Fótbolti

Fékk rautt fyrir að brjóta hornfána | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Clinton Mata skemmir hornfánann á heimavelli Galatasary.
Clinton Mata skemmir hornfánann á heimavelli Galatasary. vísir/getty
Tveir leikmenn Club Brugge voru reknir af velli fyrir óhófleg fagnaðarlæti í uppbótartíma í leiknum gegn Galatasary í Meistaradeild Evrópu í gær.

Adem Buyuk kom Galatasay í 1-0 á 11. mínútu. Þannig var staðan allt þangað til á 92. mínútu þegar Krepin Diatta jafnaði fyrir Club Brugge.

Belgarnir ærðust af fögnuði. Diatta reif sig úr treyjunni og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Clinton Mata fagnaði með því að sparka í hornfánann sem brotnaði við það í tvennt. Fyrir þessi eignaspjöll fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Club Brugge var því tveimur mönnum færri það sem eftir var af uppbótartímanum. Þrátt fyrir það héldu Belgarnir út og náðu í sitt þriðja stig í A-riðli. Þeir eiga ekki lengur möguleika á að komast í 16-liða úrslit en geta komist í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Fagnaðarlæti Club Brugge og rauðu spjöldin má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Dýrkeypt fagnaðarlæti
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×