasta er að leikurinn fari fram,“ sagði ZinedineZidane, þjálfari RealMadrid.

„Ég tel að við hefðum getað spilað leikinn á upprunalega deginum og það er því engin ástæða að við getum ekki spilað hann á morgun (í dag). Það er ólíklegt að leikmenn hittist fyrir leikinn svo ég sé líklega ekki Zidane en ég ber mikla virðingu fyrir honum,“ sagði ErnestoValverde, þjálfari Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×