Fótbolti

Joaquin bætti met Alfredo Di Stefano

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gamli maðurinn fagnar þrennunni
Gamli maðurinn fagnar þrennunni vísir/getty
Gamla brýnið Joaquin fór mikinn í 3-2 sigri Real Betis á Athletic Bilbao í La Liga í dag. 

Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu og það á fyrstu 20 mínútum leiksins en fyrsta markið kom á 2.mínútu, annað á 11.mínútu og þrennan var svo fullkomnuð á 20.mínútu.

Joaquin er elsti leikmaðurinn í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar til að skora þrennu en hann er 38 ára og 140 daga gamall og bætti þar með met goðsagnarinnar Alfredo Di Stefano sem skoraði sína síðustu þrennu 37 ára og 255 daga gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×