Fótbolti

Zidane allt annað en sáttur út með forsetann sem náði ekki að klófesta Pogba

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane. vísir/getty
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er sagður hafa lent upp á kant við forseta Real Madrid, Florentino Perez, vegna fyrirhugaða kaupa á Paul Pogba.

Zidane er talinn allt annað en sáttur með stjórn félagsins að þeir hafi ekki náð að klófesta franska heimsmeistarann í sumarglugganum sem lokar 2. september.

Pogba talaði opinskátt um það í sumar að hann vildi burt frá Manchester United en nú er allar líkur á því að hann spili með þeim rauðklæddu, að minnsta kosti þangað til í janúar.







Samkvæmt heimildum spænska miðilsins Sport er Zidane ósáttur með stjórn félagsins því hann trúir því að þeir hafi aldrei haft áhuga á að klófesta Pogba.

Zidane telur að Perez hafi leikið á sig og logið að sér en búist er við að Real fái markvörðinn Alphonse Areola frá PSG því Keylor Navas leiti á önnur mið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×